FH sótti ekki gull í greipar Eyjamanna og toppbaráttan lifir enn góðu lífi Alls fóru fjórir leikir fram í Olís deild karla í handbolta í kvöld. ÍBV lagði topplið FH í Vestmannaeyjum, Fram vann HK örugglega, Stjarnan lagði Selfoss og Afturelding sótti sigur á Seltjarnarnesi. 22.3.2024 21:30
Hildur og María lögðu upp í ótrúlegum sigri Íslendingalið Fortuna Sittard vann ótrúlegan 8-0 sigur á Telstar í hollensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Hildur Antonsdóttir, María Catharina Ólafsdóttir Gros og Lára Kristín Pedersen voru allar í byrjunarliði Fortuna. 22.3.2024 21:16
Elvar Örn öflugur og Melsungen stefnir á Evrópu Melsungen vann Lemgo með minnsta mun í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi allt til loka en á endanum hafði Íslendingaliðið betur. Elvar Örn Jónsson átti virkilega góðan leik í liði Melsungen. 22.3.2024 20:55
Arnór Sig ekki með gegn Úkraínu Arnór Sigurðsson verður ekki með í leiknum mikilvæga gegn Úkraínu á þriðjudag. Frá þessu greini Knattspyrnusamband Íslands í kvöld. 22.3.2024 19:46
Færeyjar skoruðu fjögur og stjörnur Noregs gerðu ekkert Færeyjar unnu 4-0 útisigur á Liechtenstein í vináttulandsleik karla í knattspyrn. Þá tapaði Noregur gegn Tékklandi á Ullevaal-vellinum í Osló. 22.3.2024 19:30
Breiðablik gerði jafntefli við úrvalsdeildarlið frá Þýskalandi Breiðablik gerði 2-2 jafntefli við þýska efstu deildarliðið Köln í vináttuleik á Spáni. Breiðablik er í miðjum undirbúning fyrir komandi tímabil í Bestu deild karla á meðan Köln er að undirbúa sig fyrir lokasprettinn í þýsku deildinni. 22.3.2024 18:05
KSÍ með pakkaferð á leikinn mikilvæga gegn Úkraínu Á þriðjudag mætast Ísland og Úkraína í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumóti karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar. Leikurinn fer fram í Póllandi og verður KSÍ með pakkaferð á leikinn. 22.3.2024 17:21
„Ég hata þau öll“ Sir Jim Ratcliffe, nýr minnihlutaeigandi Manchester United, skóf ekki ofan af því er hann var spurður hvaða lið hann vildi sjá vinna ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. „Ég hata þau öll“ var einfaldlega svarið. 20.3.2024 07:01
Dagskráin í dag: Fyrsti leikur Gylfa Þórs fyrir Val Gylfi Þór Sigurðsson leikur sinn fyrsta leik fyrir Val í dag. Leikurinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. 20.3.2024 06:01
Sir Alex heiðursmeðlimur Frankfurt svo lengi sem hann lifir Þýska úrvalsdeildarfélagið Eintracht Frankfurt gerði hinn goðsagnakennda Sir Alex Ferguson að heiðursmeðlim ásamt því að gefa honum treyju með nafni hans og númerinu 10. 19.3.2024 23:31