Ólafur telur Breta hafa rétt á að skipta um skoðun Breska þingið á rétt á því að skipta um skoðun samkvæmt ákvæðum um þingræði. Þingið geti skipt um skoðun hvenær sem er og það ætti breska þjóðin líka að geta gert með nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit til að ljúka hinu mikla deilumáli sem hefur einkennt breska þjóðmálaumræðu síðan þjóðin ákvað að ganga úr Evrópusambandinu árið 2016. 9.12.2018 14:46
„Hvernig eigum við að vinna með fólki sem snýr út úr öllu?“ Halldóra Mogensen segir ákvörðun þingmanna Miðflokksins að segja ekki af sér vera vanvirðingu við kjósendur flokksins. 9.12.2018 12:05
Hanna Katrín: „Við skuldum heilli þjóð að bregðast við“ Hanna Katrín Friðriksson þingflokkformaður Viðreisnar vill að þingmennirnir sex axli ábyrð og segi af sér. 9.12.2018 11:13
Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9.12.2018 10:02
Mál Ágústar Ólafs kom þingmanni Miðflokksins ekki á óvart Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, á von á því að fleiri mál af svipuðum toga og Klaustursbarsmálið munu koma upp á yfirborðið. 8.12.2018 16:36
Sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún á sæti í nefndinni Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands ætla að sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. 8.12.2018 15:32
Bréfið til Frans páfa komið í póst Snemma í morgun sendi Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra útprentað bréf til Fans páfa. Hann póstlagði bréfið á Keflavíkurflugvelli rétt áður hann steig um borð í flugvél til Póllands til að vera viðstaddur loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna. 8.12.2018 15:09
Fannst mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. 8.12.2018 14:05
Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8.12.2018 11:38
Ekki stætt á því að vera áfram Alþingismenn vegna Klausturshneykslisins „Þegar litið er til þeirra kvenna á þingi sem þeir töluðu um, þeirra kvenna úti í þjóðfélaginu, minnihlutahópa, þjóðarinnar allrar og virðingu Alþingis þá sé ég ekki, persónulega, að þessum mönnum sé stætt áfram að sitja á Alþingi.“ 2.12.2018 15:36