Körfubolti

Fréttamynd

Ein af fimm bestu hjá ESPN

Helena Sverrisdóttir var á dögunum valin ein af fimm bestu litlu framherjunum í bandaríska háskólakörfuboltanum af bandaríska fjölmiðla­risanum ESPN.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukur og félagar á góðu skriði - myndband

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Maryland hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu en Haukur er að stíga sín fyrstu spor með þessum virta körfuboltaskóla. Haukur spilaði í 16 mínútur í síðasta leik þegar Maryland vann öruggan 89-59 sigur á Maine-skólanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór skoraði 15 stig

Jón Arnór Stefánsson skoraði 15 stig í naumum sigri Granada gegn Cajasol í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í dag. Granada sigraði 73-72 en þetta er aðeins annar sigur liðsins í sjö leikjum.

Sport
Fréttamynd

Logi tók til sinna ráða - skoraði 24 stig í sigri

Logi Gunnarsson átti stórleik og var með 24 stig þegar Solna Vikings vann sjö stiga sigur á Örebro Basket, 85-78, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson töpuðu á heimavelli með liði sínu Sundsvall Dragons.

Körfubolti
Fréttamynd

Lamdi leikmenn með lyftingabelti

Sérstakt mál hefur komið upp í Bandaríkjunum þar sem þrír leikmenn körfuboltaliðs í menntaskóla hafa kært þjálfarann sinn fyrir ofbeldisfulla hegðun.

Körfubolti
Fréttamynd

Hlynur með á ný en Sundsvall tapaði

Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson voru báðir með Sundsvall Dragons í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld en tókst ekki að koma í veg fyrir sautján stiga tap liðsins á útivelli á móti LF Basket, 94-77.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór góður í naumu tapi

Granada tapaði 60-57 fyrir Menorka í spænsku úrvalsdeildinni en liðið var 51-38 undir þegar 7 mínútur voru eftir. 19-9 endasprettur liðsins hófst á þriggja stiga körfu frá Jóni Arnóri.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór með flottan leik í fyrsta sigurleik Granada

Jón Arnór Stefánsson var næststigahæstur hjá CB Granada sem vann 77-74 sigur á Asefa Estudiantes í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Þetta var fyrsti sigur Granada á tímabilinu en liðið hafði tapað fyrstu fjórum leikjum sínum.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob með 20 stig í sigri

Jakob Sigurðarson skoraði 20 stig þegar lið hans, Sundsvall Dragons, vann góðan sigur á 08 Stockholm, 89-79, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Magnús stigahæstur í sigurleik

Magnús Þór Gunnarsson var stigahæstur leikmanna Aabyhoj IF er liðið vann níu stiga sigur á Horsholm 79ers í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 69-60.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob stigahæstur í tapleik

Jakob Sigurðarson skoraði 27 stig fyrir Sundsvall sem tapaði fyrir Norrköping á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 101-81.

Körfubolti
Fréttamynd

Iverson ætlar að skrifa undir hjá tyrkneska liðinu

Allen Iverson er búinn að semja við tyrkneska félagið Besiktas til næstu tveggja ára og byrjar væntanlega að spila með liðinu í byrjun næsta mánaðar. Iverson fær fjórar milljónir dollara fyrir samninginn eða um 447 milljónir íslenskra króna.

Körfubolti
Fréttamynd

Hlynur með þriðju tvennuna í röð í sigri Sundsvall

Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson átti báðir góðan leik í kvöld þegar Sundsvall Dragon vann þrettán stiga sigur á Helga Má Magnússyni og félögum í Uppsala Basket, 78-65. Þetta var annar sigur Sundsvall í þremur leikjum í sænsku deildinni en Uppsala hefur unnið einn leik og tapað hinum tveimur.

Körfubolti
Fréttamynd

Helgi hafði betur gegn Loga

Helgi Már Magnússon og félagar í Uppsala Basket unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni þegar liðið vann 21 stigs sigur á Loga Gunnarssyni og félögum í Solna Vikings, 90-69.

Körfubolti
Fréttamynd

Magnús búinn að skora flesta þrista í dönsku deildinni

Magnús Þór Gunnarsson hefur byrjað vel með danska liðinu Aabyhøj og átti nú síðast mjög góðan leik í naumu tapi eftir framlengingu á móti Horsens í fyrrakvöld. Magnús skoraði 22 stig í leiknum eða meira en allir aðrir á vellinum og setti hann meðal annars niður 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum.

Körfubolti
Fréttamynd

Íslensku strákarnir skoruðu saman 61 stig í Íslendingaslagnum

Logi Gunnarsson var stigahæstur í sigurleik í sínum fyrsta leik með Solna Vikings í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gær en hann mættir þá Sundsvall þar sem spila Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson sem áttu báðir góðir leik. Solna vann leikinn 98-96 á körfu á síðustu sekúndu leiksins.

Körfubolti