„Þurfum við að vera villimenn og keyra þetta upp í smá íslenskt rugl“ „Mér líður mjög held ég, eins og allri þjóðinni,“ sagði Kristófer Acox eftir frækinn fimm stiga sigur Íslands á Ungverjalandi í fyrsta leik þjóðanna í undankeppni EM 2025 í körfubolta. Það var vitað fyrir leik að þetta væri algjör lykilleikur í því hvernig undankeppnin myndi þróast. 22.2.2024 22:15
Andreas Palicka sá við Hauki og félögum í París Haukur Þrastarson og liðsfélagar hans í Kielce máttu þola níu marka tap í París í kvöld þegar liðið sótti París Saint-Germain heim í Meistaradeild Evrópu í handbolta, lokatölur 35-26. 22.2.2024 21:50
Fram blandar sér í baráttuna um heimavallarrétt í úrslitakeppninni Fram lagði Selfoss í eina leik dagsins í Olís-deild karla í handbolta, lokatölur 28-24. 22.2.2024 21:16
Kom inn af bekknum fyrir Kristian Nökkva og skaut Ajax áfram Ajax komst naumlega áfram í Sambandsdeild Evrópu þegar liðið lagði Bodø/Glimt í framlengdum leik í Noregi. 22.2.2024 20:50
Benfica naumlega áfram Benfica komst í kvöld í næstu umferð Evrópudeildar karla í knattspyrnu eftir markalaust jafntefli gegn Toulouse. AC Milan komst sömuleiðis áfram þrátt fyrir 3-2 tap gegn Rennes í Frakklandi. 22.2.2024 20:10
Elvar Örn frábær er Melsungen varð af mikilvægum stigum Íslendingalið Melsungen mátti þola tveggja marka tap gegn Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 33-31. 22.2.2024 19:56
Aron Jó framlengir á Hlíðarenda Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur framlengt samning sinn við Val og mun því spila með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu næstu árin. 22.2.2024 18:16
Vandræði Bayern undir stjórn Tuchel: „Eins og í hryllingsmynd“ Það gengur ekkert upp hjá Bayern München þessa dagana. Eftir 3-2 tap gegn Bochum um liðna helgi er liðið átta stigum á eftir lærisveinum Xabi Alonso í Bayer Leverkusen þegar 12 umferðir eru eftir af þýsku úrvalsdeild karla þetta tímabilið. 20.2.2024 07:01
Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, körfubolti, borðtennis og íshokkí Það er fjölbreytt dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. 20.2.2024 06:01
Ajax mætir Ajax í átta liða úrslitum Dregið var í átta liða úrslit hollensku bikarkeppni kvenna í knattspyrnu. Þar vekur ein viðureign meiri athygli en aðrar. 19.2.2024 23:30