Körfubolti

Fréttamynd

34 titlar á tuttugu árum

Sigurður Ingimundarson gerði Keflavík að bikarmeisturum um helgina og bætti enn einum bikarnum í safnið. "Búinn að vera heppinn að vera með besta þjálfarann,“ segir fyrirliðinn Magnús Þór Gunnarsson.

Körfubolti
Fréttamynd

Ótrúleg tilþrif hjá Shaquille Johnson | tröllatroðsla

Shaquille Johnson, leikmaður Auburn háskólaliðsins í körfubolta, er skemmtikraftur þegar hann fær pláss til þess að athafna sig í vítateignum. Johnson, sem er rétt um 1.95 m á hæð, er með gríðarlegan stökkkraft og kann að troða boltanum með tilþrifum í körfuna.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena og félagar töpuðu í Rússlandi

Good Angels Kosice tapaði fyrsta leik sínum í 32-liða úrslitum Evrópudeildar kvenna í körfubolta er liðið mætti UMMC Ekaterinburg í Rússlandi. Leiknum lauk með sex stiga sigri Rússanna, 61-55.

Körfubolti
Fréttamynd

30 stig frá Loga ekki nóg

Logi Gunnarsson fór mikinn fyrir lið sitt, Solna Vikings, gegn LF Basket í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Skoraði hann 30 stig í leiknum sem LF Basket vann þó á endanum, 82-80.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Boston og Miami lönduðu sigrum

Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum í gær. Boston hafði betur á heimavelli gegn Memphis, 98-80. Miami Heat lagði Toronto á heimavelli sínum 95-89.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena næststigahæst í öruggum sigri

Helena Sverrisdóttir átti góðan leik þegar að lið hennar, Good Angels Kosice frá Slóvakíu, vann sigur á Frisco Brno í lokaumferð riðlakeppni Evrópukeppni kvenna í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

Brynjar með sjö stig í tapleik

Brynjar Björnsson og félagar í Jämtland Basket töpuðu þriðja leiknum í röð þegar liðið lá fyrir Uppsala Basket 85-81 í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Jämtland er í níunda sæti deildarinnar og minnka líkurnar á á liðið nái í úrslitakeppninna með hverju tapinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Sigur hjá Jóni Arnóri en tap hjá Hauki

Jón Arnór Stefánsson skoraði 6 stig fyrir Zaragoza sem sigraði Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Haukur Helgi Pálsson og félagar í Manresa töpuðu fyrir Joventut 92-79.

Körfubolti
Fréttamynd

Rekinn út úr húsi eftir eina flottustu troðslu ársins

Þær finnast varla flottari troðslurnar í körfuboltanum en sú sem Markel Brown náði í leik Oklahoma State og Missouri í bandaríska háskólakörfuboltanum í vikunni. Stærsta fréttin var þó sú að þetta var það síðasta sem strákurinn fékk að gera í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers tapaði þriðja leiknum í röð | Miami tapaði á heimavelli

Aðeins fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar tapaði Los Angeles Lakers sínum þriðja leik í röð. Lakers tapaði 98-96 gegn Indiana á heimavelli. Miami tapaði einnig óvænt í gær á heimavelli gegn Milwaukee, 91-82. Kobe Bryant skoraði 33 stig fyrir Lakers en það dugði ekki til.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukar og Stjarnan áfram í bikarnum

Haukar og Stjarnan eru komin áfram í undanúrslit Powerade-bikarkeppni kvenna. Haukar unnu tólf stiga sigur á Hamri en Stjarnan hafði betur gegn Grindavík í 1. deildarslag.

Körfubolti
Fréttamynd

Stórsigur Miami | Chicago góðir án Derrick Rose

Alls fóru sjö leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í gærkvöld og nótt. Miami vann stórsigur á heimavelli gegn San Antonio Spurs 120-98 á heimavelli. Miami lauk þar með þriggja leikja taphrinu, þrátt fyrir að vera ekki með Dwayne Wade í liðinu. Miami lenti 14 stigum undir í fyrri hálfleik en 17-0 rispa í þeim síðari lagði grunninn að sigrinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Yao Ming kominn á kaf í stjórnmálin í Kína

Körfuboltaferillinn hjá kínverska miðherjanum Yao Ming er á enda en stjórnmálferill þessa vinsælasta íþróttamanns Kínverja er rétt að byrja. Yao Ming varð að leggja skóna á hilluna í júlí vegna þráðlátra meiðsla en hann er aðeins 31 árs gamall.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Kobe Bryant skoraði 40 stig | Miami tapaði á ný

Að venju var mikið um að vera í NBA deildinni í körfubolta í nótt en 11 leikir fóru fram. Kobe Bryant leikmaður LA Lakers er í miklu stuði þessa dagana en hann skoraði 40 stig í 90-87 sigri liðsins í framlengdum leik gegn Utah. Þetta er fyrsti tapleikur Utah á heimavelli í vetur. Bryant skoraði 48 stig í síðasta leik Lakers og alls hefur hann skorað 40 stig eða meira í 109 leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

KR áfram eftir nauman sigur - myndir

Nýju útlendingarnir í KR reyndust liðinu vel í gærkvöldi er liðið komst áfram í fjórðungsúrslit Poewarde-bikarkeppninnar í körfubolta með sigri á Grindavík, 81-76.

Körfubolti
Fréttamynd

Allir nema einn spá Grindavík sigri

Undanúrslit Lengjubikarsins fara fram í DHL-höllinni í kvöld og þar keppa fjögur lið um sæti í úrslitaleiknum á morgun. Fréttablaðið fékk þjálfara hinna liðanna í Iceland Express-deildinni til að spá um úrslit.

Körfubolti
Fréttamynd

Flottur sigur hjá Helga og félögum

08 Stockholm kom sér í kvöld úr fallsæti í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta með sigri á einu af sterkari liðum deildarinnar, Borås Basket. Lokatölur voru 96-88.

Körfubolti
Fréttamynd

Logi: Það er mikið talað um okkur hérna

Tímabilið fór ekki vel af stað hjá Solna Vikings í sænska körfuboltanum. Liðið byrjaði á þremur útileikjum og þeir töpuðust allir. Þegar liðið tapaði á móti Borås í fyrsta leik nóvembermánaðar sátu Solna-menn í næstsíðasta sæti með aðeins tvo sigra í átta leikjum.

Körfubolti