Ólafur Björn Sverrisson

Nýjustu greinar eftir höfund

Trú­leysingjar æfir yfir styrk ráð­herra til Þjóð­kirkjunnar

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, veitti nýverið Þjóðkirkjunni styrk að upphæð 10 milljónir króna til þess að geta boðið aðstandendum fanga upp á þjónustu, stuðning og ráðgjöf. Styrkveitingin féll í grýttan jarðveg hjá samtökum trúleysingja.

Kvik­myndarisar bíði eftir aukinni endur­greiðslu

Leifur B. Dagfinnsson, stofnandi og formaður stjórnar kvikmyndaframleiðandans True North segir að stór kvikmyndaver séu að bíða eftir því að endurgreiðsla stærri kvikmyndaverkefna verði 35 prósent hér á landi. Mikil tækifæri felist í slíkri endurgreiðslu fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki en stjórnvöld hafa þegar lagt fram frumvarp þess efnis.

Við­reisn hafi að­komu frá hægri í meiri­hluta­við­ræðunum

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í borginni, líst ágætlega á komandi meirihlutaviðræður bandalagsins og Framsóknar í borginni og áréttar sérstöðu Viðreisnar í meirihlutaviðræðunum enda eigi flokkurinn aðkomu í viðræðurnar frá hægri ás stjórnmálanna.

Lenti á hausnum vegna vindhviðu en fær bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest bótaskyldu veitingarstaðarins Bryggjunnar á Akureyri vegna líkamstjóns sem kona varð fyrir á leið sinni inn á veitingastaðinn í september 2015.

Hagnaður OR nam 6,8 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi

Tekjur samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022 jukust um 14% frá fyrra ári og er helsta skýringin auknar tekjur Orku náttúrunnar af raforkusölu til stóriðju. Þetta kemur fram í uppgjöri OR sem gefið var út í dag.

Út­skrifast með tíu í meðal­ein­kunn

Elín Anna Óladóttir er dúx Framhaldsskólans á Húsavík árið 2022. Brautskráning var á laugardaginn og gleðin allsráðandi, sér í lagi hjá Elínu Önnu enda árangurinn ekkert smáræði: Hún útskrifast með tíu í öllum áföngum og þar með tíu í meðaleinkunn.

Sjá meira