Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Repúblikanar hafa tryggt sér meirihluta í öldungadeild Bandaríkjanna, þar sem Demókratar hafa verið með nauman meirihluta undanfarin fjögur ár. Ljóst er að Repúblikanar hafa tryggt sér að minnsta kosti 51 sæti af hundrað. 6.11.2024 06:29
Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar leið á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5.11.2024 09:52
Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Embættismenn á Vesturlöndum segja að tvær eldsprengjur sem sendar voru með DHL, hafi verið liður í ætlun leyniþjónustu Rússa um að kveikja elda um borð í frakt- eða farþegaflugvélum á leið til Bandaríkjanna og Kanada. Fjórir menn hafa verið handteknir í Póllandi vegna málsins. 4.11.2024 22:21
Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Lögmaður America PAC, pólitísks aðgerðasjóðs auðjöfursins Elons Musk, sagði í dómsal í dag að svokallaðir sigurvegar milljón dala keppni, þar sem einn kjósandi í sveifluríki hefur fengið milljón dala á dag, séu ekki valdir af handahófi. Þess í stað séu „sigurvegararnir“ valdir sérstaklega til að verða talsmenn aðgerðasjóðsins. 4.11.2024 22:01
Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að tveir bílar skullu saman á gatnamótum Borgartúns og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík. Slysið varð á níunda tímanum í kvöld. 4.11.2024 20:48
Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Ævisaga Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, kom út í dag. Geir segist hafa talið það hálfgerða skyldu sína að skrifa bók um viðburðaríka ævi sína. 4.11.2024 19:57
GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Strákarnir í GameTíví munu berjast fyrir lífi sínu gegn hjörðum uppvakninga í kvöld. Nýjasti Call of Duty leikurinn, sem ber nafnið Black Ops 6 verður spilaður í streymi kvöldsins. 4.11.2024 19:32
Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Eybjörg Helga Hauksdóttir hefur verið ráðin forstjóri hjúkrunarheimilanna Eirar, Skjóls og Hamra. Hún tekur við starfinu þann 1. desember og verður þá fjórði forstjóri heimilanna og fyrsta konan í því starfi. 4.11.2024 17:57
Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Réttarhöld gegn átta manns sem ákærðir hafa verið á grunni hryðjuverkalaga vegna afhöfðunar kennara sem sýndi nemendum sínum mynd af Múhameð spámanni hófust í París í dag. Nokkur ungmenni voru sakfelld vegna málsins í fyrra. 4.11.2024 17:29
Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Horizon Zero Dawn var þegar hann kom út árið 2017 mjög góður leikur. Hann er það enn og það má alveg spyrja hver þörfin var á uppfærslu. Ég gæfi samt mikið fyrir að vera að spila þennan leik í fyrsta sinn aftur. 2.11.2024 09:45