Körfubolti

Fréttamynd

Enn einn tapleikur CB Granada

Jón Arnór Stefánsson skoraði fimm stig er lið hans, CB Granada, tapaði fyrir Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 86-79.

Körfubolti
Fréttamynd

Logi stiga- og frákastahæstur í útisigri Solna

Logi Gunnarsson var með 15 stig, 10 fráköst og 3 stolna bolta þegar Solna Vikings vann 71-65 útisigur á ecoÖrebro í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gærkvöldi. Solna hefur unnið 9 af 18 leikjum sínum og er í 6. sæti deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Hlynur besti leikmaður sænsku deildarinnar samkvæmt tölfræðinni

Hlynur Bæringsson hefur spilað afar vel með Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta og er eins og er efstur í fráköstum í deildinni og meðal efstu mann í bæði stigum og stoðsendingum. Hann er líka sá leikmaður sem skilar mestu til síns liðs í deildinni og er því samkvæmt tölfræðinni besti leikmaður deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Ótrúleg sigurganga hjá Connecticut - 89 sigurleikir í röð

Kvennalið Connecticut háskólans í körfubolta setti nýtt met í hópíþróttum á þriðjudaginn þegar liðið sigraði Florida State 93-63 í NCAA háskóladeildinni. „UConn Huskies“ eins og liðið er kallað vestanhafs hefur nú unnið 89 deildarleiki í röð og bætti met karlaliðs UCLA sem vann 88 leiki í röð á árunum 1971-1974.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór stigahæstur í tapleik

Jón Arnór Stefánsson skoraði fimmtán stig fyrir CB Granada sem tapaði fyrir Lagun Aro í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 75-68, á heimavelli.

Körfubolti
Fréttamynd

26 stig frá Loga var ekki nóg fyrir Solna

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings náðu ekki að vinna topplið sænsku úrvalsdeildarinnar í gær þrátt fyrir að íslenski bakvörðurinn hafi átt mjög góðan leik. Solna tapaði þá 71-79 á heimavelli á móti LF Basket.

Körfubolti
Fréttamynd

Logi skoraði fimm þrista þriðja leikinn í röð

Logi Gunnarsson skoraði 23 stig og hitti úr 75 prósent skota sinna (9 af 12) þegar Solna Vikings vann öruggan sextán stiga útisigur á 08 Stokkhólmi, 92-76, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Solna-liðið var með frumkvæðið allan leikinn og tólf stiga forskot í hálfleik, 47-35.

Körfubolti
Fréttamynd

Logi með 21 stig í tapi fyrir Norrköping

Logi Gunnarsson skoraði 21 stig þegar lið hans Solna Vikings tapaði 81-91 í framlenginu á móti sænsku meisturunum í Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Þetta var sjöundi leikurinn í vetur þar sem Logi brýtur tuttugu stiga múrinn í vetur en hann hitti úr 5 af 9 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Enn tapaði TCU

Helena Sverrisdóttir skoraði tíu stig fyrir TCU sem tapaði fyrir Virginia á æfingamóti á bandarísku Jómfrúaeyjunum í gær.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena með 20 stig í tapleik

Helena Sverrisdóttir skoraði 20 stig fyrir TCU í nótt en það dugði ekki til þar sem að liðið tapaði fyrir West Virginia í bandaríska háskólaboltanum í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór með tíu stig í tveggja stiga tapi

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada þurftu að sætta sig við tveggja stiga tap á útivelli á móti Fuenlabrada, 74-72, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Jón Arnór skoraði 10 stig á 24 mínútum en hitti ekki vel í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Logi og félagar unnu meistarana á útivelli

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings unnu 97-92 útisigur á meisturum Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni í dag og enduðu um leið tveggja leikja taphrinu sína. Logi átti flottan leik og var næststigahæsti maður vallarsins með 24 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Hauki og félögum tókst ekki að vinna í Madison Square Garden

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Maryland urðu í 4. sæti á 2K Sports Classic hraðmótinu í New York en því lauk í nótt. Maryland tapaði 76-80 fyrir Illinois í leiknum um þriðja sætið efrir að hafa tapað fyrir Pittsburgh í undanúrslitunum. Pittsburgh vann síðan mótið.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena með 18 stig á 29 mínútum í öruggum sigri

Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU hafa byrjað tímabilið á þremur sigurleikjum en liðið vann öruggan 82-59 sigur á UTSA í nótt. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem TCU nær að vinna þrjá fyrstu leiki tímabilsins undir stjórn þjálfarans Jeff Mittie.

Körfubolti