Ástin á götunni Campo frá í tvo mánuði Úrvaldseildarlið Bolton varð í dag fyrir því áfalli að spænski miðjumaðurinn Ivan Campo fótbrotnaði á æfingu og talið er víst að hann verði frá keppni í tvo mánuði fyrir vikið. Sport 17.10.2005 23:47 Pálmi á förum frá KA Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KA í knattspyrnu sem þjálfarar og fyrirliðar 1.deildar karla völdu sem leikmann ársins í kjöri sem fótbolti.net stóð fyrir, er að öllum líkindum á förum frá félaginu. Sport 17.10.2005 23:47 Naumur sigur Bayern á Frankfurt Bayern München marði 0-1 útisigur á Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Paolo Guerrero skoraði sigurmarkið 18 mínútum fyrir leikslok. Þetta var 15. sigur Bæjara í röð í deildinni en liðið hefur unnið alla sex leiki sína í deildinni til þessa. Sport 17.10.2005 23:46 Hörkuleikir á Sýn í kvöld Það verða tveir sannkallaðir stórleikir á Sýn í kvöld. Nú klukkan 18:50 verður á dagskrá leikur Barcelona og Valencia í spænska boltanum, en síðar um kvöldið verður leikur AC Milan og Lazio á dagskrá. Sá leikur er sýndur í beinni á Sýn Extra nú fljótlega á eftir. Sport 17.10.2005 23:47 Gilberto samdi við Arsenal Brasilíski miðjumaðurinn Gilberto hjá Arsenal, hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið til ársins 2009. Sport 17.10.2005 23:46 Árni og félagar töpuðu Árni Gautur Arason og félagar hans í Valerenga töpuðu 2-0 fyrir Lilleström í undanúrslitum norsku bikarkeppninnar í kvöld. Árni stóð í marki Valerenga allan leikinn, en gat ekki komið í veg fyrir tap sinna manna. Sport 17.10.2005 23:47 Enn dramatík í enska bikarnum Dramatíkin hélt áfram í enska bikarnum í kvöld, en Manchester City varð nýjasta liðið til að hljóta grimm örlög og falla úr keppni, þegar liðið tapaði fyrir Doncaster í vítakeppni. Heiðar Helguson skoraði eitt marka Fulham sem marði Lincoln 5-4. Sport 17.10.2005 23:47 Ísland úti í kuldanum Alþjóða knattspyrnusambandið og Knattspyrnusamband Evrópu samþykktu í gær að Skandinavíudeildin í knattspyrnu, eða Royal League, sem er samstarfsverkefni knattspyrnusambanda Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar, fái keppnisleyfi næstu fimm árin. Íslendingum hefur ekki verið boðið að vera með frekar en Finnum. Sport 17.10.2005 23:47 Neyðarfundur vegna stöðu deildar Neyðarfundur hefur verið boðaður hjá forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu vegna minnkandi aðsóknar, lítils skemmtanagildis, minni spennu og hækkandi miðaverðs. Stjórnarformenn liða í úrvalsdeildinni hittast í nóvember næstkomandi. Í ítarlegri úttekt <em>BBC</em> kemur m.a. fram að of margar beinar útsendingar í sjónvarpi, hækkun miðaverðs og varfærni í leikskipulagi liða sé hugsanleg ástæða minnkandi aðsóknar. Sport 17.10.2005 23:46 Carrick frá í tvær vikur Miðjumaðurinn Michael Carrick hjá Tottenham verður frá keppni í um það bil tvær vikur eftir að hafa snúið sig á ökkla í leik liðsins við Grimsby í deildarbikarnum í gærkvöldi, en það er leikur sem hann vill eflaust gleyma sem fyrst eins og aðrir leikmenn liðsins. Sport 17.10.2005 23:47 Jafnt hjá Barcelona og Valencia Barcelona og Valencia gerðu jafntefli í stórslag kvöldsins í spænska boltanum, þar sem markverðir liðanna voru í aðalhlutverki. Það voru gestirnir í Valencia sem náðu forystu í leiknum 2-1 eftir skelfileg mistök markvarðar Barcelona, en heimamenn náðu að nýta sér mistök markvarðar Valencia skömmu síðar og jöfnuðu metin. Sport 17.10.2005 23:47 Jol skammaði leikmenn sína Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, fór ekki fögrum orðum um leik sinna manna í tapinu gegn Grimsby í gærkvöldi, en Tottenham er dottið út úr bikarkeppninni fyrir liði sem er þremur deildum neðar á Englandi. Sport 17.10.2005 23:47 Rússar hafa áhuga á Aston Villa Forráðamenn Aston Villa hafa staðfest að viðræður séu í gangi við rússneska fjárfesta sem hafa í huga að kaupa félagið. Orðrómi sem kominn var á kreik að því fylgdi loforð um 75 milljónir punda til leikmannakaupa hefur þó verið vísað á bug og það tekið skýrt fram að viðræður séu aðeins á frumstigi. Sport 17.10.2005 23:45 Gústaf tekur við Haukum Gústaf Adolf Björnsson er tekinn við þjálfun 1. deildarliðs Hauka í fótbolta. Gústaf Adolf var ráðinn á mánudagskvöld eftir að stjórn Hauka hafði nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi Izudin Daða Dervic sem þjálfaði Hauka síðustu tvö sumur. Sport 17.10.2005 23:45 Rooney fær tveggja leikja bann Táningurinn skapstirði Wayne Rooney hjá Manchester United, fær tveggja leikja bann í Meistaradeild Evrópu fyrir brottvísun sína í leiknum gegn Villareal á dögunum, þar sem hann fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir kaldhæðnisleg mótmæli við dómara leiksins. Sport 17.10.2005 23:45 Beckham sló mótherja sinn Sergio Sanches, leikmaður Espanyol á Spáni, sagði að David Beckham hefði slegið sig í göngunum þegar leikmenn gengu af velli eftir tap Real Madrid gegn Espanyol í spænsku deildinni um helgina. Sport 17.10.2005 23:45 Rafa fer ekki fet Fregnir bárust af því í morgun að spænska stórveldið Real Madrid væri að íhuga að nálgast Rafael Benitez stjóra Liverpool, sem næsta knattspyrnustjóra liðsins, en spænska liðinu hefur gengið afleitlega í síðustu leikjum. Sport 17.10.2005 23:45 Stórslagur í spænska í kvöld Barcelona og Valencia mætast í kvöld í spænsku úrvalsdeildinni. Barcelona þarf nauðsynlega á sigri að halda í kvöld eftir að hafa tapað óvænt fyrir Atletico Madrid í síðustu umferð. Víctor Valdéz, markvörður Barcelona og spænska landsliðsins, á von á erfiðum leik. Sport 17.10.2005 23:45 Mido fær ekki lengra bann Egypski framherjinn Mido hjá Tottenham verður leikfær með liði sínu í gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi, en hann klárar að taka út þriggja leikja bann sitt gegn Grimsby í bikarnum í kvöld. Sport 17.10.2005 23:45 Enskir vilja Mourinho sem þjálfara Sá orðrómur hefur farið fjöllunum hærra á Englandi undanfarnar vikur að portúgalski knattspyrnustjórinn Jose Mourninho hjá Chelsea muni taka við enska landsliðinu í framtíðinni. Hann hefur nú gengið svo langt að enskir fjölmiðlar slógu því upp í gær að Portúgalinn væri tilbúinn að breyta um þjóðfang til að fá starfið. Sport 17.10.2005 23:45 Real íhugar að kæra Forystumenn Real Madríd íhuga að kæra leikinn gegn Espanyol í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í fyrradag. Dómari leiksins, Julian Rodriguez Santiago, flautaði skömmu áður en Espanyol skoraði eina mark leiksins. Sport 17.10.2005 23:45 Bjarni horfir til Noregs Bjarna Ólafi Eiríkssyni, varnarmanninum sterka í Val, stendur til boða að halda til Noregs og æfa með tveimur úrvalsdeildarfélögum, Vålerenga og Odd Grenland. Sport 17.10.2005 23:45 Capello með fæturna á jörðinni Fabio Capello, þjálfari Juventus, segir að byrjun liðsins í deildarkeppninni á Ítalíu sé ekkert til að hrópa húrra fyrir þrátt fyrir fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar og hefur áhyggjur af leiknum við Udinese annað kvöld. Sport 17.10.2005 23:45 Andri til reynslu hjá Öster Vestmannaeyingurinn Andri Ólafsson heldur nú í vikunni til Svíþjóðar þar sem hann mun vera til reynslu hjá 1. deildarfélaginu Östers IF. Andri hefur verið einn af fastamönnum ÍBV í sumar en hann hefur leikið fimmtán leiki og skorað í þeim þrjú mörk. Forráðamenn Öster hafa fylgst með Andra í nokkurn tíma og hafa nú boðið honum að æfa með félaginu um skeið. Sport 17.10.2005 23:45 Góð tíðindi fyrir Boro Steve McClaren, stjóri Middlesbrough fagnar því um þessar mundir að fimm leikmenn liðsins sem hafa verið meiddir eru að snúa til baka og verða væntanlega í leikmannahóp liðsins um helgina þegar það mætir Sunderland. Sport 17.10.2005 23:45 Ragnar og Helgi til Noregs Norsku liðin Viking og Odd Grenland hafa boðið Fylkismanninum Helga Val Daníelssyni reynslusamning en þau vilja ólm fá hann í sínar raðir. Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðsmanns Helga Vals, er ætlunin að hann fari til Noregs á næstunni. Sport 17.10.2005 23:45 Dramatík í enska deildarbikarnum Það er jafnan mikið um dramatík og óvænt úrslit í enska deildarbikarnum og keppnin stóð fyllilega undir væntingum í þeim efnum í kvöld. Úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspurs féll úr leik þegar það tapaði 1-0 fyrir fjórðudeildarliði Grimsby og Aston Villa rótburstaði Wycombe 8-3, eftir að hafa verið undir í hálfleik, 3-1. Sport 17.10.2005 23:45 Góð sala á Ísland-Svíþjóð Það er mikil spenna á meðal sænskra knattspyrnáhugamanna fyrir leik liðsins við Íslendinga. Alls hafa 28 þúsund miðar verið seldir á leikinn sem er liður í undankeppni HM en hann fer fram á Råsunda leikvanginum í Stokkhólmi miðvikudaginn 12. október næstkomandi. Sport 17.10.2005 23:45 Kári og félagar í góðum málum "Síðustu tveir leikir hafa verið algerir úrslitaleikir og unnust þeir báðir, fyrst 2-0 gegn Malmö og svo í kvöld," sagði Kári við Fréttablaðið í gær en hann var í byrjunarliðinu í báðum leikjum, rétt eins og í flestum leikjum tímabilsins með Gautaborg. Sport 17.10.2005 23:45 Aðsókn minnkar í úrvalsdeildinni Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu hafa nú boðað til sérstaks fundar til að ræða framtíð deildarkeppninnar, í ljósi þess að aðsókn hefur minnkað nokkuð það sem af er leiktíðinni frá því sem var í fyrra. Sport 17.10.2005 23:45 « ‹ 297 298 299 300 301 302 303 304 305 … 334 ›
Campo frá í tvo mánuði Úrvaldseildarlið Bolton varð í dag fyrir því áfalli að spænski miðjumaðurinn Ivan Campo fótbrotnaði á æfingu og talið er víst að hann verði frá keppni í tvo mánuði fyrir vikið. Sport 17.10.2005 23:47
Pálmi á förum frá KA Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KA í knattspyrnu sem þjálfarar og fyrirliðar 1.deildar karla völdu sem leikmann ársins í kjöri sem fótbolti.net stóð fyrir, er að öllum líkindum á förum frá félaginu. Sport 17.10.2005 23:47
Naumur sigur Bayern á Frankfurt Bayern München marði 0-1 útisigur á Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Paolo Guerrero skoraði sigurmarkið 18 mínútum fyrir leikslok. Þetta var 15. sigur Bæjara í röð í deildinni en liðið hefur unnið alla sex leiki sína í deildinni til þessa. Sport 17.10.2005 23:46
Hörkuleikir á Sýn í kvöld Það verða tveir sannkallaðir stórleikir á Sýn í kvöld. Nú klukkan 18:50 verður á dagskrá leikur Barcelona og Valencia í spænska boltanum, en síðar um kvöldið verður leikur AC Milan og Lazio á dagskrá. Sá leikur er sýndur í beinni á Sýn Extra nú fljótlega á eftir. Sport 17.10.2005 23:47
Gilberto samdi við Arsenal Brasilíski miðjumaðurinn Gilberto hjá Arsenal, hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við félagið til ársins 2009. Sport 17.10.2005 23:46
Árni og félagar töpuðu Árni Gautur Arason og félagar hans í Valerenga töpuðu 2-0 fyrir Lilleström í undanúrslitum norsku bikarkeppninnar í kvöld. Árni stóð í marki Valerenga allan leikinn, en gat ekki komið í veg fyrir tap sinna manna. Sport 17.10.2005 23:47
Enn dramatík í enska bikarnum Dramatíkin hélt áfram í enska bikarnum í kvöld, en Manchester City varð nýjasta liðið til að hljóta grimm örlög og falla úr keppni, þegar liðið tapaði fyrir Doncaster í vítakeppni. Heiðar Helguson skoraði eitt marka Fulham sem marði Lincoln 5-4. Sport 17.10.2005 23:47
Ísland úti í kuldanum Alþjóða knattspyrnusambandið og Knattspyrnusamband Evrópu samþykktu í gær að Skandinavíudeildin í knattspyrnu, eða Royal League, sem er samstarfsverkefni knattspyrnusambanda Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar, fái keppnisleyfi næstu fimm árin. Íslendingum hefur ekki verið boðið að vera með frekar en Finnum. Sport 17.10.2005 23:47
Neyðarfundur vegna stöðu deildar Neyðarfundur hefur verið boðaður hjá forráðamönnum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu vegna minnkandi aðsóknar, lítils skemmtanagildis, minni spennu og hækkandi miðaverðs. Stjórnarformenn liða í úrvalsdeildinni hittast í nóvember næstkomandi. Í ítarlegri úttekt <em>BBC</em> kemur m.a. fram að of margar beinar útsendingar í sjónvarpi, hækkun miðaverðs og varfærni í leikskipulagi liða sé hugsanleg ástæða minnkandi aðsóknar. Sport 17.10.2005 23:46
Carrick frá í tvær vikur Miðjumaðurinn Michael Carrick hjá Tottenham verður frá keppni í um það bil tvær vikur eftir að hafa snúið sig á ökkla í leik liðsins við Grimsby í deildarbikarnum í gærkvöldi, en það er leikur sem hann vill eflaust gleyma sem fyrst eins og aðrir leikmenn liðsins. Sport 17.10.2005 23:47
Jafnt hjá Barcelona og Valencia Barcelona og Valencia gerðu jafntefli í stórslag kvöldsins í spænska boltanum, þar sem markverðir liðanna voru í aðalhlutverki. Það voru gestirnir í Valencia sem náðu forystu í leiknum 2-1 eftir skelfileg mistök markvarðar Barcelona, en heimamenn náðu að nýta sér mistök markvarðar Valencia skömmu síðar og jöfnuðu metin. Sport 17.10.2005 23:47
Jol skammaði leikmenn sína Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, fór ekki fögrum orðum um leik sinna manna í tapinu gegn Grimsby í gærkvöldi, en Tottenham er dottið út úr bikarkeppninni fyrir liði sem er þremur deildum neðar á Englandi. Sport 17.10.2005 23:47
Rússar hafa áhuga á Aston Villa Forráðamenn Aston Villa hafa staðfest að viðræður séu í gangi við rússneska fjárfesta sem hafa í huga að kaupa félagið. Orðrómi sem kominn var á kreik að því fylgdi loforð um 75 milljónir punda til leikmannakaupa hefur þó verið vísað á bug og það tekið skýrt fram að viðræður séu aðeins á frumstigi. Sport 17.10.2005 23:45
Gústaf tekur við Haukum Gústaf Adolf Björnsson er tekinn við þjálfun 1. deildarliðs Hauka í fótbolta. Gústaf Adolf var ráðinn á mánudagskvöld eftir að stjórn Hauka hafði nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi Izudin Daða Dervic sem þjálfaði Hauka síðustu tvö sumur. Sport 17.10.2005 23:45
Rooney fær tveggja leikja bann Táningurinn skapstirði Wayne Rooney hjá Manchester United, fær tveggja leikja bann í Meistaradeild Evrópu fyrir brottvísun sína í leiknum gegn Villareal á dögunum, þar sem hann fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir kaldhæðnisleg mótmæli við dómara leiksins. Sport 17.10.2005 23:45
Beckham sló mótherja sinn Sergio Sanches, leikmaður Espanyol á Spáni, sagði að David Beckham hefði slegið sig í göngunum þegar leikmenn gengu af velli eftir tap Real Madrid gegn Espanyol í spænsku deildinni um helgina. Sport 17.10.2005 23:45
Rafa fer ekki fet Fregnir bárust af því í morgun að spænska stórveldið Real Madrid væri að íhuga að nálgast Rafael Benitez stjóra Liverpool, sem næsta knattspyrnustjóra liðsins, en spænska liðinu hefur gengið afleitlega í síðustu leikjum. Sport 17.10.2005 23:45
Stórslagur í spænska í kvöld Barcelona og Valencia mætast í kvöld í spænsku úrvalsdeildinni. Barcelona þarf nauðsynlega á sigri að halda í kvöld eftir að hafa tapað óvænt fyrir Atletico Madrid í síðustu umferð. Víctor Valdéz, markvörður Barcelona og spænska landsliðsins, á von á erfiðum leik. Sport 17.10.2005 23:45
Mido fær ekki lengra bann Egypski framherjinn Mido hjá Tottenham verður leikfær með liði sínu í gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi, en hann klárar að taka út þriggja leikja bann sitt gegn Grimsby í bikarnum í kvöld. Sport 17.10.2005 23:45
Enskir vilja Mourinho sem þjálfara Sá orðrómur hefur farið fjöllunum hærra á Englandi undanfarnar vikur að portúgalski knattspyrnustjórinn Jose Mourninho hjá Chelsea muni taka við enska landsliðinu í framtíðinni. Hann hefur nú gengið svo langt að enskir fjölmiðlar slógu því upp í gær að Portúgalinn væri tilbúinn að breyta um þjóðfang til að fá starfið. Sport 17.10.2005 23:45
Real íhugar að kæra Forystumenn Real Madríd íhuga að kæra leikinn gegn Espanyol í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í fyrradag. Dómari leiksins, Julian Rodriguez Santiago, flautaði skömmu áður en Espanyol skoraði eina mark leiksins. Sport 17.10.2005 23:45
Bjarni horfir til Noregs Bjarna Ólafi Eiríkssyni, varnarmanninum sterka í Val, stendur til boða að halda til Noregs og æfa með tveimur úrvalsdeildarfélögum, Vålerenga og Odd Grenland. Sport 17.10.2005 23:45
Capello með fæturna á jörðinni Fabio Capello, þjálfari Juventus, segir að byrjun liðsins í deildarkeppninni á Ítalíu sé ekkert til að hrópa húrra fyrir þrátt fyrir fullt hús stiga eftir fyrstu þrjár umferðirnar og hefur áhyggjur af leiknum við Udinese annað kvöld. Sport 17.10.2005 23:45
Andri til reynslu hjá Öster Vestmannaeyingurinn Andri Ólafsson heldur nú í vikunni til Svíþjóðar þar sem hann mun vera til reynslu hjá 1. deildarfélaginu Östers IF. Andri hefur verið einn af fastamönnum ÍBV í sumar en hann hefur leikið fimmtán leiki og skorað í þeim þrjú mörk. Forráðamenn Öster hafa fylgst með Andra í nokkurn tíma og hafa nú boðið honum að æfa með félaginu um skeið. Sport 17.10.2005 23:45
Góð tíðindi fyrir Boro Steve McClaren, stjóri Middlesbrough fagnar því um þessar mundir að fimm leikmenn liðsins sem hafa verið meiddir eru að snúa til baka og verða væntanlega í leikmannahóp liðsins um helgina þegar það mætir Sunderland. Sport 17.10.2005 23:45
Ragnar og Helgi til Noregs Norsku liðin Viking og Odd Grenland hafa boðið Fylkismanninum Helga Val Daníelssyni reynslusamning en þau vilja ólm fá hann í sínar raðir. Að sögn Ólafs Garðarssonar, umboðsmanns Helga Vals, er ætlunin að hann fari til Noregs á næstunni. Sport 17.10.2005 23:45
Dramatík í enska deildarbikarnum Það er jafnan mikið um dramatík og óvænt úrslit í enska deildarbikarnum og keppnin stóð fyllilega undir væntingum í þeim efnum í kvöld. Úrvalsdeildarlið Tottenham Hotspurs féll úr leik þegar það tapaði 1-0 fyrir fjórðudeildarliði Grimsby og Aston Villa rótburstaði Wycombe 8-3, eftir að hafa verið undir í hálfleik, 3-1. Sport 17.10.2005 23:45
Góð sala á Ísland-Svíþjóð Það er mikil spenna á meðal sænskra knattspyrnáhugamanna fyrir leik liðsins við Íslendinga. Alls hafa 28 þúsund miðar verið seldir á leikinn sem er liður í undankeppni HM en hann fer fram á Råsunda leikvanginum í Stokkhólmi miðvikudaginn 12. október næstkomandi. Sport 17.10.2005 23:45
Kári og félagar í góðum málum "Síðustu tveir leikir hafa verið algerir úrslitaleikir og unnust þeir báðir, fyrst 2-0 gegn Malmö og svo í kvöld," sagði Kári við Fréttablaðið í gær en hann var í byrjunarliðinu í báðum leikjum, rétt eins og í flestum leikjum tímabilsins með Gautaborg. Sport 17.10.2005 23:45
Aðsókn minnkar í úrvalsdeildinni Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu hafa nú boðað til sérstaks fundar til að ræða framtíð deildarkeppninnar, í ljósi þess að aðsókn hefur minnkað nokkuð það sem af er leiktíðinni frá því sem var í fyrra. Sport 17.10.2005 23:45