Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Auðjöfurinn Elon Musk sætir gagnrýni vegna handahreyfinga sem hann gerði á samkomu Repúblikana í tilefni innsetningar Donalds Trump Bandaríkjaforseta í kvöld. Hreyfingar hans eru sagðar minna á nasistakveðju. 20.1.2025 23:56
Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru samtakanna VÁ! – félags um vernd fjarðar og eigenda jarðarinnar Dvergasteins á hendur Matvælastofnun vegna synjunar um frest til að skila inn athugasemdum við auglýsta tillögu að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. 20.1.2025 22:30
Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. 20.1.2025 21:33
Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Klisjan um að hvað sem er geti gerst í beinni útsendingu heldur áfram að minna á sig. Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í dag mátti litlu muna að brunabjallan í húsakynnum fréttamyndversins eyðilegði útsendinguna. 20.1.2025 20:08
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Ljósmóðir á eftirlaunum sem búsett er á Seyðisfirði og var kölluð út í dag þegar barn fæddist í bænum segir íbúa búa við óbilandi óöryggi í tengslum við heilbrigðisþjónustu og samgöngur. Seyðfirðingar hafi þurft að þola ýmsar skerðingar í heilbrigðisþjónustu í gegn um tíðina. 20.1.2025 20:01
Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Eldur kviknaði í bíl á Seyðisfirði í nótt en þung færð gerði slökkviliði erfitt fyrir í slökkvistarfi. Varðstjóri slökkviliðs Múlaþings segir atvikið til marks um þær hættulegu aðstæður sem skapast geta meðan lokað er fyrir umferð um Fjarðarheiði. 20.1.2025 17:59
Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Flugfélagið Ryanair hefur gert ákall eftir að farþegar sem ferðast um evrópska flugvelli megi einungis kaupa tvo drykki fyrir flugtak. Með takmörkuninni yrði komið í veg fyrir að ölvaðir farþegar yllu truflun um borð. 14.1.2025 23:57
Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra sem taka gildi eftir hádegi á morgun. 14.1.2025 23:03
Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Pete Hegseth, sjónvarpsmaður og tilvonandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sat fyrir svörum á fundi varnarmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Hann var meðal annars spurður út í áfengisdrykkju sína og ummæli sem hann hefur látið falla um konur í hernaði. 14.1.2025 22:40
Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Katrín Middleton prinsessa af Wales segist á batavegi eftir að hafa greinst með krabbamein í byrjun síðasta árs. Hún segist nú einbeita sér að því að ná fullum bata. 14.1.2025 21:05