Maður sleginn í höfuðið með bjórglasi fyrir utan skemmtistað Alvarleg líkamsárás átti sér stað í miðbæ Akureyrar í nótt. Maður var sleginn í höfuð með bjórglasi og skarst illa. Sá var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri en ekki er talið að mennirnir hafi þekkst fyrir. 25.9.2022 10:50
Dyravörður grunaður um að hafa kýlt mann ítrekað í höfuðið Tilkynnt var um líkamsárás við veitingastað í miðbænum í nótt. Þar er dyravörður grunaður um að hafa kýlt mann ítrekað í höfuðið. 25.9.2022 09:14
Mikið hvassviðri og alls konar foktjón Mikið hvassviðri var á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Að sögn lögreglu fuku hlutir í öllum hverfum, þar á meðal þakplötur, girðingar og fellihýsi. Veður versnar með deginum á austfjörðum þar sem rauð viðvörun er í gildi. 25.9.2022 08:25
Mikið þurfi að koma til svo farþegum sé vísað úr vélinni Ríka ástæðu þarf til að farþega sé vísað úr vélum Icelandair. Þetta segir talsmaður félagsins um atvik þar sem farþega var vísað úr vél í gær eftir að hafa lent í ágreiningi við áhöfn um grímuskyldu og handfarangur. 24.9.2022 13:35
Fyrsta barn Gretu Salóme á leiðinni Tónlistarmaðurinn Greta Salóme Stefánsdóttir á von á sínu fyrsta barni með Elvari Þór Karlssyni, unnusta sínum. Hún er nú komin um 30 vikur á leið. 24.9.2022 09:45
Stefnir í slag um ritaraembættið: „Að óbreyttu heldur fylgi Sjálfstæðisflokksins áfram að hnigna“ Helgi Áss Grétarsson hefur gefið kost á sér til embættis ritara Sjálfstæðisflokksins. Að óbreyttu telur hann að fylgi Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að hnigna. Það stefnir í slag um ritaraembættið en Bryndís Haraldsdóttir sækist einnig eftir kjöri. 24.9.2022 09:02
Kröpp lægð og gular viðvaranir um allt land Fyrsta haustlægðin lætur að sér kveða þessa dagana en gular veðurviðvaranir taka gildi víða um land í kvöld og vara fram að mánudegi. Búist er við suðvestan hvassviðri eða stormi undir kvöld með snörpum vindhviðum. 24.9.2022 08:22
Sautján ára fluttur á bráðadeild eftir líkamsárás við Norðlingaskóla Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöldi og í nótt, á meðal þeirra verkefna sem embættið sinnti var tilkynning um líkamsárás við Norðlingaskóla þar sem 17 ára piltur var fluttur á bráðadeild með áverka á höfði. 24.9.2022 07:38
Týnd í fjögur ár en heldur nú til fjölskyldunnar í Svíþjóð Saga kattarins Dimmu er lyginni líkust. Hún týndist í pössun árið 2018 og hefur verið á vergangi síðan. Nú, fjórum árum síðar, heldur læðan til fjölskyldu sinnar sem er flutt til Svíþjóðar. Fjölskyldan var ansi hissa er þau fengu símtal frá Dýraverndarfélaginu Villikettir sem hafði fundið hana í holu undir bílskúr í Hlíðunum. 19.9.2022 17:38
Dýrið sankaði að sér verðlaunum Það er óhætt að segja að kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hafi verið sigurvegari kvöldsins á Edduverðlaununum þetta árið en myndin hlaut alls 12 verðlaun. Þar á meðal hlaut myndin verðlaun fyrir handrit og leikstjórn ársins en myndin var einnig valin kvikmynd ársins. 19.9.2022 00:02