Erlent

Fréttamynd

Fordæmdi þá sem teiknuðu skopmyndir

Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, fordæmdi í dag þá flokksmeðlimi Danska þjóðarflokksins sem teiknuðu skopmyndir af Múhameð spámanni.

Erlent
Fréttamynd

Leitað að fórnarlömbum flugslys

Brasilísk stjórnvöld sendu í dag áttatíu hermenn til viðbótar til að taka þátt í leit á Amazon svæðinu að fórnarlömbum flugslys. Slysið er versta fluglslys í sögu landsins en 154 létu lífið þegar flugvéli hrapaði á svæðinu 29. september síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

Múslimar reiðir Dönum

Ný Múhameðsmyndadeila gæti verið í uppsiglingu eftir að fréttir bárust af því að ungliðar í Danska þjóðarflokknum hefðu haft spámanninn að háði og spotti. Formaður flokksins segir að um saklaust grín hafi verið að ræða en múslimar í Arabaheiminum hóta aðgerðum.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir létust í sprengingu í Bagdad

Fjórir létust og tveir særðust þegar sprengja sprakk við vegkant nálægt Tíkrit í Írak í dag. Þeir slösuðu vrou fluttir á Tæknisjúkrahúsið í Tíkrit. Sprengjan sprakk um hundrað og þrjátíu kílómetra norður af Bagdad.

Erlent
Fréttamynd

Íranar vanir hótunum

Utanríkisráðherra Írana sagði í dag Írana vana hótunum um refsiaðgerðir og að þær hefðu engin áhrif á áform þeirra um að auðga Úran.

Erlent
Fréttamynd

Forstjóri Airbus hótar uppsögn

Christian Streiff, forstjóri evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, hefur hótað að segja upp gefi stjórn móðurfélagsins honum ekki heimild til að endurskipuleggja í rekstri fyrirtækisins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Harðir bardagar í Diwaniya

Bandarískar og íraskar hersveitir felldu tuttugu liðsmenn úr herflokki sjíaklerksins Muqtada al-Sadr í hörðum bardaga í borginni Diwaniya í nótt.

Erlent
Fréttamynd

Abe kominn til Kína

Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, er staddur í Kína í fyrstu opinberu heimsókn japansks leiðtoga þangað í fimm ár. Frá Kína mun Abe svo halda til Suður-Kóreu.

Erlent
Fréttamynd

Kalvitis lýsir yfir sigri

Ríkisstjórnin í Lettlandi hélt velli í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær, þeim fyrstu frá því ríkið gekk í Evrópusambandið fyrir rúmum tveimur árum.

Erlent
Fréttamynd

Hreinsunareldur endurskoðaður

Hreinsunareldurinn, staður á milli himnaríkis og helvítis, gæti brátt verið afnuminn af kaþólsku kirkjunni. Öldum saman hafa rómversk-kaþólikkar trúað því að sálir barna sem deyja áður en þau eru skírð fari í hreinsunareldinn.

Erlent
Fréttamynd

Fræg blaðakona myrt í Rússlandi

Rússnesk blaðakona, sem var þekkt fyrir harða gagnrýni sína á stjórn Pútíns Rússlandsforseta, fannst myrt í gær. Anna Politkovskaja, 48 ára og tveggja barna móðir, fannst skotin til bana í lyftu fjölbýlishúss í Moskvu með byssu og fjögur skothylki við hlið sér. Lögregla telur að morðið tengist vinnu hennar.

Erlent
Fréttamynd

Ríkisstjórn hélt líklegast velli

Lettar gengu að kjörborði í gær, í fyrsta sinn síðan þjóðin gekk í Evrópusambandið fyrir um tveimur árum. Þrátt fyrir að stjórnarandstöðuflokkur hafi naumlega verið með flest atkvæði samkvæmt útgönguspám er búist við að ríkisstjórn landsins haldi velli í kosningunum, en hún er undir forystu þjóðarflokksins.

Erlent
Fréttamynd

Tugir létu lífið í hörðum árásum

Tugir féllu í átökum Tamíl-tígra og stjórnarhersins á Srí Lanka í gær. Herþotur skutu sprengjum á uppreisnarmenn í norður- og suðurhluta landsins. Uppreisnarmenn höfðu þá nýverið sent fulltrúa norskra stjórnvalda, Jon Hanssen-Bauer, bréf, en ekki er vitað hvað það inniheldur.

Erlent
Fréttamynd

Nýtur trausts þingmeirihluta

Þjóðþingið í Ungverjalandi hefur samþykkt traustsyfirlýsingu á ríkisstjórn Ferencs Gyurscany forsætisráðherra, sem jafnframt bað þingið afsökunar á að hafa ekki tekist af fullri alvöru á við efnahagserfiðleika landsins fyrir þingkosningarnar í apríl síðastliðnum.

Erlent
Fréttamynd

Seinni meðgöngur erfiðari

Konur sem þyngjast um of á meðgöngu og eiga erfitt með að tapa aukakílóunum aftur, geta átt von á fjölmörgum fylgikvillum og vandamálum í síðari meðgöngum, segir í nýrri sænskri rannsókn sem birt var í læknatímaritinu Lancet sem fréttavefur BBC fjallar um.

Erlent
Fréttamynd

Kyssti nítján baneitraðar gleraugnaslöngur

Taílendingurinn Khum Chaibuddee freistaði þess í dag að komast í Heimsmetabók Guinness fyrir óvenjulegt en lífshættulegt uppátæki (LUM). Hann gerði sér lítið fyrir og kyssti nítján baneitraðar gleraugnaslöngur í beinni útsendingu frá Pattaya-ströndinni í Taílandi.

Erlent
Fréttamynd

Mannfall á Srí Lanka

Á sjötta tug Tamíl-tígra hafa fallið í bardögum við stjórnarherinn á norðan- og austanverðri Srí Lanka undanfarinn sólarhring.

Erlent
Fréttamynd

Spennan magnast á Kóreuskaga

Suðurkóreski herinn skaut viðvörunarskotum að hermönnum frá Norður-Kóreu sem fóru yfir landamærin á milli ríkjanna í morgun. Búist er við að Norður-Kóreumenn sprengi kjarnorkusprengju í tilraunaskyni á næstu dögum.

Erlent
Fréttamynd

Karlar sofa betur einir

Karlar sem sofa einir í rúmi eru hressari á morgnanna og heilastarfsemi þeirra er öflugri en þeirra sem deila rúmi með maka.

Erlent
Fréttamynd

Sjálfsmorðsárás í Tal Afar

Átta létust og sex særðust í bílsprengjuárás í borginni Tal Afar í Írak í morgun. Árásin var gerð á eftirlitsstöð lögreglu en engu að síður voru fjórir óbreyttir borgarar í hópi þeirra sem dóu.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar missa fylgi vegna hneykslis

Demókratar notfæra sér óspart hneykslismál Marks Foley, sem sagði af sér þingmennsku fyrir viku. Bush forseti lýsir stuðningi sínum við Hastert, forseta fulltrúadeildar þingsins, sem demókratar vilja að segi af sér.

Erlent
Fréttamynd

Látnir menn fá ekki að fljúga

Á löngum nafnalista, sem notaður er á flugvöllum í Bandaríkjunum til þess að stöðva grunaða hryðjuverkamenn, er að finna nöfn fjórtán af flugræningjunum nítján sem létu lífið í árásunum 11. september 2001. Þar er einnig að finna nöfnin Saddam Hussein og Osama bin Laden.

Erlent