Vill sjá leiðtoga á Norðurlöndunum en ekki aumingja og gungur Dr. Mads Gilbert, heimsþekktur norskur læknir sem hefur unnið í fleiri áratugi á Gasa, á þá von í brjósti að stjórnvöld á Íslandi og í Noregi taki höndum saman og þrýsti með þýðingarmiklum hætti á stjórnvöld í Ísrael. 28.5.2024 14:16
Lending í Nauthólsvík lengi ferðina um korter til tuttugu mínútur Hópur lækna á þyrlum Landhelgisgæslunnar hefur áhyggjur af því að enginn þyrlupallur verði á hinu nýja Þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut. Það sé allt of langt og áhættusamt að ferðast með þá allra veikustu og mest slösuðu frá þyrlupalli í Nauthólsvík. Hver einasta mínúta skipti máli. 27.5.2024 14:01
Segir að Play sé og verði áfram með höfuðstöðvar á Íslandi Forstjóri Play vill árétta að flugfélagið sé ekki á förum frá Íslandi. Kjarnastarfsemin sé hér á landi og verði það áfram. Í tengslum við stækkunarfasa félagsins séu hins vegar uppi hugmyndir um að tvær til þrjár flugvélar verði staðsettar í öðru landi. 16.5.2024 13:34
Fagna framfaraskrefi ráðherra en vilja afnema tilvísanakerfið Formaður Félags íslenskra heimilislækna fagnar því að heilbrigðisráðherra sýni í verki vilja til að koma til móts við lækna en vill fleiri og stærri skref. Á dögunum voru drög að reglugerðarbreytum um einföldun á fyrirkomulagi tilvísana fyrir börn birtar í samráðsgátt stjórnvalda. 15.5.2024 14:12
Heimsótti Julian Assange í Belmarsh-öryggisfangelsið Þingflokksformaður Pírata hefur nýlokið fundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum. Heimsóknin er liður í skýrslu sem hún er að skrifa fyrir Evrópuráðsþingið um kælandi áhrif varðhaldsins á tjáningarfrelsi í álfunni og þá verður kannað hvort Assange uppfylli skilyrði um að teljast pólitískur fangi. 14.5.2024 12:00
Sýnist stefna í kapphlaup tveggja en útilokar þó ekki vendingar Stjórnmálafræðiprófessor segir að sú mynd sem nú teiknist upp í baráttunni um Bessastaði sé kapphlaup tveggja en þó sé alls ekki útilokað að fleiri geti blandað sér í það, enda ekki langt undan. Halla Tómasdóttir er hástökkvari í nýrri könnun Prósents. 13.5.2024 12:03
„Á endanum snýst þetta allt um peninga“ Kynningarfundur um lagareldisfrumvarpið hefði getað verið tölvupóstur að mati framkvæmdastjóra Landssambands veiðifélaga því hvorki hafi verið boðið upp á spurningar né samtal. Hann segir frumvarpið ekki veita villtum laxastofnum næga vernd og að banna þurfi eldi á frjóum norskum laxi. 8.5.2024 19:33
„Hef haft áhyggjur af fangelsismálum frá því ég kom í embætti“ Dómsmálaráðherra kveðst hafa haft áhyggjur af fangelsismálum frá því hún tók við embætti. Allar aðstæður á Litla-Hrauni í dag séu með þeim hætti að erfitt sé að tryggja öryggi fanga. Maður fannst látinn í klefa fangelsisins um liðna helgi. 8.5.2024 13:08
Bein útsending frá samstöðutónleikum í Háskólabíó í opinni dagskrá Í kvöld fara fram samstöðutónleikar fyrir Palestínu í Háskólabíó, á sama tíma og Hera Björk stígur á svið í Malmö. Skipuleggjendur tónleikanna segja mikilvægt að sýna samstöðu. Tónleikarnir eru í beinni útsendingu í opinni dagskrá á Stöð 2. 7.5.2024 20:44
Atburðirnir fyrir botni Miðjarðarhafs því sem næst „óraunverulegir“ Ísraelsher sendi eldsnemma í morgun skriðdreka inn í Rafah-borg og tugir létust í loftárásum þeirra. Alþjóðastjórnmálafræðingur er svartsýn á að vopnahlé sé í nánd þrátt fyrir yfirstandandi viðræður. 7.5.2024 19:49