Frýs aftur í kvöld og él á morgun Kólna mun aftur á landinu öllu í dag og í kvöld mun frjósa aftur eftir mikla úrkomu undanfarna daga. Á morgun er svo von á vestan stormi með dimmum éljum. 21.1.2023 08:04
Sextán ára á rúntinum með vinum sínum Lögregluþjónar stöðvuðu í gærkvöldi bíl í Breiðholti sem ekið var yfir gatnamót á rauðu ljósi. Ökumaður bílsins reyndist sextán ára gamall og var hann á ferðinni með þremur vinum sínum. 21.1.2023 07:35
Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20.1.2023 15:56
Samþykkja ekki enn skriðdrekasendingar til Úkraínu Boris Pistorius, nýr varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði við blaðamenn í Ramstein í Þýskalandi í dag að engin ákvörðun hefði verið tekin um það að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Hann sagði þó að ráðuneyti hans myndi fara yfir birgðastöðu Þjóðverja og kanna hve marga skriðdreka hægt væri að senda og hve fljótt, verði slík ákvörðun tekin á næstunni. 20.1.2023 14:25
Gæsluvarðhald Andrew Tate framlengt um þrjátíu daga Dómstóll í Rúmeníu hefur framlengt gæsluvarðhald yfir Andrew Tate og bróður hans Tristan, til 27. febrúar. Þeir eru til rannsóknar vegna meintra kynferðisbrota og frelsissviptinga. 20.1.2023 13:44
Tólf þúsund manns sagt upp hjá Alphabet Forsvarsmenn Alphabet, móðurfélags Google, hafa tilkynnti að tólf þúsund starfsmönnum félagsins verði sagt upp. Það samsvarar um sex prósentum af öllum starfsmönnum Alphabet en Sundar Pichai, forstjóri bæði Alphabet og Google, tilkynnti ákvörðunina í dag. 20.1.2023 13:05
Rússar segja að sendingar vestrænna skriðdreka muni engu máli skipta Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútíns, forseta Rússlands, segir að hergagnasendingar Vesturlanda til Úkraínu muni ekki hafa nein áhrif á stöðu mála á víglínum landsins. Sendingarnar muni eingöngu auka á vandræði Úkraínumanna. 20.1.2023 11:17
Stefna á fyrsta sigurinn í Warzone 2 Stelpurnar í Babe Patrol setja stefnuna á þeirra fyrsta sigur í Warzone 2 í kvöld. Harðir bardagar munu eiga sér stað í Al Mazrah. 18.1.2023 20:31
Fékk sæti í tveimur þingnefndum þrátt fyrir lygar Bandaríski þingmaðurinn George Santos fékk sæti í tveimur nefndum fulltrúadeildarinnar í gær. Það er þrátt fyrir að margir Repúblikanar kalli eftir afsögn hans vegna umfangsmikilla lyga fyrir kosningarnar og að kallað sé eftir því að hann verði rannsakaður vegna lyganna og fjármála hans. 18.1.2023 10:38
Ráðherra meðal þeirra sem dóu þegar þyrla brotlenti á leikskóla Denys Monastyrskiy, innanríkisráðherra Úkraínu, aðstoðarinnanríkisráðherra og ráðuneytisstjóri eru meðal þeirra minnst átján sem dóu í þyrluslysi í Brovary, skammt austur af Kænugarði, í morgun. 18.1.2023 08:41