Engin niðurstaða eftir átta tíma yfirheyrslu Christian Horner, liðsstjóri Formúlu 1 meistara Red Bull, er til rannsóknar vegna óviðeigandi hegðunar. Hann var yfirheyrður í dag, föstudag, en enn er engin niðurstaða komin í málið. Horner vill hreinsa nafn sitt. 9.2.2024 23:32
Bláu kortin ekki kynnt til sögunnar jafn fljótt og vonast var til Það virðist sem öll séu ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að bláaum spjöldum í knattspyrnu. Prófa átti regluverkið á næstu leiktíð en nú virðist sem því hafi verið frestað. 9.2.2024 23:01
Bæði lið án nokkurra lykilmanna í toppslagnum í Þýskalandi Hið taplausa lið Bayer Leverkusen tekur á móti Bayern München, liðinu sem hefur unnið þýsku deildina undanfarin 11 tímabil. Leikurinn er sýndur beint á Vodafone Sport en það eru þó nokkrir sterkir leikmenn sem verða hvergi sjáanlegir þar sem þeir eru á meiðslalistanum fræga. 9.2.2024 22:15
Martin og félagar máttu þola tap í Katalóníu Martin Hermannsson var í byrjunarliði Alba Berlín þegar liðið sótti Barcelona Bàsquet heim til Katalóníu í Evrópudeildinni, EuroLeague. Leikurinn var vægast sagt kaflaskiptur en á endanum höfðu Börsungar betur. 9.2.2024 21:26
De Jong til í að yfirgefa Barcelona í sumar Hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong gæti yfirgefið Spánarmeistara Barcelona í sumar. Hann var þrálátlega orðaður við Manchester United árið 2022. 9.2.2024 20:16
Mikilvægur sigur hjá lærisveinum Óla Stef Ólafur Stefánsson stýrði Aue til sigurs í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld. Liðið vann gríðarlega mikilvægan fjögurra marka sigur á Ludwigshafen. Þá stóð Sveinbjörn Pétursson vaktina í marki liðsins. 9.2.2024 19:51
Gunnhildur Yrsa nýr styrktarþjálfari landsliðsins Landsliðskonan fyrrverandi, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, er nýr styrktarþjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu. Frá þessu var greint á blaðamannafundi Knattspyrnusambands Íslands í dag. 9.2.2024 17:31
Tíu mínútur í skammarkróknum ef leikmenn fá bláa spjaldið The Telegraph hefur staðfest að IFAB, alþjóðlega knattspyrnuráðið, ætli á föstudag að kynna blá spjöld til leiks í knattspyrnu. 9.2.2024 07:01
Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld, Heiðursstúkan, fótbolti og íshokkí Það er að venju nóg um að vera á þessum fína föstudegi á Stöð 2 Sport. Körfuboltakvöld er þá á sínum stað sem og einn leikur í Subway-deild karla í körfubolta. 9.2.2024 06:00
„Góð“ tilraun ársins: Dómarinn sem felldi Lamar Jackson Liðurinn „Góð tilraun gamli“ var á sínum stað í síðasta þætti Lokasóknarinnar. 8.2.2024 23:32