Körfubolti

Fréttamynd

Haukur óvænt í byrjunarliðinu í sigri Maryland

Haukur Helgi Pálsson var óvænt í byrjunarliði Maryland í 75-67 sigri á NC State í fyrstu umferð Atlantic Coast Conference tournament í nótt en Maryland mætir Duke í átta liða úrslitunum í dag. Haukur var með fimm stig, þrjú fráköst og eina stoðsendingu á 20 mínútum.

Körfubolti
Fréttamynd

Logi leiddi endurkomu Solna

Logi Gunnarsson skoraði 14 af 24 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Solna Vikings vann 68-62 útisigur á Södertälje Kings í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Þreföld tvenna hjá Hlyni

Sundsvall Dragons kom sér aftur á beinu brautina í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld með frábærum útisigri á Norrköping Dolphins, 105-98.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena leikmaður vikunnar

Helena Sverrisdóttir, leikmaður TCU-háskólaliðsins í Bandaríkjunum, var í annað skiptið í vetur valin leikmaður vikunnar í Mountain West-riðlinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Óvænt tap hjá Sundsvall Dragons

Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson náðu sér ekki á strik þegar að Sundsvall Dragons, topplið sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta, tapaði óvænt fyrir Jämtland Basket á heimavelli í kvöld, 61-74.

Körfubolti
Fréttamynd

Fjórða tapið í röð hjá Helga Má og félögum

Helgi Már Magnússon og félagar í Uppsala Basket töpuðu stórt á útivelli fyrir Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Norrköping vann leikinn 111-88 eftir að hafa verið 16 stigum yfir í hálfleik, 60-44.

Körfubolti
Fréttamynd

Logi með 22 stig á 21 mínútu í stórsigri Solna

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings unnu auðveldan 37 stiga útisigur á 08 Stockholm HR, 101-64, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Logi skoraði 22 stig á 21 mínútu í leiknum en hann var hvíldur allan lokaleikhlutann þegar úrslitin voru ráðin.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob tapaði naumlega í þriggja stiga skotkeppninni

Stjörnuleikurinn í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta fer fram í kvöld og þar verða þrír íslenskir leikmenn í aðalhlutverki: Hlynur Bæringsson, Jakob Sigurðarson og Logi Gunnarsson. Stjörnuleikurinn fer fram í Sundsvall eða á heimavelli Hlyns og Jakobs.

Körfubolti
Fréttamynd

TCU tapaði fyrir toppliðinu

Helena Sverrisdóttir skoraði níu stig fyrir TCU sem tapaði fyrir BYU-háskólanum í toppslag Mountain West-riðilsins í bandaríska háskólaboltanum í gærkvöldi, 70-60.

Körfubolti
Fréttamynd

Tíundi sigur TCU

Helena Sverrisdóttir skoraði átján stig fyrir TCU sem vann átta stiga sigur á Colorade State í bandaríska háskólaboltanum í gær, 61-53.

Körfubolti
Fréttamynd

37 íslensk stig í sjötta sigri Sundsvall í röð

Sundsvall Dragons hélt sigurgöngu sinni áfram í sænska körfuboltanum í kvöld þegar liðið vann 97-78 útisigur á ecoÖrebro. Þetta var sjötti sigur Sundsvall í röð og jafnframt nítjándi sigur liðsins í síðustu tuttugu leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena sjóðheit í Las Vegas í nótt

Helena Sverrisdóttir var sjóðheit fyrir utan þriggja stiga línuna þegar TCU-liðið vann 71-64 sigur á University of Nevada í Las Vegas í nótt en leikurinn fór fram Cox Pavilion höllinni. TCU hefur unnið 8 af 10 leikjum sínum í Mountain West Conference og alls 16 af 24 leikjum vetrarins.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukur með flottan leik - skoraði 13 stig á 14 mínútum

Haukur Helgi Pálsson átti mjög góðan leik með Maryland-liðinu í bandaríska háskólaboltanum í nótt þegar liðið vann 54 stiga sigur á Longwood-háskólanum, 106-52, á heimavelli. Haukur skoraði 13 stig á 14 mínútum í leiknum en hann átti frábæra innkomu í fyrri hálfleiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Sundsvall vann 33 stiga stórsigur á heimavelli

Sundsvall styrkti stöðu sína á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta með 33 stiga sigri á 08 Stockholm, 100-67 á heimavelli í kvöld. Þetta var fimmti sigur Sundsvall-liðsins í röð og ennfremur 18. sigurinn í síðustu 19 leikjum. Sundsvall er með sex stiga forskot á LF Basket á toppnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Hlynur, Logi og Jakob allir valdir í Stjörnuleikinn í Svíþjóð

Íslensku strákarnir hafa verið að standa sig frábærlega í sænska körfuboltanum í vetur og nú síðasta voru þrír þeirra valdir í Stjörnuleik deildarinnar sem fer fram 21. febrúar. Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson spila með norðurúrvalinu en Logi Gunnarsson var valinn í suðurliðið.

Körfubolti