Handbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Ég hugsa að þetta sé EM-met“

„Við hefðum klárlega getað unnið stærri sigur“ sagði Alfreð Gíslason eftir að hafa lagt Króatana hans Dags Sigurðssonar að velli í undanúrslitum EM í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Við munum þurfa eitt­hvað extra til að vinna“

„Menn eru búnir að berjast fyrir þessu mjög lengi, núna erum við komnir og við erum ekki hættir. Maður skynjar það alveg á strákunum“ segir Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins fyrir slaginn gegn Danmörku í kvöld. Mögulega mun Ísland koma andstæðingnum aðeins á óvart. 

Handbolti
Fréttamynd

„Eins og Gísli Þor­geir en getur líka skotið fyrir utan“

„Ef þú myndir hitta hann úti á götu myndirðu ekki halda að hann væri einhver frábær handboltamaður, þú myndir frekar skjóta á að hann væri bókasafnsvörður“ segir Jóhann Gunnar Einarsson um Mathias Gidsel, einn besta leikmann Danmerkur sem mætir Íslandi í undanúrslitum EM í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum

Íslendingar verða í miklum minnihluta þegar strákarnir okkar mæta Dönum í undanúrslitum á EM karla í handbolta í Herning í kvöld. Markmið strákanna okkar er að þagga niður í þúsundum stuðningsfólks.

Handbolti
Fréttamynd

Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum

Evrópska handknattleikssambandið hefur sent frá sér aðra yfirlýsingu, eftir reiðilestur Dags Sigurðssonar á blaðamannafundi fyrir undanúrslitaleik Króatíu og Þýskalands í gær. Sambandið lofar því nú að minnka leikjaálagið og bæta skipulagið. 

Handbolti
Fréttamynd

Dani segir gagn­rýni Dags illa tímasetta

Claus Møller Jakobsen, fyrrverandi landsliðsmaður Danmerkur, segir hægt að sýna harðri gagnrýni Dags Sigurðssonar á mótahaldið á EM fullan skilning. Hún komi hins vegar á óviðeigandi tímapunkti.

Handbolti
Fréttamynd

„Lang­stærsta prófið“ en Danir hafa mis­stigið sig

Strákarnir okkar munu þurfa að spila sinn allra besta leik til þess að skáka Dönum á þeirra heima­velli í undanúr­slitunum í dag. Einar Jóns­son, hand­boltasér­fræðingur, segir að mögu­leikinn á ís­lenskum sigri sé til staðar, á góðum degi sé ís­lenska lands­liðið eitt það besta í heimi.

Handbolti
Fréttamynd

„Megum ekki gleyma því að við erum frá­bærir líka“

„Þetta er bara geðveikt. Það er gaman að koma inn í höllina og finna aðeins andrúmsloftið sem verður hérna á næstu dögum,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson í samtali við Vísi þegar hann var tekinn tali skömmu fyrir æfingu landsliðsins í Herning í gær.

Handbolti