Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Margt var um manninn í Sjálfstæðissalnum á NASA þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins tilkynnti um framboð sitt til formanns flokksins í dag. Þó lét enginn þingmaður flokksins sjá sig. 26.1.2025 16:05
„Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Utanríkisráðherra þykir miður að sjá það raungerast að bandarísk stjórnvöld hverfi frá þeirri afstöðu sem stjórnvöld hafa sýnt á alþjóðavettvangi í mannréttindamálum undanfarin ár. 26.1.2025 14:34
Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. 26.1.2025 13:45
Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Lágmarkssekt fyrir vopnaburð á almannafæri hefur verið hækkuð úr tíu þúsund krónum í 150 þúsund krónur. Dómsmálaráðherra fagnar breytingunum. 26.1.2025 12:05
Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Forsetakosningar fara fram í Belarús í dag. Allt bendir til þess að Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti, nái endurkjöri en hann hefur gegnt embættinu frá 1994. 26.1.2025 11:02
Svala slær sér upp Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir virðist vera komin á fast. Nýja parið snæddi saman kvöldverð á veitingastaðnum Fjallkonunni í gærkvöldi. 26.1.2025 10:00
Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti. 26.1.2025 09:12
Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Reykjavíkurborg hefur tekið þá ákvörðun að banna umferð sleða á skíðasvæðum borgarinnar meðan á opnun skíðalyftanna stendur. Iðkandi til margra ára er forviða á reglunum og lýsir leiðinlegri upplifun á skíðasvæðinu í Ártúnsbrekku er honum var tjáð um breytinguna. 25.1.2025 17:25
Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Yfirvöld í Suður-Kóreu munu birta bráðabirgðaskýrslu um flugslysið sem varð á flugvellinum í Muan í landinu í lok síðasta mánaðar, ekki síðar en á mánudag. Slysið er það mannskæðasta sem orðið hefur í landinu en 179 af 181 um borð létu lífið. 25.1.2025 15:28
Þyrlan sótti veikan skipverja Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í dag til að sækja veikan skipverja á fiskiskip vestur af Reykjanesi. 25.1.2025 14:04