Fréttamaður

Svava Marín Óskarsdóttir

Svava Marín er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lítur upp til Elle Woods og Pamelu Ander­son

Harpa Rós Jónsdóttir er 24 ára, uppalin í sveit í Grímsnesinu. Hún starfar á leikskóla ásamt því að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum og Villiköttum. Sem keppandi í Ungfrú Ísland vill hún halda umræðunni um geðheilbrigði á lofti.

„Þetta er ekki spurning hvort hann deyi heldur hve­nær“

Í nýjasta þætti af Lífið af biðlista, sem er í umsjón Gunn­ars Ingi Val­geirs­sonar, er rætt við ungan mann sem hefur verið í neyslu í tíu ár. Hann býr á Akureyri með móður sinni sem er virkur alkahólisti. Maðurinn hefur verið á biðlista eftir meðferð í fjóra mánuði.

Nauta­steik með bernaise-sósu og fersku pestói

Linda Benediktsdóttir matgæðingur útbjó öðruvísi og girnilega útfærslu af grillaðri nautasteik, með bernaise sósu og fersku grænu pestói. Hún segir samsetninguna afar ljúffenga. 

Sonur Söndru og Daníels kominn með nafn

Handboltaparið Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason hafa gefið syni sínum nafn. Drengurinn fékk nafnið Martin Leo Daníelsson. Parið greindi frá gleðifréttunum í sameiginlegri færslu á Instagram í gær.

„Ég sjálf er mín fyrir­mynd, ég get alltaf litið upp til mín“

Kolbrún Bjarkey Matthíasdóttir er tvítug og langar að eigin sögn að vera fyrirmynd fyrir aðrar ungar stúlkur. Hún stefnir að menntaskóla loknum á nám í læknisfræði. Kolbrún er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.

Bannað að ræða fót­bolta og heimilisfjármálin á stefnu­mótum

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og unnusta hans María Builien Jónsdóttir, líffræðingur og tölvunarfræðingur, hittust fyrst árið 2008 en felldu ekki hugi saman fyrr en um níu árum síðar. Var það eftir nokkrar viðreynslur Arnars. Parið hefur nú komið sér vel fyrir í Grafarvogi með börnum sínum og hundinum Scully.

Gísli Pálmi í fót­bolta með Barry Keoghan

Rapparinn Gísli Pálmi Sigurðsson birti mynd af sér og írska stórleikaranum Barry Keoghan á Instagram í gær þar sem þeir voru í fótbolta saman. Félagarnir, sem eru báðir búsettir í Lundúnum, hittast á vikulegum fótboltaæfingum.

Ljúffengur sumarréttur með burrata osti

Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og gersemar, útbjó nýverið sumarlega útfærslu af burrata osti með hindberjum á pestóbeði. Rétturinn er fullkominn sem meðlæti í grillveisluna eða léttur forréttur á fallegu sumarkvöldi. 

Erfið lífs­reynsla að þurfa að yfir­gefa heimili sitt

Emilía Þóra Ólafsdóttir er átján ára Grindavíkurmær búsett á Álftanesi. Hana dreymir um að skara fram úr sem leik- og söngkona í framtíðinni og setur stefnuna á framhaldsnám í Kaupmannahöfn eftir menntaskóla. Emilía er meðal keppenda í Ungfrú Ísland sem verður haldin í Gamla Bíó 14. ágúst næstkomandi.

Sjá meira