Körfubolti

Fréttamynd

Jón Arnór fór á kostum í sigri Zaragoza

Jón Arnór Stefánsson fór mikinn þegar Cai Zaragoza lagði Rio Natura Monbus 86-82 á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Jón Arnór var lang stigahæstur á vellinum með 28 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena frá í hálfan mánuð

Helena Sverrisdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta og leikmaður ungverska liðsins DVTK Miskolc, er ekki enn orðin góð af kálfameiðslunum sem hafa verið að angra hana í upphafi tímabilsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukur í villuvandræðum í sigri Breogan

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Breogan byrja vel í spænsku b-deildinni í körfubolta en liðið sótti tvö stig til Barcelona í morgun og vann þá öruggan 71-55 sigur á b-liði Barcelona. Breogan er eitt af fjórum liðum sem eru með fullt hús eftir tvær umferðir.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena með á ný en Miskolc tapaði

Helena Sverrisdóttir skoraði sex stig á 18 mínútum þegar DVTK Miskolc tapaði 61-57 á útivelli á móti slóvakíska liðinu Piestanske Cajky í Mið-Evrópu deildinni í körfubolta í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob með 24 stig í seinni hálfleik í sigri Drekanna

Íslensku landsliðsmennirnir í liði Sundsvall Dragons voru mennirnir á bak við þriggja stiga útisigur á Solna Vikings, 93-90, í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Drekarnir fengu 49 stig, 16 fráköst og 13 stoðsendingar frá Íslendingunum sínum en enginn þeirra var betri en Jakob Örn Sigurðarson sem var hreinlega óstöðvandi í seinni hálfleiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena í stóru viðtali á heimasíðu FIBAEurope

Íslenska körfuknattleikskonan Helena Sverrisdóttir er í stóru viðtali á heimasíðu FIBAEurope, evrópska körfuboltasambandsins, þar sem hún talar um nýja liðið sitt, Aluinvent Miskolc, en Helena yfirgaf slóvakíska liðið Good Angels Kosice í sumar og spilar nú í ungversku deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob og Hlynur áfram í hópi þeirra bestu í Svíþjóð

Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson, leikmenn Sundsvall Dragons, eru áfram í hópi bestu leikmanna sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta en topp hundrað listinn var gefin út á heimasíðu sænska sambandsins, basketsverige.se. Sænska deildin hefst í kvöld en fyrsti leikur Drekanna er á föstudagskvöldið.

Körfubolti
Fréttamynd

Kyssti mótherja í miðjum leik í úrslitakeppni

Diana Taurasi og Seimone Augustus, tveir af bestu leikmönnum WNBA-deildarinnar í körfubolta lenti saman í leik liðanna í úrslitakeppninni í gærkvöldi en Taurasi sá til þess að ósætti þeirra komst í heimsfréttirnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Litháar í úrslitaleikinn í fyrsta sinn í tíu ár

Litháen er komið í úrslitaleikinn á Evrópumóti karla í körfubolta sem fram fer í Slóveníu eftir 15 stiga sigur á Króatíu í kvöld, 77-62, í fyrri undanúrslitaleik keppninnar. Litháen mætir annaðhvort Frakklandi eða Evrópumeisturum Spánar í úrslitaleiknum á sunnudaginn en þau mætast seinna í kvöld. Frábær þriðji leikhluti gerði út um leikinn en Litháen vann hann 21-8.

Körfubolti
Fréttamynd

15-0 sprettur í byrjun fjórða lagði grunninn að sigri Litháa

Litháar tryggðu sér sæti í undanúrslitum á Evrópumóti karla í körfubolta í Slóveníu eftir fjögurra stiga sigur á Ítalíu, 81-77, í átta liða úrslitum keppninnar í kvöld. Frábær kafli í byrjun fjórða leikhluta þar sem litháenska liðið náði 15-0 spretti lagði grunninn að sigrinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Króatar í undanúrslitin í fyrsta sinn í átján ár

Króatar tryggðu sér sæti í undanúrslitum á EM í körfubolta i Slóveníu eftir tólf stiga sigur á Úkraínu, 84-72, í leik þjóðanna í átta liða úrslitum í kvöld. Sigur Króata var öruggur. Móherjar Króatíu í undanúrslitunum verða annaðhvort Litháen eða Ítalía.

Körfubolti