Körfubolti

Fréttamynd

TCU vann og Helena valin best

TCU vann í nótt sigur á Utah, 62-41, í bandaríska háskólaboltanum í körfubolta. Þetta var annar sigur liðsins í jafn mörgum leikjum í Mountain West-riðlinum og alls sjöundi sigur TCU í röð í öllum keppnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena ekki lengur stigahæst hjá TCU-liðinu

Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU unnu mjög öruggan 37 stiga sigur, 72-35, á Air Force skólanum í fyrsta leik sínum í Mountain West deildarkeppninni en þetta var sjötti sigurleikur liðsins í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob frábær í glæsilegum útisigri á toppliðinu

Jakob Örn Sigurðarson átti frábæran leik með Sundsvall í toppslag sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld. Sundsvall vann glæsilegan 91-79 útisigur á Norrköping og náði að minnka forskot liðsins á toppnum í fjögur stig. Þetta var fjórði sigur Sundsvall í röð og Jakob hefur mjög góður í þeim öllum.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena var í kvöld valin besti leikmaður vikunnar

Helena Sverrisdóttir fór á kostum með TCU í bandaríska háskólakörfuboltanum í síðustu viku og var líka í kvöld kosin leikmaður vikunnar í Mountain West deildinni. Helena var með 21,5 stig, 8,5 fráköst og 6,5 stoðsendingar að meðaltali í tveimur sigurleikjum TCU á Houston og Texas A&M-Corpus Christi.

Körfubolti
Fréttamynd

Sögulegur leikur hjá Helenu

Helena Sverrisdóttir náði sögulegum árangri þegar að TCU vann góðan sigur á Corpus Christi, 78-74, í bandaríska háskólaboltanum í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena að nálgast þúsundasta stigið

Helena Sverrisdóttir var einu stigi frá því að jafna persónulega stigametið sitt með TCU þegar hún skoraði 26 stig í 66-61 útisigri á Houston í bandaríska háskólaboltanum á gamlárskvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena kvaddi gamla árið með flottum leik

Helena Sverrisdóttir fór fyrir TCU-liðinu í 66-61 útisigri á Houston í bandaríska háskólaboltanum á gamlárskvöld. Helena skoraði 26 stig og hitti úr 10 af 17 skotum sínum í leiknum. Hún var stigahæsti leikmaður vallarsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena valin besti leikmaður vikunnar

Helena Sverrisdóttir var í kvöld valin besti leikmaður vikunnar í Mountain West deildinni eftir að hafa spilað frábærlega í tveimur glæsilegum sigurleikjum TCU í vikunni. Þetta er í fjórða sinn á ferlinum sem Helena hlýtur þessa viðurkenningu.

Körfubolti
Fréttamynd

Búnir að vinna öll tíu lið deildarinnar í einum rykk

Helgi Már Magnússon og félagar í Solna Vikings unnu sinn tíunda leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni þegar liðið vann sannfærandi 22 stiga heimasigur á Plannja, 85-63. Solna er á toppnum með tveggja stiga forskot á Norrköping og sex stiga forskot á Jakob Örn Sigurðarson og félaga í Sundsvall sem unnu 83-70 útisigur á Jämtland.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór byrjaður að æfa aftur með Granada

Jón Arnór Stefánsson er byrjaður að æfa á nýjan leik með spænska körfuboltaliðinu CB Granada eftir að hafa meiðst illa á baki á undirbúningstímabilinu.Jón Arnór mætti á sín fyrstu æfingu á mánudaginn en hann mun æfa með liðinu annaðhvorn dag auk þess að hann mun ekki taka þátt í nema hlut af æfingunum fyrst um sinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Ekkert gengur hjá Maríu Ben og félögum í UTPA

Körfuboltalið The University of Texas-Pan American með íslenska miðherjann Maríu Ben Erlingsdóttir innanborðs tapaði í nótt sínum sjöunda leik í röð í bandaríska háskólaboltanum þegar liðið lá 69-58 fyrir Arkansas-Pine Bluff skólanum.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena með 17 stig í stórsigri TCU í nótt

Helena Sverrisdóttir var aftur komin í byrjunarlið TCU sem vann 65-44 sigur á ULM í bandaríska háskólaboltanum í nótt. Helena var önnur stigahæst hjá TCU-liðinu með 17 stig á 26 mínútum. Þetta var ellefti heimasigur TCU í röð í Daniel-Meyer Coliseum.

Körfubolti
Fréttamynd

Helgi Már rólegur í níunda sigri Solna Vikings í röð

Helgi Már Magnússon og félagar í Solna Vikings unnu góðan 11 stig útisigur á Gothia Basket í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og halda því áfram sigurgöngunni og toppsæti deildarinnar. Þetta var níundi sigur Solna Vikings í röð en liðið hefur ekki tapað síðan 20. október.

Körfubolti