Körfubolti

Fréttamynd

Helena skoraði fimm stig

Helena Sverrisdóttir skoraði fimm stig fyrir lið sitt, Good Angels Kosice frá Slóvakíu, þegar að liðið tapaði fyrir Wisla Can-Pack í Evrópudeild kvenna í kvöld, 72-69.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena og félagar unnu í Meistaradeildinni

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í Good Angels Kosice unnu flottan 71-54 sigur á tékkneska liðinu Frisco Brno í Meistaradeild Evrópu í kvöld en Kosice lagði grunninn að sigrinum með því að vinna lokaleikhlutann 22-9.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór með 13 stig á 20 mínútum

Jón Arnór Stefánsson átti sinn besta leik á tímabilinu þegar lið hans CAI Zaragoza vann 67-59 sigur á Murcia í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Þetta var aðeins annar sigur liðsins í sex leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

Skotsýning fyrir mömmu og pabba

Helgi Már Magnússon setti nýtt stigamet Íslendings í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta á dögunum. Helgi Már kom þá inn af bekknum og skoraði 39 stig á aðeins 29 mínútum í flottum sigri á gömlu félögunum hans í Uppsala.

Sport
Fréttamynd

Sundsvall missti toppsætið og Jämtland tapaði líka

Íslendingaliðin Sundsvall Dragons og Jämtland Basket töpuðu bæði sínum leikjum í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Sundvall tapaði toppslagnum á móti Norrköping Dolphins og missti fyrir vikið toppsætið til Háhyrninganna.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukur Helgi og Jón Arnór báðir stigalausir í dag

Haukur Helgi Pálsson og Jón Arnór Stefánsson komust hvorugir á blað í leikjum sinna liða í spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í dag og voru báðir íslensku landsliðsmennirnir í miklum villuvandræðum. Haukur Helgi og félagar í Assignia Manresa unnu góðan sigur en Jón Arnór og félagar í CAI Zaragoza þurftu að sætta sig við stórt tap.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena lét lítið fyrir sér fara í sigurleik

Helena Sverrisdóttir náði ekki að skora á þeim fjórtán mínútum sem hún spilaði er lið hennar, Good Angels Kosice frá Slóvakíu, vann góðan sigur á spænska liðinu Rivas Ecopolis í Evrópudeild kvenna, 81-63.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena með tíu stig í 91 stigs sigri

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í Good Angels Kosice þurftu ekki að hafa mikið fyrir sigri á SK Moris Cassovia Kosice í slóvakísku deildinni um helgina. Good Angels vann leikinn 120-29 eða með 91 stigs mun.

Körfubolti
Fréttamynd

Tap í fyrsta leik hjá Jóni Arnóri

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza töpuðu í fyrsta leik sínum á tímabilinu þegar liðið sótti Valencia heim í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Valenica vann leikinn 82-66 eftir að hafa verið 44-27 yfir í hálfleik.

Körfubolti
Fréttamynd

Finn það á æfingunum að alvaran er að byrja

Helena Sverrisdóttir verður á morgun fyrsta íslenska körfuboltakonan sem spilar í Euroleague-deildinni, Meistaradeild kvennakörfuboltans, þegar hún og félagar hennar í slóvakíska liðinu Dobri Anjeli skella sér til Póllands.

Körfubolti
Fréttamynd

Helgi Már samdi við nýtt félag í Svíþjóð

Landsliðsmaðurinn Helgi Már Magnússon er búinn að semja við nýtt lið í sænska körfuboltanum en hann mun spila með 08 Stockholm HR í vetur. Helgi Már lék í fyrra með Uppsala Basket en hafði áður spilað með Solna Vikings og er þetta því þriðja félagið hans í sænska körfuboltanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Byggja 7 þúsund manna völl á flugmóðurskipi

Fyrsti körfuboltaleikurinn á flugmóðurskipi verður leikinn 11. nóvember í San Diego í Bandaríkjunum. Forsvarsmenn bandaríska háskólakörfuboltans hafa, með leyfi bandaríska sjóhersins, ákveðið að byggja sjö þúsund manna völl á dekki flugmóðurskipsins USS Carl Vinson.

Körfubolti
Fréttamynd

Frakkar enduðu sigurgöngu Rússa og mæta Spánverjum í úrslitaleiknum

Frakkar eru komnir í úrslitaleik Evrópumótsins í fyrsta sinn eftir átta stiga sigur á Rússum í kvöld, 79-71, í undanúrslitunum á EM í körfu í Litháen. Frakkar mæta Spánverjum í úrslitaleiknum á sunnudaginn en Rússar spila á undan um bronsið við Makedóníumenn. Rússar voru búnir að vinna alla níu leiki sína á mótinu fyrir leikinn í kvöld.

Körfubolti