Fréttir

Fréttamynd

Síminn breytir farsímagjöldum til Íslands

Síminn ætlar að breyta verði á símtölum til Íslands, úr farsímum, í næsta mánuði. Viðskiptavinir Símans greiða þá 137 króna tengigjald í upphafi en eftir það 11 krónur á mínútuna sem er innanlandstaxti.

Innlent
Fréttamynd

Deilt á rektor á Bifröst

Boðað hefur verið til fundar nemenda og starfsfólks Háskólans á Bifröst nú klukkan þrjú og hefur kennsla verið felld niður í skólanum á meðan. Nokkur óánægja hefur verið innan skólans með störf Runólfs Ágústssonar rektor skólans.

Innlent
Fréttamynd

Rætt um umferðaröryggi á Kjalarnesi

Vegargerðin mun á næstu vikum leggja fram tillögur um úrbætur til að auka umferðaröryggi á Vesturlandsvegi um Kjalarnes. Tillögurnar fela meðal annars í sér breikkun vegarins á köflum. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, lýsti þessu yfir þegar rætt var um umferðaröryggi á Kjalarnesi í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Lolu gert að skila brókum Bonos

U2 söngvarinn Bono hefur unnið mál gegn fyrrverandi stílista hljómsveitarinnar. Lolu Cashman var gert að skila söngvaranum brókum hans, kúrekahatti og öðrum smáhlutum sem hún sagði að sér hefðu verið gefnir meðan hún starfaði fyrir hljómsveitina.

Erlent
Fréttamynd

Hæ pabbi...?

Þýskur kvensjúkdómalæknir hefur verið dæmdur til þess að greiða meðlag með barni til átján ára aldurs vegna þess að getnaðarvörn sem hann kom fyrir í móðurinni brást. Þýskir fjölmiðlar fordæma úrskurð dómstólsins.

Erlent
Fréttamynd

Alvarlegum slysum fjölgar

Alvarlegum slysum hér á landi hefur fjölgað um 43,6% á fyrstu níu mánuðum ársins. Alls hafa tuttugu og fimm látist í tuttugu og þremur banaslysum á árinu. Allt árið í fyrra létust nítján manns í umferðarslysum.

Innlent
Fréttamynd

Flóðbylgjan í Japan reyndist lítil

Flóðbylgjan sem varað var við eftir jarðskjálfta norður af Japan, skall á norðurströnd landsins um hádegið, en reyndist ekki nema fjörutíu sentimetra há og olli engum skemmdum.

Erlent
Fréttamynd

Hlíðarfjall opnað um helgina

Skíðasvæði Akureyringa í Hlíðarfjalli verður opnað á laugardaginn kemur. Flestar lyftur verða í gangi og skíðagöngusvæðið verður opið. Snjór á svæðinu er töluvert meiri en sést hefur á sama árstíma undanfarin ár. Snjókerfi, sem tekið var í notkun í fyrravetur gerir það einnig að verkum að hægt er að opna skíðasvæðið svo snemma.

Innlent
Fréttamynd

Vinsælt að eiga sumarhús á Spáni

Hundruð ef ekki þúsundir Íslendinga eiga nú fasteignir á Spáni. Þeim hefur fjölgað verulega síðustu tvö árin. Á sama tíma fara æ fleiri í hefðbundnar pakkaferðir.

Innlent
Fréttamynd

Risasamruni flugfélaga í farvatninu

Bandaríska flugfélagið US Airways hefur gert 8 milljarða dala yfirtökutilboð í bandaríska félagið Delta Air Lines. Þetta svarar til 566,8 milljarða íslenskra króna. Verði af samruna flugfélaganna verður til eitt stærsta flugfélag í heimi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Velflestir gíslar fengu frelsi

Velflestir þeirra sem rænt var í menntamálaráðuneytinu í Bagdad í gær hafa nú verið látnir lausir eða frelsaðir af lögreglu. Ekki hefur fengist staðfest að allir gíslarnir hafi fengið frelsi.

Erlent
Fréttamynd

Kannað hvort kortaupplýsingar hafi verið nýttar

Lögregla rannsakar nú í samvinnu við kortafyrirtæki, hvort mennirnir tveir, sem voru handteknir í Reykjavík á laugardag fyrir að setja upp afritunarbúnað á hraðbanka, hafi nýtt sér upplýsingarnar, eða jafnvel komið þeim úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Flóðbylgjuviðvörun fyrir Japan og Rússland

Íbúar á Hokkaido- og Honshu-eyja í Japan hafa verið hvattir til að flýja frá ströndinni þar sem búist er við flóðbylgju eftir að jarðskjálfti upp á 8,1 á Richter varð neðjansjávar undan ströndum Chijima-eyja fyrir stundu. Varað er við að a.m.k. tveggja metra háar öldur geti skollið á norður- og austurströnd Japans, einnig gætu Rússar verið í hættu.

Erlent
Fréttamynd

Fara á yfir reglur um fangaflutninga

Lögreglan í Reykjavík leitar enn að Ívari Smára Guðmundssyni, tuttugu og sex ára fanga, sem strauk frá lögreglumönnum við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Lögreglan telur ástæðu til að ætla að Ívar Smári geti verið varasamur en hann hefur sætt ákæru fyrir líkamsárás. Fangelsismálastjóri ætlar í dag að funda með forstöðumönnum fangelsanna og fara yfir reglur um fangaflutninga.

Innlent
Fréttamynd

Englandsbanki spáir hraðari lækkun á verðbólgu

Englandsbanki birti verðbólguskýrslu sína fyrir fjórða ársfjórðung í dag. Bankinn býst við að verðbólgan lækki hraðar en áður hafði verið gert ráð fyrir og verði 2,7 prósent í lok árs en fari svo niður í 2 prósent um mitt næsta ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

ISS kaupir þýskt þjónustufyrirtæki

Danska þjónustufyrirtækið ISS hefur keypt þýska fyrirtækið Debeos af þýsku bílaframleiðendunum DaimlerChrysler. Kaupverð er ekki gefið upp en danska dagblaðið Börsen segir þetta með stærstu fyrirtækjakaupum ISS, sem hyggur á frekari útrás í Þýskalandi í kjölfarið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fullyrðir að ráðist verði á Íran

Sendiherra Ísraels, í Bandaríkjunum, segir að George Bush, forseti, muni ekki hika við að beita hervaldi ef ekkert annað dugi til þess að fá Írana ofan af því að smíða kjarnorkusprengjur.

Erlent
Fréttamynd

Frambjóðendur birta kostnað við prófkjör

Frambjóðendur í þeim prófkjörum sem farið hafa fram síðustu vikurnar eru byrjaði að birta kostnað við prófkjörin. Heildarkostnaður frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík var 23 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Atvinnuleysi ekki hærra í sjö ár

Atvinnulausum fjölgaði um 0,1 prósent í Bretlandi á þriðja fjórðungi ársins og jafngildir það 5,6 prósenta atvinnuleysi. Það er mesta atvinnuleysi í landinu í sjö ar, samkvæmt hagstofu Bretlands.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Japanski hvalveiðiflotinn lætur úr höfn

Sex japönsk hvalveiðiskip lögðu úr höfn, í dag, ásamt 8000 tonna verksmiðjuskipi. Flotinn stefnir á Norður íshafið þar sem veiða á 860 hvali. Þar af eru 850 hrefnur og 10 langreyðar. Fjögur skip hvalfriðunnarsinna elta japönsku skipin.

Erlent
Fréttamynd

Jacques Chirac íhugar framboð í þriðja skipti

Eiginkona Jacques Chiracs, forseta Frakklands, segir að hann sé enn að íhuga hvort hann eigi að bjóða sig fram í þriðja skipti í kosningunum sem haldnar verða í apríl á næsta ári. Bernadette Chirac, segir í blaðaviðtali að hann muni taka ákvörðun sína í byrjun næsta árs.

Erlent
Fréttamynd

Ticket styrkir sig í viðskiptaferðalögum

Ticket hefur keypt sænsku viðskiptaferðaskrifstofuna MZ Travel. Kaupverð er háð rekstrarárangri MZ á þessu ári og getur hæst farið í 750 milljónir króna. Velta MZ nam um átta milljörðum króna í fyrra og skilaði félagið þá um fjörutíu milljóna króna hagnaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sala á ostum og smjöri eykst

Landsmenn tóku vel við sér í neyslu á mjólkurafurðum í október. Milli september og október jókst sala mjólkurafurða um 9,8 prósent á prótíngrunni miðað við sama tímabil í fyrra, en 13,9 prósent á fitugrunni. Þetta kemur fram á heimasíðu Landssambands kúabænda. Þar er þó tekið fram að í október í ár voru söludagar einum fleiri en í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þýska kauphöllin hætt að horfa til Euronext

Stjórn þýsku kauphallarinnar í Frankfurt, Deutsche Börse, hefur fallið frá frekari yfirtökutilraunum í samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext. Kauphöllin í New York í Bandaríkjunum bauð 10 milljarða bandaríkjadali eða rúmlega 692 milljarða íslenskra króna í Euronext í maí og er stefnt að sameiningu kauphallanna. Þýska kauphöll hefur þrátt fyrir það horft til þess að hafa betur í kapphlaupinu um markaðinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Toyota stefnir á stærri hlutdeild

Japanski bílaframleiðandinn Toyota, sem er næststærsti bílaframleiðandi í heimi, ætlar að spýta í lófana á næstu árum. Markmiðið er að reisa meðal annars verksmiðjur í Bandaríkjunum, á Indlandi og í Kína og ná fimmtán prósenta markaðshlutdeild á heimsvísu á næstu fjórum árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vísitala framleiðsluverðs hækkar um 2 prósent

Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 2 prósent á þriðja fjórðungi ársins miðað við fjórðunginn á undan. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir hækkar um 5,6 prósent en vísitala framleiðsluverðs fyrir annan iðnað lækkar um 0,4 prósent á milli fjórðunga, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Vísitalan hefur hækkað um 20,9 prósent frá sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent