Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé búið að leggja grundvöll að launastefnu sem önnur stéttarfélög munu fylgja eftir. Fjögur félög bættust í hóp þeirra sem skrifað hafa undir kjarasamning í nafni stöðugleika. Talsmaður Fagfélaganna segir að nú sé boltinn hjá Seðlabankanum, ríki og sveitarfélögum. Fjallað verður um undirritun kjarasamninga í kvöldfréttum Stöðvar 2. 9.3.2024 18:26
„Ótrúlega stolt og þakklát eftir daginn í dag“ Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist bæði stolt og þakklát eftir að undirritun kjarasamninga lauk í Karphúsinu í dag. Búið sé að leggja grunn að efnahagslegum stöðugleika. Viðræður við VR hefjast í næstu viku. 9.3.2024 17:51
Styrktartónleikar til að koma fjölskyldunni frá Gasa: „Ég hélt að þetta væri ógjörningur“ „Ég hélt í raun að þetta væri ógjörningur,“ segir tónlistarmaðurinn Alexander Jarl um áform sín um að koma fjölskyldumeðlimum, sem staddir eru á stríðshrjáðu Gasa-svæðinu, til bjargar. Styrktartónleikar fyrir verkefninu fara fram næsta laugardag í Iðnó. 20.2.2024 08:01
Myndi gista í Grindavík, en ekki með börn Magnús Tumi Guðmundsson jarðfræðingur segist myndu gista í Grindavík ef hann þyrfti þess, en ekki með börn. Hann segir fólk þurfa að vera viðbúið, ætli það sér að dvelja í bænum, að yfirgefa bæinn á hálftíma. 19.2.2024 22:33
„Löngu tímabært að taka þetta skref“ „Einhvern tímann þurftum við að taka þetta skref,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra um fyrirhugaða Þjóðaróperu. Lilja hefur verið gagnrýnd af forsvarsmönnum Íslensku óperunnar fyrir áformin. 19.2.2024 21:53
Trump minnist á Navalní, en ekki Pútín Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig um dauða Alexei Navalní, sem lengi var höfuðandstæðingur Vladímír Pútíns Rússlandsforseta, án þess reyndar að minnast á Pútín. 19.2.2024 21:47
Íslenska óperan heyrir sögunni til: „Við höfum kallað þetta menningarslys“ Íslenska óperan heyrir sögunni til í kjölfar ákvörðunar menningarmálaráðherra um að stofna Þjóðaróperu. Þær sýningar sem áformað var að sýna á þessu ári falla niður. „Menningarslys,“ segir stjórnarformaður sem furðar sig á framkvæmdinni. 19.2.2024 18:44
Nýtt hættusvæði í uppfærðu hættumati Líkanareikningar benda til að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða byrjun mars. Þetta kemur fram í uppfærðu hættumati. 19.2.2024 17:17
Heimsfrægur grínisti staddur á landinu Bandaríski grínistinn James Murray er staddur á Íslandi. Hann virðist ekkert vera að flækja hlutina; Gullfoss, Geysir og hellaskoðun urðu fyrir valinu. 18.2.2024 23:47
„Við höfum fullan hug á því að fara inn“ „Það lifir ekkert fyrirtæki á því að hlaupa endalaust fram og til baka,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Hann kveðst hafa fullan hug á að hefja störf á ný í Grindavík og kallar eftir fljótvirkari vinnubrögðum yfirvalda þegar það kemur að því að meta hættu á vinnusvæði Vísis. 18.2.2024 23:28