Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Hraun gleypti bílastæði Bláa lónsins í dag og rann yfir Njarðvíkuræð. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við magnaðar myndir af gosinu sem hófst skyndilega í gær og verðum í beinni frá gosstöðvum. 21.11.2024 18:02
„Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Rafmagni var komið aftur á í Grindavík í morgun eftir að hafa dottið út þegar Svartsengislína sló út. Hraun rennur yfir Njarðvíkuræð en forstjóri HS Orku bindur miklar vonir við að varnir haldi. 21.11.2024 12:00
Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði stýrivexti í í annað skipti í röð í morgun og býst við að verðbólga haldi áfram að hjaðna. Seðlabankastjóri segir óvissuþætti þó vera í kortunum og hagfræðingur varar við miklum launahækkunum. 20.11.2024 18:02
Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Samkeppniseftirlitið hefur fyrirskipað afurðastöðvum að stöðva fyrirhugaða samruna á grundvelli búvörulaga. Stjórnarandstöðuþingmenn segja lögin skýrt dæmi um sérhagsmunagæslu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað um málið og rætt við forstjóra Samkeppniseftirlitsins í beinni. 19.11.2024 18:01
Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Óheppilegt var að koma Jóni Gunnarssyni fyrir í matvælaráðuneytinu að mati Gísla Freys Valdórssonar, stjórnanda hlaðvarpsins Þjóðmála. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær. 19.11.2024 15:00
Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Formaður Neytendasamtakanna segir það þingmönnum til ævarandi skammar að hafa samþykkt búvörulög, sem héraðsdómur dæmdi ólögmæt í morgun. Formaður atvinnuveganefndar segist ósammála niðurstöðunni og væntir þess að málið fari fyrir öll þrjú dómsstig. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 18.11.2024 18:03
Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar Íslendingar ganga að kjörborðinu eftir tæpar tvær vikur. Kosningabaráttan er í hámarki og gengið hefur á ýmsu. Í Pallborðinu ætlum við að fara yfir hæðir og lægðir í baráttunni; rýna í herferðir, ræða málefni og frambjóðendur og spá fyrir um framhaldið. 18.11.2024 12:59
Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Fylgi flokkanna er á töluverðri hreyfingu nú þegar einungis rúmar þrjár vikur eru til kosninga samkvæmt nýrri könnun Maskínu og Viðreisn á miklu flugi. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rýnt í spennandi stöðu í pólitíkinni með Ólafi Þ. Harðarsyni, prófessor í stjórnmálafræði. 7.11.2024 18:01
Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Viðreisn er á mikilli siglingu samkvæmt nýrri könnun Maskínu og ekki er marktækur munur á fylgi hennar og Samfylkingarinnar. Prófessor í stjórnmálafræði segir hættu á að metfjöldi atkvæða falli niður dauður. 7.11.2024 12:01
Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Donald Trump verður fertugasti og sjöundi forseti Bandaríkjanna eftir sögulegan og stærri sigur en búist var við. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 heyrum við frá sigurræðu Trumps, rýnum í áhrif úrslitanna með prófessor í stjórnmálafræði og verðum í beinni frá Bandaríkjunum. Hólmfríður Gísladóttir, fréttamaður okkar, var í kosningavöku Kamölu Harris í Washington í gærkvöldi og fer yfir andrúmsloftið þar - sem hefur eflaust verið í súrara lagi. 6.11.2024 18:01