Körfubolti

Fréttamynd

Helena endaði sem þriðja besta skyttan

Helena Sverrisdóttir varð í 3. sæti yfir bestu þriggja stiga nýtingu í riðlakeppni Euroleague kvenna sem lauk á dögunum. Framundan eru sextán liða úrslit keppninnar þar sem Helena og félagar hennar í Good Angels Kosice eru til alls líklegar.

Körfubolti
Fréttamynd

Bikarúrslitaleikurinn spilaður í tómri höll

Það er oft mikill hiti í mönnum á Balkanskaganum og því miður misstu stuðningsmenn Partizan og Rauðu Stjörnunnar frá Belgrad algjörlega stjórn á sér í serbneska bikarúrslitaleiknum í körfubolta sem fram fór í gær.

Körfubolti
Fréttamynd

Pavel fór í gang í seinni hálfleik

Pavel Ermolinskij og félagar í Norrköping fögnuðu í kvöld sínum fimmta sigri í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðið vann átta stiga sigur á Solna Vikings, 91-83, í uppgjör liðanna í 4. og 5. sætinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Axel nálægt tvennunni í sigri Værloese

Axel Kárason og félagar hans í Værloese BBK styrktu stöðu sína í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir fimmtán stiga sigur á botnliði Aalborg Vikings í kvöld, 88-73.

Körfubolti
Fréttamynd

Fjórir sigrar í röð hjá Norrköping - Sundsvall aftur á sigurbraut

Pavel Ermolinskij og félagar í Norrköping Dolphins unnu sinn fjórða sigur í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld þegar liðið vann 91-88 útisigur á KFUM Nässjö, sama liði og vann óvæntan sigur á Sundsvall Dragons í síðustu umferð. Drekarnir komust aftur á sigurbraut með sigri á 08 Stockholm HR í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Logi raðaði þristunum með Zorro-grímuna

Logi Gunnarsson var stigahæstur hjá Angers BC um helgina þegar liðið vann eins stigs sigur á Blois í frönsku NM1 deildinni í körfubolta. Logi skoraði 18 stig í leiknum þrátt fyrir að hafa nefbrotnað á æfingu á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Axel endaði frábæran janúarmánuð á stórleik

Axel Kárason setti punktinn aftan við frábæran janúarmánuð með því að ná myndarlegri tvennu í öruggum heimasigri Værlöse á Randers í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Axel var með 18 stig og 16 fráköst í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór sparaður í sigri Zaragoza

Jón Arnór Stefánsson var á skýrslu en kom ekkert við sögu þegar lið hans CAI Zaragoza vann 14 stiga heimasigur á CB Canarias, 81-67, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Jón Arnór er að stíga upp úr meiðslum og var sparaður í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Pavel og Hlynur öflugir

Hlynur Bæringsson fór fyrir sínum mönnum þegar að Sundsvall Dragons vann góðan útisigur á Stockholm Eagles í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld, 93-83.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena hoppaði upp í 3. sæti yfir bestu skyttur Euroleague

Helena Sverrisdóttir hitti úr 3 af 5 þriggja stiga skotum sínum í gærkvöldi þegar lið hennar Good Angels Kosice vann frábæran útisigur á ítalska liðinu Famila Schio. Helena komst með því upp í þriðja sætið á listanum bestu þriggja stiga skytturnar í Euroleague.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena öflug í góðum sigri

Helena Sverrisdóttir skoraði ellefu stig þegar að Good Angels Kosice vann góðan sigur á ítalska liðinu Famila Schio í Evrópudeild kvenna í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena og félagar taka þátt í nýrri tveggja landa keppni

Helena Sverrisdóttir og félagar í Good Angels Kosice eiga möguleika á því að vinna glænýjan titil í vor því í fyrsta sinn fer þá fram keppni á milli bestu liða Slóvakíu og bestu liða Ungverjalands. Hún hefur fengið nafnið MEL-deildin en deildarkeppni liða frá Mið-Evrópu.

Körfubolti
Fréttamynd

Axel ekki kalt í janúar

Landsliðsmaðurinn Axel Kárason hefur spilað frábærlega með Værloese BBK í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta á nýju ári en hann var með 15 stig og 5 fráköst í sigri á Aalborg Vikings um helgina. Axel er með 17,5 stig að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum ársins en hann skoraði 9,5 stig að meðaltali fyrir áramót og hefur því nánast tvöfaldað meðalskor sitt frá því fyrir jól.

Körfubolti
Fréttamynd

Naumur sigur Norrköping

Pavel Ermolinskij skilaði flottum tölum þegar að Norrköping vann dramatískan sigur á Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Handbolti
Fréttamynd

Hlynur og Jakob með 44 stig saman í naumum sigri

Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson voru lykilmenn á bak við þriggja stiga heimasigur Sundsvall Dragons á 08 Stockholm HR, 86-83, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld en þetta var 19. sigur Drekanna í 22 leikjum í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór frá í þrjár vikur

Jón Arnór Stefánsson spilaði ekki með sínu liði, CAI Zaragoza, í spænsku úrvalsdeildinni í dag en hann verður frá næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena stigahæst í sigri Good Angels

Helena Sverrisdóttir var stigahæst hjá liði Good Angels Kosice þegar nýkrýndir bikarmeistarar í Slóvakíu unnu 17 stiga sigur á Samorin, 73-56, í lokaumferð úrvalsdeildar slóvakíska kvennakörfuboltans. Good Angels Kosice vann alla 18 leiki sína í deildinni en Samorin er í 3. sætinu.

Körfubolti