Erlent

Fréttamynd

Breytt viðhorf Kína til Darfur

Framtíð hins stríðshrjáða Darfur héraðs í Súdan verður líklega ákveðin þúsundum kílometra í burtu frá landinu. Og þar koma ekki við sögu Bandaríkin eða Sameinuðu þjóðirnar. Í þetta sinn er það Kína sem leikur lykilhlutverk og það er áminning um vaxandi áhrif Kína í alþjóðasamfélaginu.

Erlent
Fréttamynd

Putin tekur frestun ekki nærri sér

Forseti Rússlands, Vladimir Putin, sagði í dag að hann tæki það ekki nærri sér að viðræðum um nýtt samstarfssamkomulag á milli Evrópusambandsins og Rússlands hefði verið frestað. „Við tökum þetta ekki nærri okkur og gerum ekki mikið úr því. Við skiljum að Evrópusambandið verður fyrst að leysa deilur innan sinna raða áður en viðræður hefjast. Við virðum þá ákvörðun þeirra.“ sagði Putin á fréttamannafundi eftir leiðtogafund Evrópusambandsins og Rússa í dag.

Erlent
Fréttamynd

Moska í Hyderabad sprengd í loft upp

Að minnsta kosti fimm létu lífið í sprengingu í mosku á bænatíma í borginni Hyderabad í ríkinu Andhra Pradesh á Indlandi í morgun. Lögregla skýrði frá þessu í morgun. 22 særðust í sprengingunni í Mecca Masjid moskunni, en hún er stærsta moskan í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Sarkozy skipar ríkisstjórn

Nicolas Sarkozy, nýkjörinn forseti Frakklands, tilkynnti í morgun um nýja ríkisstjórn. Í hana skipaði hann bæði vinstri- og miðjumenn í lykilstöður. Sarkozy fækkaði og endurskipulagði ráðuneyti og eru ráðherrar nún 15 talsins.

Erlent
Fréttamynd

Rússar meina Kasparov að mótmæla

Rússneska lögreglan kom í morgun í veg fyrir að leiðtogar stjórnarandstöðuhópa gætu farið og mótmælt á leiðtogafundi Evrópusambandsins og Rússlands. Á meðal mótmælenda var skákmeistarinn Garry Kasparov. Hópurinn var stöðvaður á flugvellinum í Moskvu.

Erlent
Fréttamynd

Eftirlit á netinu eykst ár frá ári

Umfang ríkiseftirlits á internetinu er sífellt að aukast að sögn nýútkominnar skýrslu um efnið. Samtökin Óháð Internet stóðu að henni en í þeim eru rannsóknarhópar frá háskólunum í Harvard og Oxford, meðal annarra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ísraelar gera enn loftárásir á Gaza

Ísraelar gerðu í nótt enn fleiri loftárásir á Gaza svæðinu. Ísraelski herinn sagði að um skotmörk hans væru öll tengd Hamas. Að minnsta kosti fjórir létu lífið í árásunum í nótt. Ísrael hóf árásir á Gaza í gærdag og sagði þær viðbrögð við eldflaugaárásum Hamas. Hamas hótaði eftir árásir Ísraela að hefja sjálfsmorðsárásir á ný.

Erlent
Fréttamynd

Putin og Merkel funda í dag

Vladimir Putin, forseti Rússlands, mun funda með leiðtogum Evrópusambandsins í dag en spenna hefur verið í samskiptum þeirra að undanförnu. Angela Merkel, kanslari Þýskalands og núverandi forseti Evrópusambandsins, sagði að litlar líkur væru á úrlausnum mála á fundinum.

Erlent
Fréttamynd

Verðbólga mælist tæp 3.732 prósent í Zimbabve

Verðbólga jókst um tæp 1.532 prósent á milli mánaða í Afríkuríkinu Zimbave og jafngildir það að verðbólga þar sé nú tæp 3.732 prósent. Verðbólga í heiminum er hvergi jafn há og í Zimbabve í dag. Til samanburðar mælist 4,7 prósenta verðbólga hér á landi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Wolfowitz hættir 30. júní

Paul Wolfowitz, forseti Alþjóðbankans, ætlar að segja starfi sínu lausu vegna deilu um að hann hafi útvegað kærustu sinni stöðu- og launahækkun.

Erlent
Fréttamynd

Wolfowitz segir af sér

Paul W. Wolfowitz lét í dag undan miklum þrýstingi stjórnar og starfsmanna Alþjóðabankans og sagði af sér sem forstjóri bankans. Með því kom hann í veg fyrir að bankastjórnin lýsti formlega yfir vantrausti á hann.

Erlent
Fréttamynd

Lögreglan fær súrefnisgeyma gegn mengun

Lögreglustöðvar í Kalkútta á Indlandi hafa nú allar fengið súrefnisgeyma til þess að hjálpa lögreglunni að takast á við áhrif mengunarinnar í borginni. Umferðarlögreglumenn í borginni koma til með að njóta góðs af þeim en þeir þurfa að standa í einhverri mestu mengun í heimi.

Erlent
Fréttamynd

Skemmdarverk unnin á Litlu hafmeyjunni

Enn einu sinni hefur Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum. Þegar menn fóru á stjá í gær sáu þeir að rauðri málningu hafði verið slett á andlit, brjóst og kjöltu þessa frægasta kennileiti borgarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Norðmenn fagna þjóðhátíðardegi sínum

Norðmenn héldu þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan í dag, 17. maí. Á þessum degi árið 1814 lýsti Noregur yfir sjálfstæði sínu frá Dönum og stjórnarskrá landsins var undirrituð. Dagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land.

Erlent
Fréttamynd

22 fórust í skotbardaga í Mexíkó

Blóðugur skotbardagi átti sér stað í Mexíkó í gær og létu 22 lífið. Hann er sá stærsti síðan að stjórnvöld hófu átak gegn eiturlyfjasölum fyrir fimm mánuðum síðan. Átökin hófust þegar lögreglan í Mexíkó, með stuðningi hermanna, réðust inn á búgarð þar sem allt að 50 vopnaðir vígamenn höfðust við.

Erlent
Fréttamynd

Var haldið föngnum í 13 ár

Suður-afrískur maður hefur verið ákærður fyrir ofbeldi eftir í ljós kom að hann hafði haldið ungum dreng föngnum í lokaðri kompu í 13 ár. Sagt er að drengurinn sé enn í áfalli og að hann þoli illa ljós. Talið er að maðurinn hafi rænt honum þegar hann var aðeins fimm ára gamall. Honum var bjargað eftir að nágrannar höfðu heyrt öskrin í honum.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnarandstaðan í Tyrklandi sameinast

Tveir stjórnarandstöðuflokkar í Tyrklandi hafa sameinast um framboð í þingkosningum sem fara fram í landinu þann 22. júlí. Kosningunum var flýtt þar sem ekki náðist samkomulag um forseta landsins.

Erlent
Fréttamynd

Samkomulag næst um innflytjendalög

Öldungadeild bandaríska þingsins og Hvíta húsið hafa náð samkomulagi um innflytjendalöggjöf sem veitir milljónum ólöglegra innflytjenda búseturétt í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Einn lést og fjórir særðust

Einn lést og fjórir særðust í loftárásum Ísraelshers á Gaza svæðið í dag. Talsmenn sjúkrahúsa á svæðinu skýrðu frá þessu í dag. Þeir sögðu að sá sem hefði látið lífið hefði verið óbreyttur borgari á unglingsaldri. Ísraelski herinn hefur ekki svarað þessum staðhæfingum.

Erlent
Fréttamynd

Ban stefnir að fundi um loftslagsmál

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-Moon, ætlar sér að koma á fundi háttsettra embættismanna á sama tíma og þjóðarleiðtogar hittast og ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september. Ban sagði að alþjóðasamfélagið væri nú betur að sér um umhverfismál og sérstaklega eftir að skýrsla sérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóðana kom út.

Erlent
Fréttamynd

Stéttarfélög í Nígeríu boða til verkfalls

Stéttarfélög í Nígeríu hafa boðað til tveggja daga verkfalls daganna 28. til 29. maí til þess að mótmæla framkvæmd forsetakosninga sem haldnar voru í landinu þann 21. apríl síðastliðinn. Framkvæmdastjóri stéttarfélaga skýrði frá þessu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Dagar Wolfowitz sagðir taldir

Enn einn fundurinn verður haldinn í stjórn Alþjóðabankans í dag um örlög bankastjórans Pauls Wolfowitz en flest bendir nú til að hann muni láta af störfum.

Erlent
Fréttamynd

Barnaníðingar stöðvaðir

Lögregla í Frakklandi og Belgíu hefur handtekið þrjá menn sem voru komnir á fremsta hlunn með að ræna belgískri telpu og misþyrma henni.

Erlent
Fréttamynd

Sýknaður af morði á Miðnesheiði

Herdómstóll í Bandaríkjunum sýknaði í gær hermann sem ákærður var fyrir morð á félaga sínum á varnarsvæðinu á Miðnesheiði í ágúst 2005, þrátt fyrir að sterkar vísbendingar væru fyrir sekt hans.

Erlent
Fréttamynd

Hamas hóta sjálfsmorðsárásum

Hamas samtökin hótuðu því í morgun að hefja aftur sjálfsmorðsárásir gegn Ísrael eftir að ísraelski herinn gerði loftárásir á einar af höfuðstöðvum Hamas á Gaza svæðinu í morgun. „Þetta er opinber stríðsyfirlýsing gegn Hamas. Allir möguleikar standa nú opnir og þar á meðal sjálfsmorðsárásir.“ sagði talsmaður Hamas, Abu Ubaida, í dag.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar gerðu loftárásir á Gaza

Ísraelski herinn gerði í morgun loftárásir á Gaza. Fólk sem býr í nágrenni við húsið sem ráðist var sagði að Hamas samtökin hefðu þar aðstöðu. Talsmaður ísraelska hersins staðfesti árásina við fjölmiðla. Þá ákærðu yfirvöld í Ísrael í morgun Palestínumann fyrir að hafa lagt á ráðin um að myrða Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels.

Erlent
Fréttamynd

Eistar saka Rússa um netárásir

Eistar hafa sakað Rússa um að standa fyrir netárásum á vefþjóna ríkisstjórnarinnar og nokkura dagblaða í landinu. Ef rétt reynist, er þetta í fyrsta sinn sem að ríki ræðst gegn öðru með þessum hætti.

Erlent
Fréttamynd

Kosið til þings í Alsír

Þingkosningar fara fram í Alsír í dag. Talið er líklegt að stjórnin sem nú er við völd haldi meirihluta. Hún samanstendur af flokknum sem barðist fyrir sjálfstæði landsins, FLN, lýðræðisflokknum RND og hófsömum íslömskum flokki, MSP. Einum stærsta flokk landsins er þó bannað að bjóða fram en það er flokkur róttækra múslima.

Erlent
Fréttamynd

Verðbólga í Zimbabwe 3.713,9%

Verðbólga í Zimbabwe hefur náð nýjum hæðum en hún mældist í apríl 3.713,9%. Efnahagsástand í landinu er mjög ótryggt og má rekja hrun þess til aðgerða forseta landsins, Robert Mugabe, en hann ákvað árið 2000 að leyfa fólki að gera eignarnám á landi sem hvítir bændur áttu.

Erlent