Körfubolti

Fréttamynd

Hlynur hirti átján fráköst

Íslendingarnir þrír spiluðu allir með Sundsvall Dragons sem vann sigur á Nässjö, 88-78, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Hef aldrei á ævinni verið svona veikur

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza komust í undanúrslit spænska Konungsbikarsins í körfubolta með sigri á heimamönnum í Málaga fyrir framan 15.000 áhorfendur. Jón fékk næringu í æð degi fyrir leik vegna magavíruss.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór: Öqvist getur gert okkur betri

Svíinn Peter Öqvist, sem þjálfað hefur íslenska landsliðið í körfubolta undanfarin tvö ár, liggur nú undir feldi og íhugar tilboð Körfuknattleikssambands Íslands um að halda áfram með liðið.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór og félagar í undanúrslit

Jón Arnór Stefánsson og félagar í spænska liðinu CAI Zaragoza eru komnir í undanúrslit spænsku bikarkeppninnar eftir glæstan útisigur, 74-79, á Unicaja í átta liða úrslitunum í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

„Hlynur reddaði þessu“

Sundsvall Dragons marði sigur á Uppsala Basket 99-97 í framlengdum leik í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Þrír Íslendingar komu við sögu.

Körfubolti
Fréttamynd

Hversu getspakur ertu? Buffett býður milljarð

Warren Buffett, bandaríski auðkýfingurinn ákvað að efna til leiks í tilefni úrslitakeppni háskólakörfuboltans í Bandaríkjunum í ár. Takist einhverjum að spá fyrir um réttan sigurvegara í öllum leikjum fær sá hinn sami einn milljarð Bandaríkjadollara.

Körfubolti
Fréttamynd

Axel og félagar töpuðu í botnbaráttuslag

Axel Kárason og félagar í Værlöse BBK töpuðu í sannkölluðum botnbaráttuslag í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Róðurinn þyngist fyrir Værlöse sem situr á botni dönsku úrvalsdeildarinnar, sex stigum frá næstu liðum með fjórtán stig eftir 19 umferðir.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór spilaði í sigri

Jón Arnór Stefánsson skoraði fimm stig á átján mínútum í 15 stiga sigri CAI Zaragoza gegn Bilbao Basket á heimavelli í spænsku deildinni í körfubolta. Með sigrinum komst Zaragoza upp í sjötta sæti deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Friðrik Ingi hættur hjá KKÍ

Körfuknattleikssamband Íslands tilkynnti í dag að Friðrik Ingi Rúnarsson muni láta af störfum sem framkvæmdarstjóri sambandsins um mánaðamótin.

Körfubolti
Fréttamynd

Fyrsta tap ársins hjá Hlyni og Jakobi

Fimm leikja sigurganga Drekanna frá Sundsvall endaði í Jämtland í kvöld þegar Íslendingaliðið Sundsvall Dragons tapaði 63-71 á móti heimamönnum í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Enn eitt tapið hjá Valladolid

Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði fjögur stig þegar að lið hans, CB Valladolid, mátti þola 29 stiga tap fyrir Gran Canaria í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Stórleikur Helenu ekki nóg | Miskolc úr leik

Ungverska liðið Aluinvent Miskolc tapaði fyrir Istanbul Universitesi í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum EuroCup kvenna í dag og er úr leik. Helena Sverrisdóttir átti þó stórleik fyrir Miskolc.

Körfubolti
Fréttamynd

Stórsigur Jóns Arnórs og félaga

Jón Arnór Stefánsson spilaði í rúmar tíu mínútur þegar að lið hans, CAI Zaragoza, vann sannfærandi sigur á Lietuvos Rytas Vilnius, 94-60, í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld.

Körfubolti