Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Kom vini sínum til bjargar á fótboltaæfingu og 34. klukku­stund Bakgarðshlaups

Maður sem er nýbúinn fá þjálfun í skyndihjálp bjargaði lífi félaga síns þegar hann fór í hjartastopp á Old boys fótboltaæfingu hjá Þrótti nú í ágúst. Stuttu síðar nýtti hann aftur þekkingu sína þegar annar leikamaður meiddist illa á æfingu. Félagar hans hafa ákveðið að tilnefna hann skyndihjálparmann ársins. Rætt verður við félagana í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

Bið eftir NPA-þjónustu og eftir­spurn eftir sæðisgjöfum

Maður, sem er með MND-sjúkdóminn, hefur í þrjú ár þurft að berjast við Kópavogsbæ til að fá fulla ummönun vegna veikinda hans. Hann er hræddur um að kerfið sé að ganga frá eiginkonu hans sem er eini stuðningurinn sem hann fær. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­skylda flug­manns vill að lög­regla rann­saki and­lát hans

Fjölskylda flugmanns hjá Icelandair hefur lagt fram beiðni til lögreglu um að andlát hans verði rannsakað. Flugmaðurinn féll fyrir eigin hendi eftir að mál tengd honum voru tekin fyrir innan fyrirtækisins. Fjölskylda hans telur mörgum spurningum enn ósvarað í málinu. Miklar brotalamir hafi verið á málsmeðferð innan Icelandair.

Innlent
Fréttamynd

Spenna innan ríkis­stjórnarinnar og mann­skæðir gróðureldar

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir lögreglu ekki ætla að eyða tíma í að eltast við sögusagnir í Krýsuvíkurmálinu þegar engar ábendingar eða sönnunargögn liggi fyrir um annað en það sem faðirinn hefur sjálfur sagt hafa gerst. Farið verður yfir stöðu málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

Mann­skæð flóð og fækkun fiskbúða í borginni

Minnst sjö hafa látist í flóðunum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Kostnaður við vaxta­hækkanir og um­deild stytta

Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán.

Innlent
Fréttamynd

Upp­sagnir í verktakageiranum og dularfult ýl í Laugar­nesi

Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Í kvöldfréttunum verðum við í beinni útsendingu frá þinginu og heyrum í Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur þingmanni Viðreisnar og Njáli Trausta Friðbertssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðar­á­tak gegn of­beldi og hjart­næm kyrrðarstund

Forseti Íslands kallar eftir samstilltu þjóðarátaki gegn ofbeldi í kjölfar andláts Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem stungin var til bana á Menningarnótt. Opin kyrrðarstund var haldin í Lindarkirkju í dag þar sem gestir heiðruðu minningu Bryndísar Klöru og veittu sorg sinni útrás. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Börn sem flytja vopn til landsins og fjöllistamenn

Tollurinn lagði hald á átján skotvopn á fyrstu átta mánuðum ársins sem er mun meira en fyrir ári. Dæmi eru um að börn komi með vopn heim úr sólarlandafríum. Við skoðum sýnishorn af þeim vopnum sem tollurinn hefur haldlagt.

Innlent
Fréttamynd

Deilur harðna hjá ríkis­sak­sóknara og glæpasögukviss í beinni

Ríkissaksóknari ítrekar að henni hafi borið að áminna vararíkissaksóknara vegna ósæmilegrar hegðunar fyrir tveimur árum og senda mál hans til dómsmálaráðuneytisins á þessu ári þegar hann hélt uppteknum hætti. Háttsemi hans hafi verið ósæmileg og varpað rýrð á embættið. 

Innlent
Fréttamynd

Vopna­burður ung­menna ekki nýr af nálinni

Formaður skólastjórafélags Íslands segir ekki nýtt af nálinni að börn og ungmenni gangi um með vopn. Það sem hafi breyst sé vilji þeirra til að beita þeim. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Þjóð í á­falli vegna hnífaburðar og mótmælaalda í Ísrael

Lögregla leggur nú áherslu á að kanna ásetning drengsins sem grunaður er um að hafa stungið þrjú ungmenni á menningarnótt, með þeim afleiðingum að sautján ára stúlka lést. Málið hefur hreyft við þjóðinni og á samfélagsmiðlum biðlar fólk til ungmenna að hætta hnífaburði. Við ræðum við yfirlögregluþjón í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni í­hugar stöðu sína og ævin­týra­heimur í Hafnar­firði

Formaður Sjálfstæðisflokksins er ekki búinn að ákveða hvort hann sækist eftir áframhaldandi setu á formannsstól en varaformaðurinn kveðst tilbúinn að taka við keflinu ef svo ber undir. Ungliðahreyfingin sendi forystu flokksins væna pillu vegna sögulega lítils fylgis í könnunum.

Innlent
Fréttamynd

Á­byrgð for­eldra og mikið verður lítið

Drengurinn sem er í haldi vegna stunguárásar á menningarnótt hefur verið fluttur á Hólmsheiði vegna líflátshótana. Ráðamenn vilja auka sýnileika lögreglu vegna ofbeldis unglinga en lögreglumaður ítrekar að foreldrar beri fyrst og síðast ábyrgð á börnum sínum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Vopnuð börn og játning í dular­fullu máli

Lögreglan telur að stórfellt átak þurfi til að taka á hnífaburði barna. Dæmi er um að börn gangi um með rafbyssur og piparúða. Einnig hefur borið á því að börn mæti með hnífa í skólann. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Fjórföldun al­var­legra ofbeldisbrota og samstöðufundur

Fjöldi alvarlegra ofbeldisbrota ungmenna hefur fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er sleginn yfir lífshættulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum.

Innlent
Fréttamynd

Fólk fast í ís­helli og stunguárás

Nokkrir eru slasaðir eftir að íshellir í Breiðamerkurjökli hrundi síðdegis í dag. Fjölmennt viðbragð er á svæðinu og fólk fast inni í hellinum. Við ræðum við yfirlögregluþjón sem stýrir aðgerðum í beinni útsendingu í fréttatímanum.

Innlent
Fréttamynd

Aur­skriður og menningarnæturtónleikar

Aurskriður féllu á þrjú heimili á Húsavík í nótt vegna mikillar úrkomu. Skriður féllu einnig beggja vegna Strákaganga, og Siglufjarðarvegi var lokað, en á Ólafsfirði var allt þurrt.

Innlent