Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. 15.1.2025 14:24
Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Námumálaráðherra Grænlands segir að orðræða Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um kaup eða yfirtöku á Grænlandi gæti haft hræðileg áhrif á fjárfestingar á Grænlandi. Naaja Nathanielsen segir Trump geta skaðað ímynd Grænlands sem stöðugt og auðlindaríkt lýðræðisríki. 15.1.2025 13:37
Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. 15.1.2025 11:44
Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Verðbréfaeftirlit Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn auðjöfrinum Elon Musk. Hann er sakaður um að hafa ekki sagt frá hlutabréfaeign sinni í Twitter í aðdraganda kaupa hans á samfélagsmiðlinum en þannig mun hann hafa greitt að minnsta kosti 150 milljónum dala minna en annars. 15.1.2025 11:04
Tvö geimför á leið til tunglsins Starfsmenn SpaceX skutu í morgun tveimur lendingarförum í einkaeigu af stað til tunglsins. Annað geimfarið er í eigu bandarísks fyrirtækisins og hitt í eigu japansks fyrirtækis en geimskotið virðist hafa heppnast vel. 15.1.2025 10:05
Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Andrew Tate hefur verið sleppt úr stofufangelsi í Rúmeníu en hann má ekki yfirgefa ríkið. Tate er verulega umdeildur en hann og bróðir hans Tristan hafa staðið frammi fyrir ásökunum um fjölmörg brot eins og mansal og nauðgun, sem meðal annars eru sögð hafa verið framin á ólögráða stúlkum. 14.1.2025 16:55
Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Samningamenn Hamas-samtakanna eru sagðir hafa samþykkt drög að samkomulagi um vopnahlé á Gasaströndinni í skiptum fyrir það að fjölda gísla verði sleppt úr haldi samtakanna. Samkomulagið myndi koma á friði yfir nokkurra vikna tímabil. 14.1.2025 15:50
Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Að minnsta kosti hundrað menn eru látnir úr hungri og vökvaskorti ofan í ólöglegri gullnámu í Suður-Afríku. Lögregluþjónar hafa setið um námuna um langt skeið og hafa mennirnir ofan í henni ekki haft aðgang að matvælum eða vatni frá því í nóvember. 14.1.2025 14:57
Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, lögðu í sumar mikið kapp á að koma viðvörun til Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Var það eftir að eldur kviknaði í pökkum í vöruhúsum DHL í Englandi og Þýskalandi en það voru sprengjur sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) komu fyrir í flugvélum. 14.1.2025 13:41
Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Öflug jarðskjálftahrina hófst þar klukkan morgun og hafa um 130 skjálftar mælst. Sá stærsti var 5,1 að stærð. 14.1.2025 12:10