Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport.

Nýjustu greinar eftir höfund

Viktor Gísli öflugur gegn PSG

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik í marki Wisla Plock sem mátti þola naumt tap gegn París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Kristján Örn Kristjánsson átti þá góðan leik í efstu deild Danmerkur.

ÍBV og Grótta með sigra

Þrír leikir fóru fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. ÍBV lagði Fjölni í Vestmannaeyjum, Grótta lagði HK í Kópavogi á meðan ÍR og Afturelding gerðu jafntefli í Breiðholti.

Arsenal sneri dæminu sér í vil

Eftir að tapa 1-0 í Svíþjóð gerði Arsenal sér lítið fyrir og vann Häcken 3-0 í Meistaradeild Evrópu kvenna í knattspyrnu.Sigurinn þýðir að Arsenal er komið í riðlakeppnina. París Saint-Germian, sem fór alla leið í undanúrslit í fyrra, er úr leik eftir tap gegn Juventus.

Andri Már spilaði stóran þátt í sigri Leipzig

Andri Már Rúnarsson átti góðan leik í liði Leipzig sem lagði Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta. Þá vann Íslendingalið Melsungen góðan útisigur á Kiel.

Töpuðu með ellefu í Tékk­landi

Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir Póllandi með 11 marka mun í fyrsta leik liðanna á þriggja liða æfingamóti sem fram fer í Cheb í Tékklandi, lokatölur 26-15.

Haukur frá­bær í öruggum sigri Búkarest

Haukur Þrastarson var upp á sitt besta í öruggum sigri Dinamo Búkarest á Pelister í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia máttu þá þola tap á heimavelli gegn Füchse Berlín.

Sjá meira