Körfubolti

Fréttamynd

Clippers vann sigur í Moskvu

NBA lið Los Angeles Clippers vann sigur á rússneska liðinu BC Khimki í æfingaleik í Moskvu í dag 89-91. Shaun Livingston skoraði 19 stig fyrir bandaríska liðið sem hefur verið í Rússlandi síðan um mánaðamót í æfingabúðum.

Körfubolti
Fréttamynd

Skaut af byssu til að skakka leikinn

Villingurinn Stephen Jackson og nokkrir félagar hans frá NBA liði Indiana Pacers lentu í vandræðum fyrir utan súlustað í Indianapolis í gærkvöldi þar sem þeir áttu í deilum við nokkra aðra gesti staðarins. Jackson fór verst út úr þessum viðskiptum en hann fékk hnefahögg og því næst var ekið á hann. Jackson stillti sjálfur til friðar með því að skjóta fimm skotum upp í loftið af skammbyssu sinni.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA lið í eldlínunni í Evrópu

Um þessar mundir eru fjögur lið úr NBA deildinni í körfubolta á æfingaferðalögum um Evrópu undir yfirskriftinni NBA Europe Live ´06. Körfuboltaáhugamenn geta fylgst með fjórum þessara leikja í beinni útsendingu á veitingastaðnum Ölveri í Glæsibæ.

Körfubolti
Fréttamynd

Carlisle fær nýjan samning og stöðuhækkun

Rick Carlisle, þjálfari Indiana Pacers í NBA deildinni, hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við félagið og hefur þar að auki fengið stöðu í stjórninni. Carlisle hefur þjálfað Pacers í þrjú ár og var meðal annars kjörinn þjálfari ársins í deildinni árið 2002 þegar hann stýrði liði Detroit Pistons.

Körfubolti
Fréttamynd

Luol Deng löglegur með enska landsliðinu

Körfuboltamaðurinn Luol Deng sem spilar með Chicago Bulls í NBA deildinni, hefur nú fengið grænt ljós á að spila með landsliði Englendinga í körfubolta. Deng kemur upphaflega frá Súdan í Afríku, en bjó í London á unglingsárum sínum.

Körfubolti
Fréttamynd

Slasaði þjálfara sinn með troðslu

Nýliðinn Ryan Hollins hjá Charlotte Bobcats á ef til vill ekki eftir að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar í NBA deildinni í vetur en í dag tryggði hann að aðstoðarþjálfari liðsins á ekki eftir að gleyma honum í bráð.

Körfubolti
Fréttamynd

Eigandi Memphis Grizzlies selur hlut sinn

Milljarðamæringurinn Michael Heisley hefur selt 70% hlut í NBA liðinu Memphis Grizzlies til hóps fjárfesta fyrir um 360 milljónir dollara. Hópurinn samanstendur af mörgum einstaklingum en sá þekktasti er líklega fyrrum leikmaðurinn Christian Laettner sem lagði skóna á hilluna í NBA í fyrra.

Körfubolti
Fréttamynd

O´Neal hefði hætt ef Riley hefði hætt

Blaðið New York Daily News heldur því fram í dag að miðherjinn Shaquille O´Neal hafi verið búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna ef Pat Riley hefði ákveðið að hætta þjálfun í sumar. Riley ákvað þess í stað að þjálfa í amk eitt ár í viðbót og freistar þess að verja NBA meistaratitilinn með Miami Heat. Ef O´Neal hefði hætt, hefði hann orðið af 80 milljónum dollara sem hann á eftir af samningi sínum við félagið.

Körfubolti
Fréttamynd

Krísufundur vegna máls Larry Brown kvöld

Í dag verður haldinn krísufundur hjá New York Knicks þar sem fulltrúar félagsins munu ræða við fyrrum þjálfara félagsins Larry Brown og hans fylgdarlið, þar sem umræðuefnið verður óuppgerður samningur þjálfarans frá því hann var rekinn í júní í sumar.

Körfubolti
Fréttamynd

Jay Williams snýr aftur

Leikstjórnandinn Jay Williams hefur skrifað undir samning við New Jersey Nets í NBA deildinni en hann hefur ekki spilað leik í þrjú ár eftir að hafa lent í mjög alvarlegu bifhjólaslysi í júní árið 2003.

Körfubolti
Fréttamynd

Bonzi Wells semur við Houston Rockets

Framherjinn Bonzi Wells sem lék með Sacramento Kings í NBA deildinni á síðustu leiktíð hefur gengið frá samningi við Houston Rockets. Wells var síðasta "stóra nafnið" á lista leikmanna sem voru með lausa samninga fyrir næsta tímabil, en samningur hans við Texas liðið er aðeins til tveggja ára og getur hann orðið laus allra mála eftir næsta tímabil.

Körfubolti
Fréttamynd

Nowitzki framlengir við Dallas

Þýski stjörnuleikmaðurinn Dirk Nowitzki hefur framlengt samning sinn við NBA lið Dallas Mavericks til þriggja ára og fær fyrir það um 60 milljónir dollara samkvæmt heimildarmanni ESPN sjónvarpsstöðvarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Spike Lee leikstýrir auglýsingu fyrir Dwyane Wade

Kvikmyndaleikstjórinn og körfuboltaáhugamaðurinn Spike Lee hefur nú lokið tökum á nýjustu auglýsingaherferð fyrir nýja Converse-skó sem Dwyane Wade hjá Miami Heat mun nota á næsta tímabili. Wade var kjörinn verðmætasti leikmaður lokaúrslitanna í NBA í sumar þegar lið Miami vann meistaratitilinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Sigurhrina Bandaríkjamanna stöðvuð

Kvennalið Bandaríkjanna fetaði í fótspor karlaliðsins í dag þegar liðið tapaði óvænt fyrir Rússum 75-68 í undanúrslitum á HM. Bandaríska liðið var tvöfaldur heimsmeistari og Ólympíumeistari fyrir leikinn og hafði liðið unnið 26 leiki í röð á HM, en síðasta tap þeirra var gegn Brasilíu á HM árið 1994. Það verða því lið Rússlands og Ástralíu sem leika til úrslita um helgina, en mótið fer fram í Brasilíu.

Körfubolti
Fréttamynd

Arenas ætlar að hefna sín á þjálfurum sínum

Skorunarmaskínan Gilbert Arenas hjá Washington Wizards hugsar þjálfurum sínum hjá bandaríska landsliðinu nú þegjandi þörfina eftir að hann komst ekki í lokahópinn á HM í Japan á dögunum og ætlar að hefna sín rækilega á þeim þegar deildarkeppnin í NBA hefst síðar í haust.

Körfubolti
Fréttamynd

Finnar lögðu Georgíu

Finnar eru komnir í efsta sætið í C-riðli okkar Íslendingar í B-deild Evrópumótsins í körfuknattleik eftir góðan 91-81 sigur á Georgíumönnum á heimavelli nú síðdegis. Petri Virtanen skoraði 27 stig fyrir Finna og Teemu Rannikko 20, en Zaza Pachulia fór hamförum hjá Georgíu og skoraði 36 stig og hirti 13 fráköst. Finnar hafa því unnið sigur í öllum þremur leikjum sínum í riðlinum, en Georgía hefur unnið þrjá af fjórum leikjum.

Körfubolti
Fréttamynd

Tony Kukoc íhugar að hætta

Króatíski framherjinn Tony Kukoc sem leikið hefur með Milwaukee Bucks undanfarin fjögur ár, segir að hann muni líklega leggja skóna á hilluna á næstu dögum eða vikum. Kukoc er 38 ára gamall og er líklega þekktastur fyrir að leika með gullaldarliði Chicago Bulls sem vann titilinn á árunum 1996-98.

Körfubolti
Fréttamynd

Við vinnum fyrir laununum okkar

NFL-stjarnan Dhani Jones segir í einkaviðtali við Fréttablaðið að lífið í NFL-deildinni sé ekki bara gleði og glaumur. Ferillinn hefur tekið sinn toll af þessum 29 ára varnarmanni.

Körfubolti
Fréttamynd

Það vantar neistann

Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers og bandaríska landsliðsins í körfubolta, segir að liðinu skorti neistann sem þarf til að ná árangri á alþjóðlegum vettvangi. Bandaríkin náðu aðeins 3. sæti á nýafstöðnu Heimsmeistaramóti og olli liðið miklum vonbrigðum.

Körfubolti
Fréttamynd

Gasol frá keppni í fjóra mánuði

Spænski framherjinn Paul Gasol verður á hliðarlínunni næstu fjóra mánuðina eftir að hafa gengist undir aðgerð á vinstri fæti. Þetta er mikið áfall fyrir lið Memphis Grizzlies í NBA þar sem Gasol er lykilmaður liðsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Gary Payton framlengir við Miami

Leikstjórnandinn Gary Payton hefur efnt loforð sitt frá því í vor og hefur nú framlengt samning sinn við NBA meistara Miami Heat um eitt ár. Payton fær aðeins rúma milljón dollara í árslaun fyrir samninginn og segist vilja vinna annan titil með liðinu áður en hann leggur skóna á hilluna.

Körfubolti
Fréttamynd

Lisa Leslie verðmætasti leikmaðurinn

Lisa Leslie var á sunnudag valin verðmætasti leikmaðurinn í amerísku kvennadeildinni í körfubolta í þriðja sinn á ferlinum. Leslie leikur með Los Angeles Sparks og var þetta í þriðja sinn á ferlinum sem hún vinnur þessi verðlaun, en aðeins Sheryl Swoopes hjá Houston Comets hefur unnið verðlaunin jafn oft. Leslie skoraði 20 stig að meðaltali í leik í sumar og leiddi deildina í stigum og fráköstum.

Körfubolti
Fréttamynd

Tveir Spánverjar í úrvalsliði HM

Spánverjar áttu tvo leikmenn í úrvalsliði HM sem útnefnt var eftir úrslitaleikinn í gær. Þeir Pau Gasol og Jorge Garbajosa voru fulltrúar Spánar, en auk þeirra voru þeir Carmelo Anthony frá Bandaríkjunum, Manu Ginobili frá Argentínu og Theodoros Papaloukas frá Grikklandi í úrvalsliði keppninnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Spánverjar heimsmeistarar

Spánverjar tryggðu sér í dag heimsmeistarartitilinn í körfubolta með í fyrsta sinn með óvæntum stórsigri á Grikkjum í úrslitaleik 70-49. Spánverjar léku án síns besta manns, Pau Gasol, en það kom ekki að sök. Gasol meiddist í undanúrslitaleiknum gegn Argentínu, en hann var kosinn maður mótsins eftir leikinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Gasol spilar ekki úrslitaleikinn

Spænski framherjinn Pau Gasol getur ekki spilað úrslitaleikinn á HM með liði Spánverja eftir að í ljós kom að hann er ristarbrotinn. Gasol hefur verið langbesti maður spænska liðsins á leið þess í úrslitaleikinn og er þetta því gríðarleg blóðtaka fyrir liðið. Hann hefur skorað að meðaltali rúm 21 stig og hirt yfir 9 fráköst. Úrslitaleikurinn fer fram á morgun.

Körfubolti
Fréttamynd

Bandaríkjamenn hirtu bronsið

Bandaríska landsliðið tryggði sér í dag bronsverðlaun á HM í körfubolta sem fram fer í Japan með öruggum sigri á Argentínumönnum 96-81. Dwyane Wade skoraði 32 stig fyrir Bandaríkjamenn, sem þurftu að gera sér þriðja sætið að góðu líkt og á Ólympíuleikunum fyrir tveimur árum.

Körfubolti
Fréttamynd

Spánverjar í úrslit

Það verða Spánverjar og Grikkir sem leika til úrslita á HM í körfubolta eftir að liðið vann nauman sigur á Ólympíumeisturum Argentínu í undanúrslitunum í dag 75-74. Leikurinn var í járnum allan tímann, en spænska liðið náði að landa naumum sigri á lokasekúndunum þrátt fyrir að vera án Pau Gasol sem meiddist á ökkla í lokin.

Körfubolti
Fréttamynd

Grikkir lögðu Bandaríkjamenn

Evrópumeistarar Grikkja gerðu sér lítið fyrir og lögðu Bandaríkjamenn 101-95 á HM í körfubolta sem fram fer í Japan og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleik mótsins á sunnudag. Bandaríkjamenn áttu ekkert svar við einföldum en árangursríkum sóknarleik gríska liðsins, sem nýtti 63% skota sinna í leiknum og því verða Bandaríkjamenn í besta falli að sætta sig við bronsverðlaun á mótinu líkt og á Ólympíuleikunum fyrir tveimur árum.

Körfubolti
Fréttamynd

Repúblikanarnir eru að eyðileggja landið

Fyrrum körfuboltamaðurinn Charles Barkley íhugar nú að fara í framboð til fylkisstjóra í Alabama og í viðtali við Fox sjónvarpsstöðina sem fer í loftið á sunnudag, segir Barkley að Repúblikanar séu að fara eyðileggja Bandaríkin. Hann sagðist ennfremur ekkert hafa á móti því að samkynhneigðir fengju að ganga í hjónaband.

Körfubolti
Fréttamynd

Tyrkir létu jarðskjálfta ekki hafa áhrif á sig

Það verða Tyrkir og Frakkar sem keppa um fimmta sætið á HM í körfubolta eftir leiki dagsins á mótinu í Japan. Tyrkir lögðu Litháa 95-84 í framlengdum leik, þar sem jarðskjálfti upp á 4,8 á Richter skók höllina í hálfleik og Frakkar lögðu Þjóðverja síðar í dag 75-73 þar sem Mickael Gelabale skoraði sigurkörfuna í lokin. Joseph Gomis skoraði 22 stig fyrir Frakka en Dirk Nowitzki skoraði 29 stig fyrir Þjóðverja, þar af 21 í síðari hálfleik.

Körfubolti