Íbúðalánasjóður þarf ekki að endurgreiða uppgreiðslugjald Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Íbúðalánasjóð af kröfum lántaka sem fór fram á endurgreiðslu uppgreiðslugjalds. Milljarðar voru í húfi fyrir íslenska ríkið. Lögmaður lántakans segir dóminn hafa komið sér á óvart og hyggst áfrýja. 24.9.2021 11:46
Willie Garson er látinn Leikarinn Willie Garson, sem var einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Sex and the City, er látinn, aðeins 57 ára að aldri. 22.9.2021 01:23
Áhugaverðir sex mánuðir að baki Eldgosið í Geldingadölum hefur í dag staðið yfir í hálft ár og er nú það langlífasta á 21. öldinni, hefur staðið samfleytt yfir í 184 daga borið saman við fyrra met sem var í Holuhrauni en þar stóð gosið yfir í 181 dag. 19.9.2021 13:19
Hraun gæti farið hratt af stað ef leiðigarðarnir halda ekki Þúsundir manna lögðu leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í kjöraðstæðum í gær, enda var sjónarspilið mikið þegar rökkva tók. Björgunarsveitarmenn hafa hins vegar áhyggjur af því að hraunið fari að flæða yfir leiðigarðana en þá getur skapast mikil hætta. 18.9.2021 13:07
Sextán staðfest smit á Reyðarfirði og útlit fyrir takmarkað skólahald Þrjú ný kórónuveirusmit greindust á Reyðarfirði í gær eftir umfangsmikla sýnatöku í bænum og eru staðfest smit því orðin sextán talsins. Útlit er fyrir að skólahald verði með takmörkuðum hætti næstu daga. Aðgerðarstjórn almannavarna fundaði í morgun vegna hópsmits á Austurlandi. 18.9.2021 12:52
Yngjandi undravatn í pottunum í Stykkishólmi Einstakt vatn rennur í heitu pottana í Stykkishólmi en það er blandað náttúrulegum efnum sem finnast hvergi annars staðar á landinu. Forstöðumaðurinn líkir vatninu við undravatn, segir það yngjandi og geta ráðið bug á ýmsum húðsjúkdómum. 15.9.2021 06:36
Hólmurum fjölgar hratt: „Það er bara geggjuð stemmning hérna í bænum” Íbúum í Stykkishólmi hefur fjölgað um ríflega hundrað á síðustu fjórum árum, og munar þar mest um barnafjölskyldur. Aðfluttur fjölskyldufaðir í bænum segist njóta lífsins mun betur í kyrrðinni. 10.9.2021 21:38
Hótel, verslanir og líkamsrækt gætu litið dagsins ljós á Langasandi Útivistarperlan Langisandur mun taka á sig breytta mynd á næstu misserum, þegar hugmyndir íbúa um nýtt skipulag líta dagsins ljós í lok mánaðar. Hótel, verslanir og margs konar þjónusta er því mögulega það sem koma skal á svæðinu. 10.9.2021 12:54
Undraverður bati þrátt fyrir gríðarlegan blóðmissi og lífshættulega áverka Bati mannsins sem var skotinn af lögreglu á Egilsstöðum í síðasta mánuði hefur verið undraverður, að sögn Tómasar Guðbjartssonar hjartaskurðlæknis á Landspítalanum. Hann segir fæsta lifa svo alvarlega áverka af enda hafi hann misst því sem jafngildi nær öllu blóði mannslíkamans. Skotið fór í hægra lunga mannsins, í gegnum brjóstholið og hafnaði á vegg fyrir aftan hann. 8.9.2021 19:02
Mál Kristjáns Gunnars fellt niður endanlega Ríkissaksóknari hefur endanlega fellt niður mál Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands. Kristján var hnepptur í gæsluvarðhald í lok árs 2019 vegna gruns um frelssisviptingu og brot gegn þremur konum. 2.9.2021 12:45