Biðja formlega um leyfi til skriðdrekasendinga Yfirvöld í Póllandi hafa sent formlega beiðni til Þýskalands um leyfi til þess að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Ráðamenn í Póllandi hafa gefið í skyn að verði beiðninni hafnað muni þeir samt senda skriðdrekana en Þjóðverjar hafa verið undir miklum þrýstingi að undanförnu vegna málsins. 24.1.2023 11:01
Vann fyrir rússneskan auðjöfur sem hann átti að rannsaka Saksóknarar ákærðu í gær mann sem var einn af æðstu starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna í New York. Charles McGonigal er sakaður um að hafa unnið fyrir rússneskan auðjöfur sem hann var með til rannsóknar. 24.1.2023 10:06
GameTíví: Vaða í ránið stóra Eftir erfiðan og brösulegan undirbúning í síðustu viku er nú komið að því að framkvæma eitt stærsta rán Grand Theft Auto. Groundhog day gengi GameTíví lætur til skara skríða en forvitnilegt verður að sjá hvernig gengur. 23.1.2023 19:27
Byrjað að opna vegi aftur Hið slæma veður sem herjað hefur á Íslendinga í dag er byrjað að ganga niður á suðvesturhorni landsins. Akstursskilyrði eru enn slæm víða og fjallavegir enn lokaðir. Þá gæti veður versnað frekar í öðrum landshlutum. 22.1.2023 14:29
Bein útsending: Minnast þeirra sem létu lífið í krapaflóðunum Fjörutíu ár eru liðin frá því tvö krapaflóð féllu á Patreksfjörð svo fjögur létust og nítján hús skemmdust. Haldin er minningarathöfn um þau sem létust en athöfnin er sýnd í beinni útsendingu. 22.1.2023 13:47
Skaut tíu til bana og gengur enn laus Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. 22.1.2023 13:04
Hálfs metra landris í Öskju GPS mælingar sína að land í Öskju hefur risið um hálfan metra frá því mælingar hófust í ágúst 2021. Landrisið er talið vera vegna kvikusöfnunar á litlu dýpi í eldstöðinni. 22.1.2023 12:02
Allt landið gult, vegum lokað og flugferðir felldar niður Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðvesturhorninu vegna veðurs og þá er gul viðvörun í gildi annarsstaðar á landinu. Hvassviðri er víða og eru akstursskilyrði að versna víðast á svæðinu. 22.1.2023 11:00
Forsetinn í varðskipi á leið til móts við vélarvana togara Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er um borð í varðskipinu Freyju, sem verið er að sigla til hjálpar vélarvana togara. Tilkynning barst frá togaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni um klukkan fjögur í nótt um að togarinn væri aflvana. 22.1.2023 09:45
Uppruni Íslendinga, umfjöllun um konur og glærumálið Farið verður um víðan völl á Sprengisandi í dag, eins og svo oft áður. Þátturinn byrjar á því að Kristján Kristjánsson ræðir við Dr. Helga Þorláksson, fyrrv. próf. við HÍ í sagnfræði. Umræðuefnið er framhald á viðtal við Gísla Sigurðsson í síðustu viku um uppruna Íslendinga og kenningar þar um. 22.1.2023 09:32