Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Newsom í­hugar forsetaframboð

Gavin Newsom, ríkisstjóri Demókrata í Kaliforníu, hefur látið mikið fyrir sér fara í andspyrnu sinni við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann hefur einnig verið títt orðaður við framboð til forseta í næstu kosningum og sagði í dag að hann íhugaði alvarlega að gefa á sér kost.

Allt undir hjá for­setanum hárprúða

Argentínumenn ganga í dag til þingkosninga sem taldar eru prófsteinn fyrir Javier Milei, hinn hárprúða forseta landsins. Róttæk frjálshyggja hans er undir í kosningunum enda hægara sagt en gert að koma stefnumálum sínum í gegn án fleiri sæta í þinginu.

Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjón­varps­aug­lýsingar

Donald Trump hefur heitið því að hækka tolla á vörur frá Kanada um tíu prósentustig vegna auglýsingar sem Ontario-hérað stóð fyrir og var sýnd í bandarísku sjónvarpi. Í auglýsingunni voru spilaðar klippur af Ronald Reagan Bandaríkjaforseta vara við afleiðingum hárra tolla á innflutningsvörur.

Ás­laug Arna kom al­blóðug inn í sjúkratjaldið

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins sló í dag eigið met í fimm kílómetra hlaupi en ekki slysalaust. Hún lenti í hrakföllum á leiðinni og hljóp alblóðug. Hún kom saumuð og bundin í mark.

Ýjar að annarri at­rennu að for­seta­em­bættinu

Kamala Harris, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna sem laut í lægra haldi gegn Trump í síðustu kosningum til forseta, segir stjórnmálaferli sínum hvergi nærri lokið og ýjaði að því að hún gerði aðra atrennu að forsetaembættinu.

Sjá meira