Fréttamaður

Samúel Karl Ólason

Samúel Karl er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár

Útgáfu Grand Theft Auto 6 hefur verið frestað, aftur, og um hálft ár. Nú á leikurinn að koma út þann 19. nóvember á næsta ári en áður var útgáfudagurinn 26. maí. Upprunalega átti leikurinn, sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu um árabil, að koma út á þessu ári.

Græða á tá og fingri á svikum og prettum

Sérfræðingar Meta, sem rekur meðal annars samfélagsmiðlana Facebook og Instagram, áætla að um tíu prósent allra tekna félagsins í fyrra, 2024, séu til komnar vegna auglýsinga sem ganga út á að svindla á fólki eða selja ólöglegan varning. Notendur samfélagsmiðla Meta sjá um fimmtán milljarða slíkra auglýsinga á degi hverjum.

„Samlokumaðurinn“ sýknaður

Bandarískur maður sem gengið hefur undir nafninu „samlokumaðurinn“ undanfarnar vikur var í kvöld sýknaður af tiltölulega smávægilegri ákæru fyrir að kasta samloku í starfsmann Landamæraeftirlits Bandaríkjanna. Það gerði maðurinn, sem heitir Sean Dunn, í miðbæ Washington DC í ágúst.

Féll í yfir­lið í skrif­stofu Trumps

Maður féll í yfirlið í skrifstofu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, í Hvíta húsinu í kvöld. Það gerðist á blaðamannafundi þar sem Trump og ráðherrar hans voru að kynna samkomulag um lækkun verðs á þyngdarstjórnunarlyfjum í Bandaríkjunum.

Tor­tryggnir í garð tolla Trumps

Dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna virðast hafa töluverðar efasemdir um það að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi farið að lögum við beitingu tolla sinna á undanförnum mánuðum. Það er ef marka má spurningar þeirra í dag þegar málsmeðferð um lögmæti tollanna fór fram en þá spurðu margir dómaranna lögmann ríkisstjórnar Trumps gagnrýnna spurninga.

Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varaði í dag við því að vasaþjófar væru á ferðinni en talið er að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Fólki er bent á að hafa varann á þegar PIN-númer eru slegin inn við notkun greiðslukorta.

Plata her­menn í hjóna­band og hirða svo bæturnar

Rússneskar konur plata menn sem skrá sig í herinn ítrekað til að kvænast þeim, svo þær geti fengið fúlgur fjár frá ríkinu ef og þegar þeir falla í átökum. Dómsmál hafa verið höfðuð vegna fjölda kvenna sem sakaðar eru um að gabba hermenn í hjónabönd en miklir peningar eru í húfi.

Sýn tapaði 239 milljónum

Sýn tapaði 239 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi, sem forstjórinn segir hafa verið krefjandi. Fyrirtækið hagnaðist um sautján milljónir á sama tímabili í fyrra en tekjur lækkuðu um 1,6 prósent á milli ára.

Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann?

Zohran Mamdani var í gær kjörinn borgarstjóri New York í Bandaríkjunum. Þegar hann tekur við embætti í byrjun næsta árs verður hann yngsti borgarstjóri New York frá 1892 en hann verður einnig fyrsti borgarstjórinn sem fæddist í Afríku og fyrsti músliminn til að sinna embættinu.

Féll til jarðar rétt eftir flug­tak

Fraktflugvél frá UPS brotlenti við flugtak í Louisville í Kentucky í kvöld. Myndbönd af vettvangi sýna að eldur kviknaði í flugvélinni við flugtak og að umfangsmikill eldur logar á jörðu niðri. Eldurinn virðist ná til þó nokkurra húsa.

Sjá meira