Fréttamaður

Smári Jökull Jónsson

Smári Jökull er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Á­hersla lögð á and­lega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd

Gulur september hefst í dag en það er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Í ár verður sérstök áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem verkefnastjóri hjá Landlækni segir síður leita sér hjálpar en þau sem yngri eru. 

Af­sökunar­beiðni Sig­ríðar Bjarkar skipti sköpum

María Sjöfn Árnadóttir sem vann mál gagnvart íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í morgun segir dóminn persónulega viðurkenningu fyrir sig og fordæmisgefandi innan Evrópu. Hún segist hafa orðið fyrir ríkisofbeldi ofan á allt annað en vinnur nú hjá lögreglunni þökk sé afsökunarbeiðni frá ríkislögreglustjóra.

Staðan ekki al­var­leg í Hauka­dals­á

Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, segir fjölda eldislaxa í Haukadalsá undir þeim mörkum sem teljast alvarleg. Fjögur prósent veiddra laxa í tiltekinni á þurfa að vera eldislaxar til að hættuástand skapist vegna erfðablöndunar.

Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn

Húsnæðismálaráðherra segir þéttingarstefnuna sem rekin hafi verið hér á landi ekki hafa slegið í gegn. Hún segir að skoða þurfi greiðslumatskerfi vegna íbúðakaupa og segir lánveitendur fá belti, axlabönd og björgunarbát á meðan öll áhætta sé á þeim sem leita þurfi til þeirra.

„Það er sú að­gerð sem mun hraðast slá á þetta mis­ræmi“

Formaður Eflingar segir ekki fræðilegan möguleika fyrir félagsfólk Eflingar að komast inn á húsnæðismarkaðinn og ömurlegt sé að hærra leiguverð éti upp hækkun húsnæðisbóta. Hún segir takmörkun á skammtímaleigu vera þá aðgerð sem slá muni hraðast á misræmi framboðs og eftirspurnar eftir húsnæði.

Sjá meira