Fjármálafyrirtæki „Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. Innlent 26.4.2022 22:00 Fjöldi lágra fjárhæða í útboðinu kom Bankasýslunni á óvart Fjöldi lágra áskrifta í útboðinu á 22,5 prósent hlut ríkisins á Íslandsbanka kom Bankasýslu ríkisins á óvart. Hvergi hafi þó komið fram hugmyndir um að setja viðmið um lágmarksupphæð við stjórnsýslulega- og þinglega meðferð í aðdraganda útboðsins. Stofnunin telur að almennt hafi útboðið tekist vel, en betur hafi mátt kynna fyrir sölufyrirkomulagið fyrir almenningi. Viðskipti innlent 26.4.2022 21:53 Bein útsending: Áframhaldandi umræður um bankasöluna á þingi Umræða um hlutabréfasölu ríkisins í Íslandsbanka heldur áfram á Alþingi í dag en umræður um bankasöluna stóðu yfir á þingi langt fram á nótt. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata mun hefja umræðuna og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sitja fyrir svörum. Innlent 26.4.2022 15:01 „Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. Innlent 25.4.2022 22:09 Engan þarf að öfunda Spilling getur tekið á sig ýmsar birtingarmyndir – sumar ljósar, aðrar lúmskar. Það er spilling þegar löggæslufólk tekur við mútum, eins og tíðkast sumsstaðar í heiminum. Lögreglan stöðvar bílinn þinn og segir að þú hafir brotið umferðarlög – en að þú getir sloppið við að fara fyrir dómara ef þú borgar smávægilega “sekt” sem lögreglumaðurinn stingur svo í vasann. Skoðun 25.4.2022 21:30 Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. Innlent 25.4.2022 13:53 Aukaatriðin og aðalatriðin Mér þótti athyglisvert að lesa hér á Vísi að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefði sagt þetta á Sprengisandi í gærmorgun: „Páll Magnússon veður fram á ritvöllinn og segist hafa heyrt í manni sem skráði sig fyrir bréfum og seldi þau daginn eftir. Hvernig stendur á því að blaðamenn flytja svona vitleysu umbúðalaust og fleyta þessu áfram í umræðuna þegar allir vita að í fyrsta lagi var uppgjörsdagur á mánudegi og útboðið fór fram á þriðjudegi? Það gat enginn selt daginn eftir.“ Skoðun 25.4.2022 13:30 „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. Innlent 25.4.2022 11:55 Nýjar tölur sýna sögulega mikinn útlánavöxt í mars Nýjar tölur Seðlabanka Íslands fyrir marsmánuð sýna að hrein ný útlán íslenskra innlánsstofnana hafa aldrei verið jafnmikil í einum mánuði frá því að Seðlabankinn byrjaði að halda utan um tölurnar í byrjun árs 2013. Mikill vöxtur var í útlánum til bæði fyrirtækja og heimila. Innherji 25.4.2022 10:59 Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. Innlent 25.4.2022 07:37 10 athugasemdir við málflutning fjármálaráðherra Fjármálaráðherra situr í nafni Katrínar Jakobsdóttur við stjórn landsins. Það væri áhugavert að heyra hvað forsætisráðherra finnst um útskýringar hennar nánasta samstarfsmanns í ríkisstjórn á bankasölunni, úthvíldur eftir páskafrí. Ég vitna hér til viðtals við fjármálaráðherra í Sprengisandi í morgun. Þar var aðeins annað viðmót en heyrst hefur frá forsætisráðherra. Skoðun 24.4.2022 19:01 Bjarni um pabba sinn: „Var honum bannað að kaupa?“ Bjarni Benediktsson segir röksemdafærslu stjórnarandstöðunnar í umræðunni um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka vera komna í hring. Hann segir að sjálfsögðu eigi að taka á því ef reglur hafa verið brotnar. Innlent 24.4.2022 12:36 Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðist? Innlent 24.4.2022 08:00 Segir ráðherra og ríkisstjórn vera að plata almenning Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir yfirlýsingu sína um að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og segir að verið sé að plata almenning. Innlent 23.4.2022 12:16 Ekki að firra sig ábyrgð með því að leggja Bankasýsluna niður Fjármálaráðherra er ánægður með heildarútkomu útboðsins á Íslandsbanka en viðurkennir að staðan sem nú er komin upp sé engin óskastaða. Hann hafnar því að með ákvörðun um að leggja niður bankasýslu ríkisins sé verið að firra hann sjálfan ábyrgð á söluferlinu. Innlent 22.4.2022 23:33 Segir heildarniðurstöðu sölunnar vera prýðilega Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra játar að bera pólitíska ábyrgð á nýafstaðinni sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka en segist þrátt fyrir allt vera þokkalega sáttur við hvernig til tókst. Innlent 22.4.2022 13:02 Seðlabankinn sýknaður af kröfum Arion banka Seðlabanki Íslands og íslenska ríkið voru sýknuð af öllum kröfum Arion banka vegna sektar sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans (FME) lagði á Arion banka. Bankinn vildi fá sektina niðurfellda. Viðskipti innlent 22.4.2022 11:14 Arion: Hækkanir íbúðaverðs gætu reynst þrálátari en árið 2017 Ný verðbólguspá Arion banka gerir ráð fyrir því að aprílmæling Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs sýni 7,1 prósenta verðbólgu samanborið við 6,7 prósent í mars. Samkvæmt spánni verður verðbólga yfir 7 prósentum í sumar. Innherji 22.4.2022 09:20 Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst. Viðskipti innlent 22.4.2022 09:00 Bankasalan var lögleg Undanfarið hafa komið fram gagnrýnisraddir um að útboð á 22,5% eignarhlut í Íslandsbanka sem fram fór þann 22. mars sl. hafi farið í bága við lög. Nánar tiltekið lög nr. 155/2012 um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hefur gagnrýnin annars vegar lotið að því að um lokað útboð hafi verið að ræða og hins vegar að ráðherra hafi átt að samþykkja hvert og eitt tilboð. Skoðun 22.4.2022 08:00 Kvika leggur til að tekið verði á máli Eggerts Gunnþórs með „viðeigandi hætti“ Kvika, aðalstyrktaraðili fótboltaliðs FH, hefur óskað eftir upplýsingum frá stjórn félagsins um mál Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns liðsins, sem er sakaður um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug síðan. Fótbolti 21.4.2022 14:31 83 prósent landsmanna óánægð með Íslandsbankaútboðið 83 prósent landsmanna eru óánægðir með nýafstaðna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef marka má nýja könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið. Aðeins 7 prósent eru ánægð með hvernig til tókst og 3 prósent mjög ánægð. Innlent 20.4.2022 07:26 „Ég hef ekki séð neitt enn þá sem að segir mér að lög hafi verið brotin“ Fjármálaráðherra telur að sýna þurfi þolinmæði á meðan rannsókn á sölu Íslandsbanka stendur yfir. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og fullyrðir að málið verði kannað. Hann segir þó ekkert benda til þess á þessum tíma að lög hafi verið brotin og vill ekkert gefa upp um hvort hann myndi segja af sér, kæmi slíkt brot upp. Innlent 19.4.2022 23:45 Telur rétt að bíða eftir niðurstöðum úttekta áður en framtíð fjármálaráðherra er rædd Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform og skoðar lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. Innlent 19.4.2022 19:21 „Algjört vald“ en engin ábyrgð? „Ég get ekki séð annað, virðulegi forseti, en að ráðherrann hafi algjört vald á því hvernig hann fari með þessi mál,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson þegar frumvarp til laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum var til umræðu á Alþingi 20. desember 2012. Skoðun 19.4.2022 15:30 Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. Viðskipti innlent 19.4.2022 12:05 Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Viðskipti innlent 19.4.2022 10:38 Kristján snýr aftur til Kviku banka Mikið var um hrókeringar í bankakerfinu á síðustu dögum fyrir páska þegar að tveir lykilstjórnendur í Arion banka og Kviku sögðu upp störfum til að taka við stjórnartaumunum í SKEL fjárfestingafélagi. Klinkið 19.4.2022 08:41 34 minnkað við sig og 60 birtast ekki á hluthafalista Alls hafa 34 fjárfestar sem keyptu í nýlegu útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka minnkað eignarhlut sinn að hluta og selt á hærra verði, samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslu ríkisins sem byggja á samanburði á hluthafalista Íslandsbanka og lista yfir þá sem fengu hlut í útboðinu. Viðskipti innlent 14.4.2022 18:13 „Spillingin gerist vart svæsnari“ Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra segir að að salan á Íslandsbanka hafi verið sukk og svínarí. Leita þurfi leiða til að rifta henni og nú þurfi að virkja lög um ráðherraábyrgð. Innlent 14.4.2022 16:09 « ‹ 26 27 28 29 30 31 32 33 34 … 58 ›
„Helsta vandamálið að þetta trufli ekki Bjarna“ Forsætisráðherra segir fjármálaráðherra njóta fulls stuðnings innan ríkisstjórnarinnar, á meðan 70% segjast í könnunum bera lítið traust til ráðherrans. Stjórnarandstaðan krefst enn sjálfstæðrar rannsóknarnefndar um Íslandsbankasöluna. Innlent 26.4.2022 22:00
Fjöldi lágra fjárhæða í útboðinu kom Bankasýslunni á óvart Fjöldi lágra áskrifta í útboðinu á 22,5 prósent hlut ríkisins á Íslandsbanka kom Bankasýslu ríkisins á óvart. Hvergi hafi þó komið fram hugmyndir um að setja viðmið um lágmarksupphæð við stjórnsýslulega- og þinglega meðferð í aðdraganda útboðsins. Stofnunin telur að almennt hafi útboðið tekist vel, en betur hafi mátt kynna fyrir sölufyrirkomulagið fyrir almenningi. Viðskipti innlent 26.4.2022 21:53
Bein útsending: Áframhaldandi umræður um bankasöluna á þingi Umræða um hlutabréfasölu ríkisins í Íslandsbanka heldur áfram á Alþingi í dag en umræður um bankasöluna stóðu yfir á þingi langt fram á nótt. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata mun hefja umræðuna og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sitja fyrir svörum. Innlent 26.4.2022 15:01
„Ef að einhverjir hafa brotið lög þá þarf að rannsaka það til hlítar“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka hafi almennt gengið vel. Þó séu atriði við söluna sem þarf að rannsaka. Innlent 25.4.2022 22:09
Engan þarf að öfunda Spilling getur tekið á sig ýmsar birtingarmyndir – sumar ljósar, aðrar lúmskar. Það er spilling þegar löggæslufólk tekur við mútum, eins og tíðkast sumsstaðar í heiminum. Lögreglan stöðvar bílinn þinn og segir að þú hafir brotið umferðarlög – en að þú getir sloppið við að fara fyrir dómara ef þú borgar smávægilega “sekt” sem lögreglumaðurinn stingur svo í vasann. Skoðun 25.4.2022 21:30
Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. Innlent 25.4.2022 13:53
Aukaatriðin og aðalatriðin Mér þótti athyglisvert að lesa hér á Vísi að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefði sagt þetta á Sprengisandi í gærmorgun: „Páll Magnússon veður fram á ritvöllinn og segist hafa heyrt í manni sem skráði sig fyrir bréfum og seldi þau daginn eftir. Hvernig stendur á því að blaðamenn flytja svona vitleysu umbúðalaust og fleyta þessu áfram í umræðuna þegar allir vita að í fyrsta lagi var uppgjörsdagur á mánudegi og útboðið fór fram á þriðjudegi? Það gat enginn selt daginn eftir.“ Skoðun 25.4.2022 13:30
„Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. Innlent 25.4.2022 11:55
Nýjar tölur sýna sögulega mikinn útlánavöxt í mars Nýjar tölur Seðlabanka Íslands fyrir marsmánuð sýna að hrein ný útlán íslenskra innlánsstofnana hafa aldrei verið jafnmikil í einum mánuði frá því að Seðlabankinn byrjaði að halda utan um tölurnar í byrjun árs 2013. Mikill vöxtur var í útlánum til bæði fyrirtækja og heimila. Innherji 25.4.2022 10:59
Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. Innlent 25.4.2022 07:37
10 athugasemdir við málflutning fjármálaráðherra Fjármálaráðherra situr í nafni Katrínar Jakobsdóttur við stjórn landsins. Það væri áhugavert að heyra hvað forsætisráðherra finnst um útskýringar hennar nánasta samstarfsmanns í ríkisstjórn á bankasölunni, úthvíldur eftir páskafrí. Ég vitna hér til viðtals við fjármálaráðherra í Sprengisandi í morgun. Þar var aðeins annað viðmót en heyrst hefur frá forsætisráðherra. Skoðun 24.4.2022 19:01
Bjarni um pabba sinn: „Var honum bannað að kaupa?“ Bjarni Benediktsson segir röksemdafærslu stjórnarandstöðunnar í umræðunni um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka vera komna í hring. Hann segir að sjálfsögðu eigi að taka á því ef reglur hafa verið brotnar. Innlent 24.4.2022 12:36
Hrakfallasaga Íslandsbanka frá hruni til útboðs Gríðarleg gagnrýni hefur komið fram á sölu ríkisins á Íslandsbanka til svokallaðra hæfra fjárfesta í síðasta mánuði. En um hvað er deilt og hvað gerðist? Innlent 24.4.2022 08:00
Segir ráðherra og ríkisstjórn vera að plata almenning Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir yfirlýsingu sína um að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og segir að verið sé að plata almenning. Innlent 23.4.2022 12:16
Ekki að firra sig ábyrgð með því að leggja Bankasýsluna niður Fjármálaráðherra er ánægður með heildarútkomu útboðsins á Íslandsbanka en viðurkennir að staðan sem nú er komin upp sé engin óskastaða. Hann hafnar því að með ákvörðun um að leggja niður bankasýslu ríkisins sé verið að firra hann sjálfan ábyrgð á söluferlinu. Innlent 22.4.2022 23:33
Segir heildarniðurstöðu sölunnar vera prýðilega Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra játar að bera pólitíska ábyrgð á nýafstaðinni sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka en segist þrátt fyrir allt vera þokkalega sáttur við hvernig til tókst. Innlent 22.4.2022 13:02
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Arion banka Seðlabanki Íslands og íslenska ríkið voru sýknuð af öllum kröfum Arion banka vegna sektar sem Fjármálaeftirlit Seðlabankans (FME) lagði á Arion banka. Bankinn vildi fá sektina niðurfellda. Viðskipti innlent 22.4.2022 11:14
Arion: Hækkanir íbúðaverðs gætu reynst þrálátari en árið 2017 Ný verðbólguspá Arion banka gerir ráð fyrir því að aprílmæling Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs sýni 7,1 prósenta verðbólgu samanborið við 6,7 prósent í mars. Samkvæmt spánni verður verðbólga yfir 7 prósentum í sumar. Innherji 22.4.2022 09:20
Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst. Viðskipti innlent 22.4.2022 09:00
Bankasalan var lögleg Undanfarið hafa komið fram gagnrýnisraddir um að útboð á 22,5% eignarhlut í Íslandsbanka sem fram fór þann 22. mars sl. hafi farið í bága við lög. Nánar tiltekið lög nr. 155/2012 um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hefur gagnrýnin annars vegar lotið að því að um lokað útboð hafi verið að ræða og hins vegar að ráðherra hafi átt að samþykkja hvert og eitt tilboð. Skoðun 22.4.2022 08:00
Kvika leggur til að tekið verði á máli Eggerts Gunnþórs með „viðeigandi hætti“ Kvika, aðalstyrktaraðili fótboltaliðs FH, hefur óskað eftir upplýsingum frá stjórn félagsins um mál Eggerts Gunnþórs Jónssonar, leikmanns liðsins, sem er sakaður um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug síðan. Fótbolti 21.4.2022 14:31
83 prósent landsmanna óánægð með Íslandsbankaútboðið 83 prósent landsmanna eru óánægðir með nýafstaðna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ef marka má nýja könnun sem Prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið. Aðeins 7 prósent eru ánægð með hvernig til tókst og 3 prósent mjög ánægð. Innlent 20.4.2022 07:26
„Ég hef ekki séð neitt enn þá sem að segir mér að lög hafi verið brotin“ Fjármálaráðherra telur að sýna þurfi þolinmæði á meðan rannsókn á sölu Íslandsbanka stendur yfir. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni stjórnarandstöðunnar og fullyrðir að málið verði kannað. Hann segir þó ekkert benda til þess á þessum tíma að lög hafi verið brotin og vill ekkert gefa upp um hvort hann myndi segja af sér, kæmi slíkt brot upp. Innlent 19.4.2022 23:45
Telur rétt að bíða eftir niðurstöðum úttekta áður en framtíð fjármálaráðherra er rædd Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform og skoðar lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans. Innlent 19.4.2022 19:21
„Algjört vald“ en engin ábyrgð? „Ég get ekki séð annað, virðulegi forseti, en að ráðherrann hafi algjört vald á því hvernig hann fari með þessi mál,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson þegar frumvarp til laga um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum var til umræðu á Alþingi 20. desember 2012. Skoðun 19.4.2022 15:30
Skoða lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum í útboðinu Bankasýsla ríksins skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum sem sáu um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Stjórn stofnunarinnar segir að umsamdar söluþóknanir verði ekki greiddar í tilvikum þar sem ágallar hafi verið við söluna. Viðskipti innlent 19.4.2022 12:05
Vilja leggja niður Bankasýsluna og ekki ráðist í frekari sölu á Íslandsbanka að sinni Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Viðskipti innlent 19.4.2022 10:38
Kristján snýr aftur til Kviku banka Mikið var um hrókeringar í bankakerfinu á síðustu dögum fyrir páska þegar að tveir lykilstjórnendur í Arion banka og Kviku sögðu upp störfum til að taka við stjórnartaumunum í SKEL fjárfestingafélagi. Klinkið 19.4.2022 08:41
34 minnkað við sig og 60 birtast ekki á hluthafalista Alls hafa 34 fjárfestar sem keyptu í nýlegu útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka minnkað eignarhlut sinn að hluta og selt á hærra verði, samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslu ríkisins sem byggja á samanburði á hluthafalista Íslandsbanka og lista yfir þá sem fengu hlut í útboðinu. Viðskipti innlent 14.4.2022 18:13
„Spillingin gerist vart svæsnari“ Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra segir að að salan á Íslandsbanka hafi verið sukk og svínarí. Leita þurfi leiða til að rifta henni og nú þurfi að virkja lög um ráðherraábyrgð. Innlent 14.4.2022 16:09