Stjórnsýslufræðingur segir ekkert varhugavert við vinnubrögð forsætisráðuneytisins í kringum mál fráfarandi barnamálaráðherra. Trúnaður hafi ekki verið brotinn og stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks.
Fámennur hópur mótmælti við Tesluumboðið í dag vegna ástandsins vestanhafs og tengsla eiganda Teslu við Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Við kíkjum á uppsetningu Leikfélags Keflavíkur á Glanna glæp í Latabæ, sem hefur fengið góðar viðtökur.
Í sportinu kíkjum við á Bikarúrslit í körfuknattleik karla og kvenna, hitum upp fyrir bardaga Gunnars Nelson og Kevin Holland í Lundúnum og lítum á strákana okkar á Spáni.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: