Ólafur Björn Sverrisson

Nýjustu greinar eftir höfund

Þingi ASÍ frestað með þorra atkvæða

Þingi ASÍ var rétt í þessu frestað fram á næsta vor með þorra atkvæða. Tillagan var samþykkt með 183 atkvæðum þingfulltrúa gegn 20. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, verður því áfram forseti sambandsins. Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, sem bauð sig fram til forseta sambandsins, greiddi atkvæði gegn tillögunni.

Síminn braut ekki samkeppnislög með sölu enska boltans

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi ekki brotið gegn ákvæða sáttar við Samkeppniseftirlitið með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og línulega sjónvarpsþjónustu, enska boltann á Símanum Sport, í svonefndum Heimilispakka. 

„Ekki pláss fyrir okkur þarna inni“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, dró ásamt þeim Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og Vilhjálmi Birgissyni, framboð sitt til miðstjórnar ASÍ til baka. Gengu þau ásamt félögum sínum út af fundinum stuttu eftir að fregnir bárust af því að Ragnar Þór hefði dregið framboð sitt til forseta sambandsins til baka. Þau íhuga nú að segja sig úr Alþýðusambandinu. 

Flæddi inn á þremur stöðum vestan Snorrabrautar

Flætt hefur inn í kjallara og hús á þremur stöðum í Vesturbæ Reykjavíkur, þar á meðal í umferðarmiðstöð BSÍ. Mikil úrkoma hefur verið í höfuðborginni dag sem sér ekki fyrir endann á.

Gundega býður sig fram á móti Vilhjálmi

Gundega Jaunlinina hefur boðið sig fram til embættis þriðja varaforseta ASÍ. Hún er varaformaður verkalýðsfélagsins Hlíf í Hafnarfirði gegndi formennsku í ASÍ-UNG, ungliðahreyfingu Alþýðusambandsins, í þrjú ár. Hún býður sig því fram á móti Vilhjálmi Birgissyni sem var fram að þessu einn í framboði til embættisins. 

„Ótrúlega gott að fá hann heim“

Gísli Finnsson er kominn heim frá Spáni þar sem hann hefur legið á sjúkrahúsi undanfarnar vikur. Íslendingar lögðu hönd á plóg í söfnun fyrir sjúkraflugi en Sjúkratryggingar neituðu að taka þátt í kostnaðinum. Fjölskyldan þakkar fyrir stuðninginn.

Sjá meira