Sunna Karen Sigurþórsdóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Dökkar samdráttartölur áfram í kortunum

Hvergi er meiri samdráttur í Evrópu en á Íslandi, samkvæmt þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Hagfræðingur segir fyrirséð að tölurnar verði áfram dökkar.

„Þetta hljómaði bara eins og hvert annað útkall“

Aðfaranótt mánudagsins 2. desember 2013 barst lögreglu tilkynning frá áhyggjufullum íbúa í Hraunbæ í Reykjavík. Íbúinn kvaðst reglulega verða fyrir ónæði vegna hávaða og tónlistar úr íbúðinni fyrir ofan en í þetta sinn var hljóðið í honum þyngra. Hann sagðist hafa heyrt skothvell koma úr íbúðinni og tók sérstaklega fram að hann hefði starfað á erlendri grundu sem friðargæsluliði og þekkti því skothljóð vel. Fjallað var um málið í sjónvarpsþættinum Ummerki á Stöð 2 í gærkvöld.

Börnum verður ekki boðin bólusetning

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest og birt reglugerð um forgangsröðun við bólusetningu vegna kórónuveirunnar. Horft var til leiðbeininga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, en sóttvarnalæknir mun hafa sveigjanleika til að gera breytingar. Börnum verður ekki boðin bólusetning.

Áhrifa verkfallsins muni gæta næstu mánuði

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir vonbrigði að ekki hafi tekist að leysa kjaradeilu flugvirkja hjá stofnuninni með samningum. Hins vegar hafi verið nauðsynlegt að stöðva verkfall þeirra með lögum eins og dómsmálaráðherra ákvað að gera í dag. Áhrifa verkfallsins muni engu að síður gæta fram í febrúar.

„Þetta lítur bara ekki vel út, því miður“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi í dag. Hún reiknar með að helgin fari í að ákveða hvort einhverjar breytingar verði gerðar á sóttvarnaraðgerðum þann 2. desember.

„Núna er bara kominn tími til að opna skólana“

Glugginn er núna – opnum skólana, segir móðir framhaldsskólanema sem hefur áhyggjur af langtímaáhrifum af lokun þeirra. Nýnemar segjast sorgmæddir yfir að missa af fyrsta árinu sínu, sem hafi átt að vera besta árið. Menntamálaráðherra fullyrðir að unnið sé að úrbótum.

Sjá meira