Hringdi eftir hjálp en var skotinn til bana af lögregluþjónum Foreldrar ungs mans frá Colorado í Bandaríkjunum krefjast þess að lögregluþjónar verði ákærðir fyrir að bana honum. Hinn 22 ára gamli Christian Glass var skotinn til bana í júní eftir að hann hringdi í neyðarlínuna og bað um hjálp eftir að hann festi bíl sinn. 15.9.2022 09:39
Stríð og spurningar hjá Babe Patrol Það verður nóg um að vera hjá stelpunum í Babe Patrol í kvöld. Auk þess að spila Warzone ætla þær einnig að halda spurningakeppni. 14.9.2022 20:30
Armenar leita eftir hjálp Yfirvöld í Armeníu segja her Aserbaísjan hafa hernumið hluta landsins í kjölfar umfangsmikilla og mannskæðra árása. Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hefur biðlað til ráðamanna annarra ríkja sem voru áður á yfirráðasvæði Sovétríkjanna að tryggja fullveldi Armeníu. 14.9.2022 15:56
Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14.9.2022 14:41
Rændi eigin sparifé til að borga krabbameinsmeðferð systur sinnar Vopnuð kona og hópur aðgerðasinna brutust inn í banka í Beirút í Líbanon í morgun. Konan tók rúmlega þrettán þúsund dali úr bankanum, sem hún sagði vera sparifé sitt og systur sinnar og sagðist hún ætla að nota það til að borga fyrir krabbameinsmeðferð systur sinnar. 14.9.2022 11:46
Xi og Pútín funda um innrásina í Úkraínu Xi Jinping, forseti Kína, hóf í dag fyrsta ferðalag sitt frá því Covid-faraldurinn hófst, með því að fara til Kasakstan. Hann mun svo funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og öðrum leiðtogum Mið-Asíu á komandi dögum í Úsbekistan. 14.9.2022 10:59
Stiklusúpa frá Sony: Kratos og Þór takast á í nýrri stiklu Sony sýndi í gærkvöldi aðra stiklu leiksins God of War Ragnarök frá Santa Monica studios. Stiklan varpaði ljósi á áframhaldandi baráttu gríska stríðsguðsins Kratos við norrænu guðina og þar á meðal Óðin, Freyju og Þór. 14.9.2022 08:58
Gameveran og Óli Jóels kíkja til Queens Stelpurnar í Queens fá til sín góða gesti í streymi kvöldins. Það eru þau Marín eða Gameveran og Óli Jóels. 13.9.2022 20:30
Bíl ekið inn á lóð Fífusala Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að bíl var ekið inn á lóð leikskólans Fífusala í Salahverfi í Kópavogi í dag. Mikill viðbúnaður var á vettvangi en bílnum var ekið inn á lóðina á vegg leikskólans. Leikskólabörnin sluppu alfarið. 13.9.2022 15:51
Framhald BOTW kallast Tears of the Kingdom Nintendo birti í dag stutta stiklu fyrir nýjasta Zelda-leikinn. Framhald leiksins Breath of the Wild hefur fengið titilinn Tears of the Kingdom. 13.9.2022 15:01