Ekki lengur kátt á Klambra Skipuleggjendur barnahátíðarinnar Kátt á Klambra sem haldin hefur verið í fjórgang á Klambratúni leita nú að annarri staðsetningu fyrir hátíðina. Þeir segjast mæta fálæti og áhugaleysi hjá borgaryfirvöldum en hefur verið tekið opnum örmum hjá öðrum sveitarfélögum. 12.4.2024 07:01
Lést kornungur og ótryggður frá fjölskyldunni Bjarki Gylfason lést ótryggður í faðmi fjölskyldu sinnar í lok mars aðeins 36 ára gamall eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Honum var ókleift að tryggja sig fyrir alvarlegum áföllum vegna þess að hann var með sáraristilbólgu. Söfnun hefur verið komið af stað fyrir fjölskyldu hans og verða haldnir minningar-og styrktartónleikar á Sviðinu Selfossi 17 apríl næstkomandi. 12.4.2024 07:01
Katrín Jakobsdóttir sýndi töfrabragð „Þetta töfrabragð er ekki ætlað fyrir áhorfendur fyrir bak við mann,“ segir Katrín Jakobsdóttir létt í bragði. Hún hefur mikinn áhuga á töfrabrögðum og framkvæmdi eitt slíkt fyrir þau Eddu Andrésdóttur og Pál Magnússon í nýjasta þættinum af Öll þessi ár sem er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum. 11.4.2024 20:00
Edda Sif og Villi eiga von á sínu öðru barni Íþróttafréttakonan Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Sigurgeirsson framleiðandi eiga von á sínu öðru barni. Fyrir eiga þau einn dreng, Magnús sem er fjögurra ára gamall. 11.4.2024 16:17
Frumsýning á Vísi: Fyrsta kitlan úr Snertingu Snerting, nýjasta kvikmynd Baltasars Kormáks, verður frumsýnd á Íslandi 29. maí næstkomandi. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, sem var mest selda bókin á Íslandi árið 2020 og hlaut mikið lof gagnrýnenda. 11.4.2024 13:14
Segist ekki hafa horft á Eurovision í rúm fimmtíu ár Brynjar Níelsson segist telja að hann yrði ómögulegur lýsir Eurovision keppninnar. Hann segist síðast hafa horft á Eurovision árið 1970 eða fyrir 53 árum síðan og hefur litla trú á að Ríkisútvarpið myndi vilja ráða hann í giggið. 10.4.2024 16:05
Besti flokkurinn út fyrir Jón forseta Jón Gnarr hefur breytt Facebook síðu Besta flokksins í framboðssíðu fyrir forsetakosningar. Síðan ber nú nafnið „Jón forseti 2024“ í stað „Besti flokkurinn.“ 10.4.2024 12:48
Bridget Jones 4 kemur út á næsta ári Fjórða myndin um hina seinheppnu en elskulegu Bridget Jones fer brátt í framleiðslu. Áætlað er að myndin verði sýnd í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum á sjálfan Valentínusardag strax á næsta ári. 10.4.2024 10:16
Fólk hætti að áreita keppendur vegna þátttöku Ísrael Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) segja alla ábyrgð á þátttöku þjóða í Eurovision liggja hjá stjórn keppninnar en ekki einstaka keppendum. Þau biðla til fólks um að áreita ekki keppendur vegna þátttöku Ísraels í keppninni. 9.4.2024 15:34
Í beinni: Málþing um mikilvægi kvenna í orkumálum FKA Suðurnes og WIRE Kanada kynna viðburðinn: Empowering Connections: Iceland-Canada Women´s Cooperation in Leading the Charge in Green Renewable Energy. 9.4.2024 14:06