Grikkir lögðu Bandaríkjamenn 1. september 2006 11:55 Grikkir dönsuðu stríðsdans á vellinum eftir sigurinn á Bandaríkjamönnum, sem flestir gengu beint til búningsherbergja í stað þess að óska andstæðingum sínum til hamingju með sætið í úrslitunum NordicPhotos/GettyImages Evrópumeistarar Grikkja gerðu sér lítið fyrir og lögðu Bandaríkjamenn 101-95 á HM í körfubolta sem fram fer í Japan og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleik mótsins á sunnudag. Bandaríkjamenn áttu ekkert svar við einföldum en árangursríkum sóknarleik gríska liðsins, sem nýtti 63% skota sinna í leiknum og því verða Bandaríkjamenn í besta falli að sætta sig við bronsverðlaun á mótinu líkt og á Ólympíuleikunum fyrir tveimur árum. Carmelo Anthony var stigahæstur í liði Bandaríkjanna með 27 stig, Dwyane Wade skoraði 19 stig og LeBron James skoraði 17. Bandaríkjamenn hittu aðeins úr 32% þriggja stiga skota sinna og 59% vítaskota sinna. Bandaríska liðið hafði 12 stiga forstu í öðrum leikhluta, en þá tóku Evrópumeistararnir góða rispu og komust 14 stigum yfir í þriðja leikhluta. Bandaríkjamenn náðu mest að minnka muninn í 95-91 þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum, en lengra komust þeir ekki. Þetta er þriðja stórmótið í röð sem liðið nær ekki að vinna síðan það vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum um aldamótin - og enn ein vonbrigðin fyrir bandaríska liðið. Vassilis Sanoulis, sem er á leið til liðs við Houston Rockets í NBA, skoraði 22 stig fyrir Grikki, Mihalis Kakiouzis skoraði 15 stig og Sofoklis Schortsiantis, sem kallaður er "Litli-Shaq", skoraði 14 stig. "Góðir leikmenn vinna stóru leikina. Við spiluðum mjög vel í dag," sagði bakvörðurinn Thaodoros Papaloukas í liði Grikkja, sem var valinn verðmætasti leikmaður Evrópumótsins og var með 12 stoðsendingar í leiknum í dag.. "Strákarnir eru í rusli yfir þessu tapi og sem betur fer fá þeir strax leik á morgun til að rétta úr kútnum, í stað þess að þurfa að bíða fram á sunnudag," sagði Jerry Colangelo, framkvæmdastjóri bandaríska liðsins. "Við komum hingað til að ná í gullið, en nú verðum við bara að þjappa okkur saman og gera okkur klára fyrir næsta verkefni." "Körfubolti snýst um annað og meira en að rekja boltann og skjóta," sagði Panagiotis Yannakis, þjálfari Grikkja, sem fékk sérstakt hamingjuóskasímtal frá forsætisráðherranum Costas Karamanlis eftir leikinn. En þjálfarinn var þar augljóslega að senda Bandaríkjamönnunum litla pillu með orðum sínum. Grikkir mæta því annað hvort Argentínu eða Spáni í úrslitaleik mótsins á sunnudag, en Bandaríkjamenn mæta tapliðinu úr þeim leik í viðureigninni um bronsið á morgun. Erlendar Íþróttir Körfubolti Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Evrópumeistarar Grikkja gerðu sér lítið fyrir og lögðu Bandaríkjamenn 101-95 á HM í körfubolta sem fram fer í Japan og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleik mótsins á sunnudag. Bandaríkjamenn áttu ekkert svar við einföldum en árangursríkum sóknarleik gríska liðsins, sem nýtti 63% skota sinna í leiknum og því verða Bandaríkjamenn í besta falli að sætta sig við bronsverðlaun á mótinu líkt og á Ólympíuleikunum fyrir tveimur árum. Carmelo Anthony var stigahæstur í liði Bandaríkjanna með 27 stig, Dwyane Wade skoraði 19 stig og LeBron James skoraði 17. Bandaríkjamenn hittu aðeins úr 32% þriggja stiga skota sinna og 59% vítaskota sinna. Bandaríska liðið hafði 12 stiga forstu í öðrum leikhluta, en þá tóku Evrópumeistararnir góða rispu og komust 14 stigum yfir í þriðja leikhluta. Bandaríkjamenn náðu mest að minnka muninn í 95-91 þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum, en lengra komust þeir ekki. Þetta er þriðja stórmótið í röð sem liðið nær ekki að vinna síðan það vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum um aldamótin - og enn ein vonbrigðin fyrir bandaríska liðið. Vassilis Sanoulis, sem er á leið til liðs við Houston Rockets í NBA, skoraði 22 stig fyrir Grikki, Mihalis Kakiouzis skoraði 15 stig og Sofoklis Schortsiantis, sem kallaður er "Litli-Shaq", skoraði 14 stig. "Góðir leikmenn vinna stóru leikina. Við spiluðum mjög vel í dag," sagði bakvörðurinn Thaodoros Papaloukas í liði Grikkja, sem var valinn verðmætasti leikmaður Evrópumótsins og var með 12 stoðsendingar í leiknum í dag.. "Strákarnir eru í rusli yfir þessu tapi og sem betur fer fá þeir strax leik á morgun til að rétta úr kútnum, í stað þess að þurfa að bíða fram á sunnudag," sagði Jerry Colangelo, framkvæmdastjóri bandaríska liðsins. "Við komum hingað til að ná í gullið, en nú verðum við bara að þjappa okkur saman og gera okkur klára fyrir næsta verkefni." "Körfubolti snýst um annað og meira en að rekja boltann og skjóta," sagði Panagiotis Yannakis, þjálfari Grikkja, sem fékk sérstakt hamingjuóskasímtal frá forsætisráðherranum Costas Karamanlis eftir leikinn. En þjálfarinn var þar augljóslega að senda Bandaríkjamönnunum litla pillu með orðum sínum. Grikkir mæta því annað hvort Argentínu eða Spáni í úrslitaleik mótsins á sunnudag, en Bandaríkjamenn mæta tapliðinu úr þeim leik í viðureigninni um bronsið á morgun.
Erlendar Íþróttir Körfubolti Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira