Írak

Fréttamynd

Fimmtíu féllu í tveimur árásum

Um fimmtíu manns létu lífið í Írak í gær. Meirihluti fólksins féll þegar bandarískar herflugvélar gerðu loftárásir á hús í Falluja þar sem yfirstjórn Bandaríkjahers í Írak sagði vígamenn hafast við. Konur og börn voru þó nær helmingur þeirra sem féllu þar. Þá féllu fimm í sprengjutilræði sem var gert í Bagdad.

Erlent
Fréttamynd

Saddam vildi hefja framleiðlsu

Eins og hálfs árs leit Bandaríkjamanna að gereyðingarvopnum í Írak hefur engan árangur borið, hins vegar hafa fundist vísbendingar um að Saddam Hussein hafi haldið í vonina um að hefja á ný þróun og framleiðslu slíkra vopna þegar fram liðu stundir.

Erlent
Fréttamynd

Óska frekari aðstoðar

Forseti Íraks hefur óskað eftir því að NATO og Evrópusambandið aðstoði enn frekar til að binda enda á stríðsástandið í Írak og hjálpi til að byggja upp landið. Tugir óbreyttra borgara létu lífið í áframhaldandi átökum í landinu í gær. </font /></b />

Erlent
Fréttamynd

Þrjú höfuðlaus lík í Bagdad

Þrjú höfuðlaus lík fundust norður af Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Ekki er búið að bera kennsl á líkin en talið er að þau séu af útlendingum. Írakska lögreglan fann líkin sem öll eru karlkyns. 

Erlent
Fréttamynd

13 látnir og 61 særður

Átök halda áfram í Írak en þrettán létust og að minnsta kosti 61 særðist í árásum þegar þyrlur Bandaríkjahers skutu á hóp Íraka sem hafði safnast við brennandi farartæki hersins í Bagdad. Á öðrum stað í Bagdad létust níu Írakar í átökum við hermenn.

Erlent
Fréttamynd

Hörðustu bardagar í margar vikur

Einhverjir hörðustu götubardagar í margar vikur hafa geisað síðasta sólarhringinn í Bagdad, höfuðborg Íraks. Óöld ríkir þar og svo virðist sem enginn hafi stjórn á ástandinu.

Erlent
Fréttamynd

Drepa konurnar eftir sólarhring

Írakskur öfgahópur, sem heldur tveimur ítölskum hjálparstarfsmönnum í gíslingu í Írak, hefur hótað að drepa konurnar, dragi Ítalíustjórn ekki herlið sitt frá Írak. Hópurinn, sem kallar sig Islamic Jihad, birti kröfur sínar Netinu og gefur ríkisstjórn Ítalíu sólarhring til að verða við kröfum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir brotin í Abu Ghraib

Fyrsti hermaður þeirrar deildar bandaríska hersins er sér um njósnir og upplýsingaöflun, sem dreginn var fyrir rétt fyrir brotin í Abu Ghraib fangelsinu í Bagdad, fékk í dag átta mánaða fangelsisdóm, lækkun í tign og brottvikningu úr hernum.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir misþyrmingar á föngum

Bandarískur hermaður var í dag dæmdur til átta mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa misþyrmt föngum í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Hermaðurinn brotnaði saman í réttarsalnum og sagðist bera fulla ábyrgð á gerðum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Tveir létust í sprengingu í Basra

Tveir létust og þrír liggja sárir eftir að sprengja í vegkanti sprakk nærri bandaríska sendiráðinu í borginni Basra í suðurhluta Íraks í dag. Hinir látnu voru í bifreið á leið fram hjá sprengjunni en þeir sem særðust voru gangandi vegfarendur.

Erlent
Fréttamynd

Blóðug átök í Sadr-borg

Blóðug átök hafa kostað á fjórða tug manna lífið í fátækrahverfinu Sadr-borg í Írak undanfarinn sólarhring. Hundrað og sjötíu Írakar hafa særst í átökunum. Einn bandarískur hermaður liggur í valnum og nokkrir eru sárir.

Erlent
Fréttamynd

Ítölskum konum rænt í Írak

Hjálparsamtök í Írak halda því fram að tveimur ítölskum konum hafi verið rænt í miðborg Bagdad. Konurnar voru sjálfboðaliðar í samtökunum „Brú til Bagdad“ sem sinna hjálparstörfum í landinu og voru stofnuð í kjölfar fyrra Írakstríðsins árið 1991. Vitni segja að konurnar hafi verið numdar á brott ásamt tveimur Írökum. 

Erlent
Fréttamynd

15 Írakar fallnir í Bagdad

Fimmtán Írakar fórust í átökum í fátækrahverfinu Sadr-borg í Bagdad í Írak í morgun. Bandarískar hersveitir og sveitir hliðhollar Muqtada al-Sadr hafa barist þar af og til frá því í apríl á þessu ári. Bandarískur hermaður féll í átökum í hverfinu fyrr í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Árás á bílalest Bandaríkjamanna

Nokkrir bandarískir hermenn féllu þegar árás var gerð á bílalest þeirra nærri borginni Fallujah í Írak í morgun, að því að sjónarvottar sögðu Reuters-fréttaþjónustunni frá. Talsmenn Bandaríkjahers vildu engar upplýsingar veita. Fallujah er ekki í höndum bandarískra sveita heldur ráða þar írakskar sveitir sem áður störfuðu á vegum Saddams Hússeins.

Erlent
Fréttamynd

Þrjú börn létust í loftárásum

Sautján létust, þar af þrjú börn, í loftárásum Bandaríkjamanna á Fallujah í Írak í gær. Samkvæmt upplýsingum frá bandaríska hernum féll sprengja á hús þar sem hópur uppreisnarmanna hefur haldið til. Herlið Bandaríkjanna í Írak hefur ítrekað haldið uppi loftárásum á Fallujah eða síðan herlið þeirra dró sig til baka frá borginni í apríl.

Erlent
Fréttamynd

Eldflaugum skotið að þinghúsinu

Sjö eldflaugum var skotið að þinghúsinu í Bagdad í morgun en þar var fyrsti þingfundur haldinn eftir að Írakar tóku aftur við stjórn landsins.

Erlent
Fréttamynd

Loftið í Najaf lævi blandið

Loftið í Najaf er lævi blandið eftir að friðarsamkomulag náðist í nótt. Bardagamenn hafa yfirgefið helga mosku þar en undir niðri kraumar tortryggni og óvissa. 

Erlent
Fréttamynd

Bardagar geisa áfram í Najaf

Bardagar geisa áfram í Írak eftir loftárásir Bandaríkjamanna á skæruliðasveitir úr röðum sjíta í Najaf í gær. Árásirnar voru gerðar nærri Imam Ali grafhýsinu sem hefur verið á valdi Mehdi-sveita Muqtada al-Sadr. Bandaríkjamenn ætla sér með árásunum að brjóta niður þá andstöðu sem verið hefur í landinu. Sprengjubrot lentu á grafhýsinu og ollu einhverjum skemmdum.</font />

Erlent
Fréttamynd

Tilræði við írakska ráðherra

Fjórir lífverðir umhverfismálaráðherra Íraks fórust í sjálfsmorðsárás í morgun. Talið er að um tilræði við ráðherrann hafi verið að ræða en hann slapp ómeiddur.

Erlent
Fréttamynd

Reiðubúnir að gefast upp

Fylgismenn sjíta-klerksins Muqtada al-Sadrs, sem barist hafa við bandaríska og írakska hermenn í Najaf undanfarnar vikur, segjast reiðubúnir að gefast upp og binda þannig enda á hið gífurlega mannfall sem átt hefur sér stað í borginni að undanförnu.

Erlent
Fréttamynd

Moskan á valdi skæruliðanna

Barist er í nánd við Imam Ali moskuna í Najaf í Írak sem er enn á valdi Mehdi-skæruliðasveita Muqtada al-Sadrs. Nokkur óvissa hefur ríkt um hvernig ástandið í Najaf væri í raun og veru og á hvers valdi Imam Ali moskan væri.

Erlent
Fréttamynd

Myndirnar ekki bannaðar

Myndir sem sýna bandaríska hermenn níðast á föngum í herfangelsum í Írak verða ekki bannaðar. Lögmenn hermannanna fóru þó fram á það við frumréttarhöld í Þýskalandi í dag.

Erlent
Fréttamynd

Al-Sadr farinn frá Najaf

Muqtada al-Sadr er farinn frá Najaf. Reyndar segir lögreglustjórinn í borginni að hann hafi farið úr Imam Ali moskunni fyrir rúmri viku. Mehdi-hersveitir hans berjast samt áfram og hafa í dag tekist á við bandaríska og írakska hermenn í návígi. Sjónarvottar segja bardagana þá hörðustu síðan átök blossuðu upp í borginni fyrir þremur vikum.

Erlent
Fréttamynd

Vill réttarhöldin frá Bagdad

Bandarískur hermaður sem ákærður er fyrir pyntingar og kynferðislega niðurlægingu á írökskum föngum í Abu Ghraib fangelsinu hefur óskað eftir því að réttarhöldin verði færð frá Bagdad. Hermaðurinn, Charles Graner að nafni, segist ekki eiga möguleika á sanngjörnum réttarhöldum í íröksku höfuðborginni og bar þessa ósk því fram í dag.

Erlent
Fréttamynd

Gísl sleppt í Írak

Bandarískum blaðamanni, Micah Geran, sem verið hefur í haldi mannræningja í Nassiríja í Írak, var sleppt úr haldi seint í gær. Honum var rænt þrettánda ágúst síðastliðinn og er hann sagður vel á sig kominn.

Erlent
Fréttamynd

Loftárásir í kringum moskuna

Enn á ný geisuðu harðir bardagar í Najaf í Írak í nótt. Bandaríkjaher gerði ítrekaðar loftárásir á svæðið í kringum Imam Ali moskuna þar sem skæruliðar, hliðhollir Muqtada al-Sadr, halda til. Skriðdrekar eru sagðir í um átta hundruð metra fjarlægð frá moskunni og hafa fregnir borist af því að skotið hafi verið á moskuna.

Erlent
Fréttamynd

Al-Sadr fær lokafrest

Iyad Allawi, sem gegnir stöðu forsætisráðherra Íraks, hefur gefið öfgaklerknum Muqtada al-Sadr lokafrest til að yfirgefa Imam Ali moskuna í Najdaf og fyrirskipa hersveitum sínum að leggja niður vopn. Al-Sadr hafði fallist á vopnahlé í gær en setti síðan fram ýmsar kröfur sem ekki var hægt að ganga að. 

Erlent
Fréttamynd

Lokaárás yfirvofandi

Lokaárás er yfirvofandi í Najaf í Írak þar sem harðlínuklerkurinn al-Sadr ögrar stjórnvöldum og neitar að gefast upp. Orrustuþotur og skriðdrekar láta sprengjum rigna í kringum Imam Ali moskuna þar sem al-Sadr heldur til.

Erlent
Fréttamynd

Fimm sprengingar í Najaf

Fimm háværar sprengingar heyrðust skammt frá Iman Ali moskunni í Najaf fyrr í morgun en harðlínuklerkurinn Muqtada al-Sadr samþykkti í gær að hverfa þaðan ásamt fylgismönnum sínum. Sjónarvottar segja að leyniskyttur hafi verið á sveimi á svæðinu.

Erlent