Djúp lægð beinir illviðri til landsins Vestan við landið fer djúp lægð hratt til norðurs og beinir illviðri til landsins í morgunsárið. Lægðin fjarlægist svo landið og dregur þá úr vindi og úrkomu með skúrum eða éljum. Í kvöld gengur svo kröpp lægð norður yfir landið og verður þá vindasamt. 1.2.2025 09:29
„Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur á síðasta sólarhring sent dælubíla í 26 útköll og megnið af því vegna vatnsleka. Á sama tíma hefur slökkviliðið sinnt óvenjumörgum sjúkraflutningum. 1.2.2025 08:26
Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. Fjöldi meintra stúta voru stoppaðir, þá var eitthvað um umferðarslys og svo var lögreglan bæði kölluð til vegna þakplötufoks og vatnsleka. 1.2.2025 08:10
Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjúkraflugvél hrapaði til jarðar í Fíladelfíuborg í Bandaríkjunum skömmu eftir að hafa tekið á loft í nótt. Sex farþegar voru um borð og ekki er ljóst hvort einhver þeirra lifði af. Eldur kviknaði í nærliggjandi íbúðarhúsum við slysstað. 1.2.2025 07:33
Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 Ný mynd um Michael Jackson er skyndilega í lausu lofti, rétt eftir að tökur kláruðust, vegna klásúlu í dómsátt popparans við fjölskyldu tánings sem sakaði popparann um áreitni árið 1993. Málið átti að vera lykilatriði í myndinni en umfjöllun um það brýtur í bága við samning Jackson og fjölskyldunnar. 27.1.2025 00:20
„Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Stjórnmálaskýrandi telur ekki hægt að lesa í það að þingflokkur Sjálfstæðisflokks hafi verið fjarverandi á framboðsfundi Áslaugar Örnu. Hann telur miklar breytingar myndu fylgja Áslaugu sem yrði yngsti formaður í sögu flokksins. 26.1.2025 23:19
„Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Lokasýning söngleiksins Frost fór fram í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þetta er ein vinsælasta sýningin í sögu leikhússins. 26.1.2025 22:19
Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Lögreglu barst tilkynning um leðurblöku á flugi í hlíðunum í dag en þegar lögreglumenn mættu á vettvang hafði hún flogið á braut. 26.1.2025 21:51
Harður árekstur á Miklubraut Tveggja bíla árekstur varð á Miklubraut um níuleytið í kvöld. Einn var fluttur með sjúkrabíl af vettvangi en áverkar hans eru ekki taldir vera alvarlegir. 26.1.2025 21:37
Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Fjölmennt var í níræðisafmæli skákgoðsagnarinnar Friðriks Ólafssonar í Hörpu í dag. Ýmsir skákmeistarar létu sjá sig semog núverandi seðlabankastjóri. 26.1.2025 19:35