Íþróttafréttamaður

Valur Páll Eiríksson

Valur Páll er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skýrsla Vals: Píptest og svefn­lyf

Þetta var skrýtinn handboltaleikur. Strákarnir okkar gerðu sitt, drápu allan vonarneista snemma og náðu í 13 marka sigur. Þetta var hins vegar ekki merkilegt eftir hlé.

Myndaveisla: Fá­menn en góð­menn upp­hitun í Zagreb

Ekki má búast við mörgum Íslendingum í stúkunni þegar Ísland spilar fyrsta leik liðsins á HM karla í handbolta í Zagreb í Króatíu við Grænhöfðaeyjar klukkan 19:30 í kvöld. Nokkrir tugir voru saman komnir til að hita upp á knæpu í bænum.

„Þeir eru mjög óagaðir“

„Það er mikil tilhlökkun að spila sinn fyrsta leik á stórmóti. Þetta hefur verið draumur síðan maður var lítill strákur þannig að þetta verður mikil skemmtun, vonandi,“ segir Þorsteinn Leó Gunnarsson sem þreytir frumraun sína á HM með íslenska karlalandsliðinu í handbolta í Zagreb.

Spáir Ís­landi sæti í undan­úr­slitum

Kristján Andrésson, fyrrum landsliðsmaður Íslands og landsliðsþjálfari Svíþjóðar frá 2016 til 2020, telur að strákarnir okkar fari í undanúrslit á HM í handbolta. Ísland hefur leik gegn Grænhöfðaeyjum í Zagreb í dag.

Bað um nýtt her­bergi í Zagreb

Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb.

Stökk ó­vænt til á HM: „Mér var al­veg sama“

„Þetta er fínt hótel, fínn matur, fín æfingaaðstaða. Þetta er bara topp,“ segir línumaðurinn Sveinn Jóhannsson sem kom óvænt inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi heimsmeistaramót. Hann kveðst afar spenntur fyrir komandi móti.

Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb

Íslenska karlalandsliðið í handbolta æfði í íþróttahöll liðs Tresnjevka í króatísku höfuðborginni Zagreb í morgun. Á æfingunni tóku allir leikmenn fullan þátt að Aroni Pálmarssyni undanskildum, sem leikur ekki með liðinu fyrr en í milliriðil verður komið.

Sjá meira