Fréttamaður

Snorri Másson

Nýjustu greinar eftir höfund

Uppsagnir hjá Arion banka

Tæplega 20 starfsmönnum Arion banka var sagt upp í dag vegna hagræðingar og þjónustubreytinga á höfuðborgarsvæðinu.

Lést af völdum Covid-19 um helgina

Sjúklingur lést af völdum Covid-19 á Landspítalanum um helgina, laugardaginn 22. maí. Hinn látni var á sextugsaldri og var lagður inn fyrir um mánuði síðan. 30 hafa hér með látist af völdum veirunnar hér á landi.

„Mjög sterk og ákveðin sýkna“

Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Sigur Rósar, segir kærkomið og löngu tímabært að meðlimir hljómsveitarinnar hafi verið sýknaðir fyrir dómstólum af ásökunum um skattalagabrot.

Útilokað að Daði og Gagnamagnið stígi á svið

Daði Freyr Pétursson útilokaði í viðtali eftir Eurovision í kvöld að hann og Gagnamagnið stigju á svið í Rotterdam á laugardaginn. Sama upptaka og var spiluð áðan verður spiluð aftur á laugardaginn, nánar tiltekið í fyrri hálfleik keppninnar.

Segja BBC hafa stuðlað að andláti Díönu prinsessu

Vilhjálmur prins og Harry bróðir hans hafa fordæmt Breska ríkisútvarpið harðlega fyrir framgöngu stofnunarinnar í tengslum við viðtal sem tekið var við Díönu prinsessu móður þeirra árið 1995.

Hagatorg verði almenningsgarður í þágu skóla

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur segir að kallað verði eftir hugmyndum um þróun á hringtorginu risavaxna Hagatorgi í Vesturbæ. Þær hugmyndir eiga að tengjast Hagatorgi sem „almenningsgarðs eða almenningsrýmis.“

Finnar gerðu skýrar kröfur til Íslendinga

Finnar létu sitt ekki eftir liggja í umdeildum skilaboðum í kynningarglugga sínum við lok atkvæðagreiðslunnar í Eurovision í kvöld. Þegar kom að þeim drógu þeir skyndilega upp skilti þar sem á stóð: „Play Jaja Ding Dong.“

Daði og Gagnamagnið komust áfram

Ísland er á meðal þeirra þjóða sem komast áfram í lokakeppni Eurovision. Þetta varð ljóst rétt í þessu þegar úrslit atkvæðagreiðslunnar voru kynnt. 10 þjóðir komust áfram af 16 keppendum.

„Besti endir á Eurovision-atriði frá upphafi“

Daði og Gagnamagnið stigu á svið með æfingamyndbandinu í Eurovision fyrir stundu. Fagnaðarlætin voru brjáluð og fyrir þá sem ekki vissu að um væri að ræða myndband var ekki margt sem gaf til kynna að svo væri.

Sjá meira