Fréttamaður

Tómas Arnar Þorláksson

Tómas Arnar er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Weinstein fluttur í flýti í bráðaaðgerð

Harvey Weinstein, fyrrverandi kvikmyndaframleiðandi, var fluttur í flýti á spítala í gær í New York þar sem hann gekkst undir bráðaaðgerð á hjarta. Lögmenn Weinstein tilkynntu þetta í samtali við fréttastofu BBC. 

Þungun stefni lífi Gomez í hættu

Hin víðfræga Selena Gomez, söng- og leikkona, tilkynnti að hún er ófær um það að eignast barn í forsíðuviðtali við tímaritið Vanity Fair.

„Þetta er auð­vitað bara ein­hver bull nálgun“

„Við þurfum að vera með kerfi hér sem að tryggir að við sköpum sem mest verðmæti fyrir þjóðarbúið sem heild. Ef það gerist þannig að hér eru sjávarútvegsfyrirtæki sem að geta með hagnaði sínum fjárfest í öðrum atvinnugreinum. Ég bara lít ekki á það sem vandamál því ég lít á þetta sem hvern annan atvinnurekstur. 

Vista­skipti hjá fangelsismálastjóra

Páll E. Winkel mun taka ársleyfi frá embætti forstjóra Fangelsismálastofnunar frá 1. október næstkomandi og taka að sér störf á vegum háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra, verður settur forstöðumaður Fangelsismálastofnunar í fjarveru hans.

Björgunar­skip kom fjórum til bjargar

Björgunarskipið Hafbjörg var kallað út um klukkan eitt í dag vegna vélarvana báts 17 mílum norðaustur af Neskaupstað. Báturinn er nú kominn í tog og siglir Hafbjörg með skipverjanna fjóra sem voru um borð í átt að landi.

Munurinn nemur þriggja ára skóla­göngu

Mikill munur er á leikskólagöngu barna foreldra sem fæddust á Íslandi og barna innflytjenda. Börn innflytjenda sem sækja leikskóla eru hlutfallslega talsvert færri en börn innfæddra og ganga gjarnan seinna í leikskóla. Þessi þróun ýti undir mismunun í skólakerfinu og á vinnumarkaðnum. Það geri heimgreiðslur sömuleiðis.

Maður fluttur á slysa­deild eftir að pítsa brann

Lögreglan og slökkvilið var kallað til í dag eftir að tilkynnt var um eld í kjallaraíbúð í miðborg Reykjavíkur. Enginn eldur reyndist á svæðinu en mikill reykur kom frá ofni sem hafði gleymst að slökkva á við pítsubakstur. 

Stjórn­mála­sam­tök á­vítuð fyrir van­skil á reikningum

Aðeins 31,5 prósent þeirra stjórnmálaflokka eða samtaka sem sæti áttu á Alþingi eða buðu fram í kosningum til sveitastjórna árið 2022 hafa staðið skil á ársreikningum fyrir það ár. Mikill misbrestur hefur orðið á skilum ársreikninga stjórnmálasamtaka undanfarin ár.

Sjá meira