Með hvalssporð um hálsinn við þingfestingu Mál Anahitu Babaei og Elissu Bijou var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir skömmu. Báðar voru þær viðstaddar ásamt stuðningsmönnum. 5.6.2025 10:14
Rúmur helmingur ánægður með störf Höllu Fimmtíu og tvö prósent þjóðarinnar eru ánægð með störf Höllu Tómasdóttur forseta Íslands samkvæmt nýrri könnun Maskínu. 5.6.2025 09:29
Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Kaupandi sem keypti 129 þúsund króna tölvuskjá sem hann áleit gallaðan tveimur árum eftir kaupin vegna dauðs depils á skjánum, fær ekki nýjan tölvuskjá afhentan. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp á dögunum. 5.6.2025 06:32
„Djöflablístur“ stafi líklega af svölum nýbygginga Íbúar Laugarneshverfis hafa undanfarin ár orðið varir við undarlegt blísturshljóð í hvert sinn sem hvessir í norðanátt. Hljóðið, sem hefur valdið svefnleysi íbúa, heyrist hæst við Hallgerðargötu og virðist verða til þar. 4.6.2025 17:05
„Klárlega“ breytingar í ytra umhverfi sem ÁTVR þurfi að laga sig að Nýráðinn forstjóri ÁTVR er fyrsta konan til að gegna stöðunni í meira en hundrað ára sögu stofnunarinnar. Hún segist spennt að kynnast starfseminni og segir ytra umhverfi í áfengis- og tóbakssölu á Íslandi klárlega breytt. 4.6.2025 15:51
Þorgerður skipuð forstjóri ÁTVR Þorgerður Kristín Þráinsdóttir hefur verið skipuð forstjóri ÁTVR. Þorgerður var valin úr hópi nítján umsækjenda. 4.6.2025 14:24
Bílastæðið rifið upp með rótum Á bílastæðinu við Laugardalsvöll er nú unnið að því að rífa upp malbik svo hægt sé að leggja grunn að nýju skólaþorpi. Áætlað er að tíu kennslustofur fyrir börn í Laugarnesskóla verði reiðubúnar til notkunar í haust. 4.6.2025 13:53
Horft til tillagna um að minni fyrirtæki verði undanskyld jafnlaunavottun Litið verður til hagræðingatillagna starfshóps forsætisráðherra um að létt verði á jafnlaunavottun og að stærðarmörk fyrirtækja til jafnlaunavottunar verði hækkuð í fyrirhuguðu frumvarpi dómsmálaráðherra til breytinga á lögum jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana. 4.6.2025 12:04
Skor flytur: „Ansi þreytt“ að þurfa að reka fólk út klukkan tíu Pílu- og veitingastaðurinn Skor flytur um set á næstu misserum, af Kolagötu yfir í húsnæði að Hafnarstræti 18. Eigandi segist langþreyttur á deilum um opnunartíma og bindur vonir við að geta lengt opnunartíma staðarins í nýju húsnæði. 4.6.2025 10:41
„Ættum frekar að láta borgina skrifa undir mannréttindasáttmála“ Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu gefur lítið fyrir svör formanns menningar- og íþróttaráðs um samning sem hann bauð félaginu um afnot á húsnæði Leiknis til æfingatíma, slíkur samningur muni drepa félagið, hvers starf fer að miklu leyti fram utan tilsettra æfingatíma. Þurfi einhver að fylgja mannréttindum séu það borgaryfirvöld en ekki Aþena. 3.6.2025 16:11