Körfubolti

Fréttamynd

Rodman farinn í meðferð

Körfuknattleikskappinn fyrrverandi skráði sig inn á meðferðarstofnun í Bandaríkjunum um miðja síðustu eftir gagnrýni sem fylgdi síðustu heimsókn kappans til Norður-Kóreu.

Sport
Fréttamynd

Helena stigahæst í útisigri

Helena Sverrisdóttir skoraði 21 stig og var stigahæst hjá ungverska liði sínu Aluinvent DVTK Miskolc í 94-63 útisigri á Rucon Spisska Nova Ves í Mið-Evrópu deild kvenna í körfubolta í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Mark Cuban sektaður enn á ný

Hinn skrautlegi eigandi Dallas Mavericks, Mark Cuban var í gær sektaður um 100.000$ eða rúmlega 11,5 milljónir íslenskra króna fyrir hegðun sína eftir tap gegn Los Angeles Clippers. Cuban hellti sér yfir dómara leiksins í lok leiksins eftir að Dallas glutraði niður sautján stiga forskoti í fjórða leikhluta.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Auðvelt hjá Portland og Chicago

Portland Trailblazers átti ekki í erfiðleikum með Dallas Mavericks í nótt. Leikmenn Trailblazers náðu mest 38 stiga forskoti í þriðja leikhluta og hvíldu lykilleikmenn liðsins í upphafi fjórða leikhluta.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena klikkaði á öllum þrettán skotunum sínum

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í ungverska liðinu Aluinvent Miskolc eru svo gott sem úr leik í EuroCup kvenna eftir 32 stiga tap í fyrri leiknum á móti tyrkneska liðinu Istanbul Universitesi, 55-87, í sextán liða úrslitum keppninnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Öruggt hjá Snæfelli

Snæfell styrkti stöðu sína á toppi Domino's-deildar kvenna með þrettán stiga sigri á Hamri, 71-58, í Stykkishólmi í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob og Hlynur flottir í útisigri Drekanna

Sundsvall Dragons endaði þriggja leikja taphrinu á útivelli með því að sækja tvö stig í Solnahallen í kvöld eftir þrettán stiga sigur á Solna Vikings, 77-64, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Drekarnir unnu skyldusigur á heimavelli

Sundsvall Dragons er aftur með fimmtíu prósent sigurhlutfall í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta eftir 19 stiga sigur á KFUM Nässjö, 92-73, í 20. umferð sænsku deildarinnar í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena heldur áfram að raða niður þristum

Helena Sverrisdóttir byrjaði nýja árið eins og hún endaði það gamla þegar hún skoraði fjórar þriggja stiga körfur í tólf stiga sigri DVTK Miskolc á UNIQA Euroleasing Sopron í Mið-Evrópu deildinni í körfubolta. Miskolc vann leikinn 76-64.

Körfubolti
Fréttamynd

Algjört hrun í lokaleikhlutanum

Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í CB Valladolid töpuðu stórt á heimavelli á móti Gipuzkoa í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Gipuzkoa vann þarna 19 stiga sigur, 83-64.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór missti af sjötta leiknum í röð

Jón Arnór Stefánsson gat ekki spilað með CAI Zaragoza í kvöld þegar liðið tapaði með sjö stigum á heimavelli á móti Real Madrid, 68-75, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Jón Arnór er enn að ná sér að meiðslum og var sárt saknað í spennuleik.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena skoraði 31 stig fyrir Miskolc í kvöld

Helena Sverrisdóttir átti frábæran leik með ungverska liðinu Aluinvent DVTK Miskolc þegar liðið tapaði með þremur stigum á heimavelli á móti ungverska liðinu PINKK Pecsi 424, 63-66, í Mið-Evrópu deildinni í körfubolta í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Enn heldur Rodman til Norður-Kóreu

"Ég ætla bara að taka þátt í körfuboltaleik og skemmta mér,“ segir körfuboltakappinn Dennis Rodman. Sá bandaríski ætlar að endurnýja kynni sín við Norður-Kóreu.

Körfubolti
Fréttamynd

Stórleikur Hlyns dugði ekki Drekunum

Drekarnir frá Sundsvall töpuðu með þrettán stigum á útivelli á móti Uppsala Basket, 79-92, í sænska körfuboltanum í kvöld í uppgjöri liða sem voru fyrir leikinn með jafnmörg stig í 5. og 6. sæti deildarinnar.

Körfubolti